Saga - 1991, Page 273
RITFREGNIR
271
ólfur bendir á þá merkilegu staðreynd að þessi fámenni hópur gat ekki einu
sinni virkjað útgerðarmenn í Hafnarfirði, öðrum þræði vegna þess að rekst-
urinn var í höndum útlendra manna, en líka vegna einstaklingshyggju
manna á borð við Einar Þorgilsson. Félagið var stofnað 1916 upp úr deilu um
lifrarhlut sjómanna og ólíkt samtökum kaupmanna varð aðalhlutverk þess
að verja hagsmuni útgerðarmanna gagnvart verkalýð á sjó og landi.
Eftir nokkrar árangurslausar tilraunir tókst að mynda landssamtök at-
vinnurekenda árið 1934, Vinnuveitendasamband íslands (8. kafli). Var FÍB
sýnilega driffjöðrin í þeirri viðleitni, enda í mun sem mikilvægustu atvinnu-
rekendasamtökum í landinu að skapa stéttinni sterkari stöðu gagnvart
verkafólki. En á hitt ber einnig að líta eins og Ingólfur tekur fram að atvinnu-
rekendum fannst æ meiri ástæða til að þjappa sér saman gagnvart óvinveittri
„ríkisstjórn hinna vinnandi stétta".
f 9. kafla er svo athuguð félagsleg samsetning þess fólks sem gerðist með-
limir í umræddum samtökum eða var „identifiable potential members" (þ.e.
þilskipa- og togaraeigendur sem ekki gengu í félögin) fram til 1934, alls 876
reanns. Mér finnst það nokkur ljóður á greiningunni að telja með stjórnar-
reenn í fyrirtækjum, vegna þess að margt af því fólki voru vinir og ættingjar
sem lítið komu nálægt atvinnurekstri en tóku sæti í stjórninni til að uppfylla
lagaskilyrði. Fátt kemur á óvart þegar litið er á uppruna þessa hóps og ein-
kenni, heldur staðfestir könnunin viðteknar hugmyndir. Hlutfallslega marg-
>r koma úr kaupmannastétt en fáir úr bændastétt, 87% þeirra sem tóku virk-
an þátt í pólitísku starfi og upplýsingar eru um voru sjálfstæðismenn, langal-
Ser>gast var að menn höfðu verið verslunarþjónar („assistants") að fyrra
starfi (41%) og á þetta enn frekar við um þá sem geta kallast alvöru kapítalist-
ar/ þ.e. iðnrekendur, stærri kaupmenn og togaraeigendur.
Af þessari athugun ályktar Ingólfur að stétt kapítalista á íslandi „did not
arise as a continuation of a former ruling class. Landowners did become
employers to a certain extent but hardly capitalists". Hann telur ennfremur
aó „the biographical evidence available to me does not support the claim that
a part of landed wealth was . . . invested in fishing equipment and later
furned into merchant capital" (bls. 201). Líklegra telur Ingólfuraðafkomend-
Ur .,the old ruling class" hafi fremur ieitað í opinber embætti og sérfræðinga-
störf. Hér vekur Ingólfur máls á merkilegu en flóknu efni, en frekari vitna
þarf við til að fullyrða jafnafdráttarlaust um hina hlykkjóttu farvegi fjár-
magns frá landbúnaði til sjávarútvegs (dæmi um hvernig fjölskyldubönd
afa hjálpað er nefnt í ritdómi um Bíldudalskónginn eftir Ásgeir Jakobsson á
ls. 264-67 í þessu bindi Sögu.
Rannsókn Ingólfs leiðir glögglega í ljós úr hvaða jarðvegi félög atvinnurek-
er>da spruttu og hvaða fólk stóð að þeim. Því stendur hann föstum fótum
Pegar hann segir í niðurstöðum að samtök atvinnurekenda hafi verið veik á
PLSSU tímabili að því leyti að þeim tókst ekki að virkja nema hluta stéttarinn-
af'' aðalrökin fyrir veikleika atvinnurekenda, að þeim hafi ekki tekist sem
við áhrif ® stefnu ríkisvaldsins eða koma sinni launastefnu fram
j^a Vefólk, orka ekki alveg eins sannfærandi á mig vegna þess að athugun
s a áhrifum og árangri samtaka atvinnurekenda í viðskiptum við ríkis-