Saga - 1991, Síða 272
270
RITFREGNIR
kafli). Með stofnun ÚF 1894 tókst meirihluta þilskipaeigenda að koma fyrstu
samtökum atvinnurekenda á laggirnar, enda þótt félagsmenn væru flestir af
Reykjavíkursvæðinu. Fróðlegt er að sjá að í upphafi eru flestir félagsmenn
bændur („farmers" eins og höfundur kallar þá; aðallega útvegsbændur á Sel-
tjarnarnesi og í Reykjavík) og kaupmenn, en hlutur skipstjóra jókst mjög á
kostnað þessara tveggja stétta þegar komið er fram um 1907. Hörð sam-
keppni um vinnuafl mun hafa valdið mestu um að félaginu gekk illa að fylgja
fram einu aðalstefnumiði sínu, að laun á vorvertíð væru hálfur hlutur, og
hafi þetta máttleysi valdið því að fjara tók undan félaginu eftir aldamót.
Höfundur telur ÚF vera „the first organization to be specifically founded on
the basis of capitalist production relations" (bls. 110). Það lognaðist svo út af
á árunum 1907-15 með hnignun þilskipaútgerðar.
Kaupmannafélag Reykjavíkur var stofnað í verslunargrósku aldamótaár-
anna og hélt velli fram til 1932, en starfaði aðeins að nafninu til síðustu árin
(5. kafli). Flestir voru meðlimirnir 120-30 þar á meðal allir hinir stærri kaup-
menn bæjarins og munu heildsalar hafa ráðið ferðinni. Ekki tókst að gera
félagið að landssamtökum eins og að var stefnt og raunar var aðeins hið
fimm manna Kaupmannaráð hin virka eining félagsins. 1 samantekt á bls.
130 er beinlínis sagt að félagið hafi verið stofnað til að bæta samkeppnisstöðu
félagsmanna, einkum með því að bindast verðsamtökum, en í meginmáli
kemur þetta ekki fram; aðeins er sagt að árangurslitlar tilraunir hafi verið
gerðar til að samræma verðlag meðal félagsmanna. KR fékkst ekki við að
semja um kaup og kjör við launafólk enda verkalýðssamtök verslunarfólks
ekki komin til sögunnar. Aðalstarf félagsins var að veita stjórnvöldum ráð-
gjöf um verslunarmál og halda á lofti hagsmunum kaupmanna gagnvart
ríkisvaldinu, sér í lagi þegar kom fram í heimsstyrjöldina fyrri.
Næst er rakinn ferill Verslunarráðs íslands frá stofnun þess árið 1917 (6.
kafli). VÍ var náskylt KR og tók sess þess sem helsti félagsskapur kaup-
manna. Því tókst betur að ná til kaupsýslumanna og iðnrekenda utan
Reykjavíkursvæðisins, enda þótt félagsmenn þar hefðu tögl og hagldir i
félaginu. Af 124 fyrirtækjum sem áttu aðild að VÍ á þessu tímabili (einstakl-
ingsaðild var einnig algeng) voru 91 starfandi í verslun, 15 í iðnaði, 8 togara-
félög og eitt skipafélag, Eimskipafélag íslands. í upphafi er dálítið ógreini-
lega rætt um tilurð VÍ, en seinna bendir Ingólfur réttilega á hve þörf atvinnu-
rekenda til að sameinast hafi vaxið vegna stóraukinna ríkisafskipta í stríðinu.
Aðalverkefni VÍ var hagsmunagæsla gagnvart ríkinu þegar verslun og við
skiptamál urðu að lúta æ strangara opinberu eftirliti. Lýst er nokkuð stjórn-
arráðstöfunum sem snertu verslun, meðal annars Landsverslun (sem er sögc
hafa verið lögð niður 1924, en rétt ártal er 1927) og annarri stjórnstýringu
utanríkisverslunar. Það hefði gefið fyllri mynd af ástandinu að nefna vöru
skömmtun, verðlagseftirlit og önnur afskipti af innanlandsverslun einmitt
vegna þess að þar höfðu stjórnvöld og kaupmenn mikið saman að sælda-
Loks er fjallað um Félag íslenskra botnvörpuskipaeigenda, sem jafnve
enn frekar en hin félögin var takmarkað við Reykjavík (7. kafli). Vegna þess
þó hve togaraútgerð var bundin þessu svæði voru flestir togaraeigendur mn
an vébanda þess, að minnsta kosti fram um miðjan þriðja áratuginn. En Ing