Saga - 1991, Page 267
RITFREGNIR
265
Pétur var í hópi þeirra útgerðarkapítalista sem hófst af eigin rammleik,
án ættarauðs eða vildarvina í hærri stöðum, og ruddu nútímafiskveið-
um braut á íslandi. Hvaðan komu þá þessum mönnum peningarnir sem til
þurfti? Eins og margir aðrir fullhugar í borgarastétt á íslandi fyrr og síðar
varð Pétur að starfa mest með lánsfé, var satt að segja skuldugur upp yfir
haus framan af, en veðlán tengdapabba, 1000 kr. heimanmundur brúðarinn-
ar og nokkur jarðarhundruð sem hann hlaut í arf sýna að eitthvert fjármagn
hefur flust úr landbúnaði í sjávarútveg þegar framfarastökkið hófst í
atvinnulífi í lok síðustu aldar.
Bók Asgeirs Jakobssonar er ætlað að rekja ítarlega framkvæmdasögu Pét-
urs og var það löngu orðið tímabært. En honum hefur verið vandi á höndum
þar sem Pétur hefur engar heimildir látið eftir sig liggja um einkahagi og lítið
er til af skjölum eða verslunarbókum um atvinnureksturinn. Til að bæta úr
þessu hefur Ásgeir lagt sig í líma við að safna saman tiltækum ritheimildum
og opinberum gjörningum með dyggri hjálp Péturs J. Thorsteinssonar am-
bassadors, dóttursonar Péturs.
Bókin ber þess nokkur merki hversu heimildir um manninn Pétur J. Thor-
steinsson eru fátæklegar enda tekur höfundur þann kost að segja athafna-
sögu fremur en ævisögu hans, eins og réttilega er tekið fram í titli og formála
bókarinnar. Við kynnumst fyrst og fremst framkvæmdamanninum Pétri og
þótt þar sé ekki nema hálf sagan sögð um ævi hans á höfundur þakkir
skildar, því hér er verulegt framlag til atvinnusögu þessa umbrotatímabils.
Heimildaskortur hefur ekki aftrað Ásgeiri frá að skrifa langa bók, en frá-
sögnin er misjöfn og reikul á stundum. Sumir kaflarnir að mestu leyti beinar
tilvitnanir í önnur verk sem að ósekju hefði mátt slípa til og þegar Ásgeiri
finnst nauðsynlegt að lífga upp á frásögnina eða bæta úr heimildaskorti er
hann óbanginn að lifa sig inn í atburðina og gera mönnum upp hvatir,
kenndir og skoðanir. Undarlegt má það heita að honum finnst það nánast
hjálpa upp á að hafa ekki úr meiri gögnum að moða um söguhetju sína þegar
hann lætur þau orð falla að „fátt er meira villandi en sjálfslýsing manns og
skýringar hans á gerðum sínum" - eins og það sé betra að láta skrásetjara um
að geta í eyðurnar! Bókin byrjar á 60 síðna bálki um forfeður Péturs, sem er
blanda af ættrakningu, sögnum og heimatilbúinni kenningu höfundar um
áhrif erfða og uppeldis á atferli manna, sem segir til um hvaða þættir per-
sónuleikans eru áskapaðir og hverjir áunnir (til dæmis bls. 82-3).
En stærstur hluti bókarinnar er merkileg og oft ítarlega rakin frásögn af
atvinnurekstri Péturs J. Thorsteinssonar, skrifuð af manni sem þekkir flest-
um mönnum betur sjávarútvegssögu þessa tímabils. Langfyllst er auðvitað
frásögnin af Bíldudalsárum Péturs, framkvæmdum hans þar og gróandi
uiannlífi. Þegar þau hjónakornin, Pétur og Ásthildur, fluttust þangað árið
1880 var plássið lítilfjörlegt og næsta mannautt en tuttugu árum seinna var
það orðið að iðandi sjávarþorpi og næstum eingöngu byggt í kringum fyrir-
toki þessa eina manns. Telur Ásgeir að ekkert þorp á íslandi hafi risið upp á
þennan hátt.
Pétur J. Thorsteinsson byggði Bíldudal upp af elju og hugkvæmni og til
niarks um áræði hans er að jafnvel á erfiðleikaárunum 1882-86 hleypti hann