Saga - 1991, Page 269
RITFREGNIR
267
að stofnun félagsins, en það er mjög á skjön við þá mynd sem dregin er upp
í endurminningum Thors Jensens þar sem Pétur er talinn frumkvöðullinn.
Milljónarfélagið hafði ekki starfað í tvö ár þegar Pétur dró sig út úr því
vegna ágreinings við aðra stjórnarmenn. Fjölskyldan fluttist aftur heim til
íslands og tók Pétur þátt í eða rak á eigin spýtur ýmis félög um útgerð og
verslun, en ekkert þeirra stóðst samjöfnuð við Bíldudalsútgerð að reisn eða
Milljónarfélagið að vöxtum. Eitt þeirra var Fiskveiðafélagið Haukur sem eins
og önnur útgerðarfyrirtæki varð illa úti á erfiðleikaárunum 1919-21, varð
gjaldþrota og tapaði Pétur öllum eignum sínum. Pétur bjó síðustu æviár sín
í Gerðinu í Hafnarfirði og hafði þar dálítinn búskap með hænsn, svín og
endur, hvarf sem sagt til landbúskapar á efri árum eins og fleiri menn af
fyrstu kynslóð nútímaútgerðarmanna á íslandi.
Bíldudalskóngurinn er „fyrst og fremst saga en ekki fræðirit", eins og
höfundur sjálfur kemst að orði í formála. Hann samsamar sig atvinnurek-
andanum Pétri J. Thorsteinssyni hvort heldur hann á í viðskiptum við stétt-
arbræður sína eða verkafólkið sem vinnur hjá honum. Pétur er eitt ágætasta
dæmið um eyrardrottna þá sem réðu lögum og lofum í mörgum sjávarpláss-
um þegar sjávarútvegur tók að vaxa í lok síðustu aldar. Ásgeiri er mikið í
mun að draga upp jákvæða mynd af söguhetju sinni og sést stundum ekki
fyrir í því efni, til dæmis þegar hann ræðir um viðskiptahætti Péturs. Sú
venja kaupmanna að greiða sem minnst fyrir vöruinnlegg eða vinnu með
peningum skýrir Ásgeir eingöngu með því að peninga skorti, en horfir fram
hjá því að þetta var alþekkt aðferð kaupmanna við að binda viðskiptavinina
við verslun þeirra og bægja samkeppni frá. „Hvað ætlið þér að gera með pen-
inga?", var Pétur vanur að spyrja þegar einhver fór fram á að fá greitt í pen-
ingum. Og þegar honum var sagt það svaraði hann: „Þetta getið þér allt
fengið hjá mér, og ef það er eitthvað, sem ég hef ekki, skal ég undir eins
panta það, og ekki lakara en þér fáið annarsstaðar" (bls. 198). Grein á sama
meiði voru Bíldudalshlunkarnir, mynt sem Pétur lét slá og var aðeins gjald-
geng í verslunum hans, en var eins og önnur kaupmannamynt og -seðlar
bönnuð með lögum árið 1901.
Höfundur Bíldudalskóngs er trúr söguhetju sinni og hefur sett saman
persónulega stílaða frásögn sem er holl lesning hverjum þeim sem vill kynna
sér umbrotin í atvinnulífi íslendinga í kringum aldamótin síðustu.
Guðmundur Jónsson
Ingólfur V. Gíslason: ENTER THE BOURGEOSIE. ASP-
ECTS OF THE FORMATION AND ORGANIZATION OF
ICELANDIC EMPLOYERS 1894-1934. Lund 1990. 280 bls.
Skrár.
I upphafi bókar er vakin athygli á því að atvinnurekendur á íslandi komu sér
ekki upp sterkum heildarsamtökum snemma á þessari öld eins og stéttar-