Saga - 1991, Síða 275
RITFREGNIR
273
Ferskustu augnablik rokksögunnar tengjast annaðhvort blöndun svartrar
tónlistar við hvíta, eða því sem kalla má pólitískri byltingu í rokkheiminum.
Dæmi um blöndun hvítrar og svartrar tónlistar er upphaflega rokktónlistin
frá 6. áratugnum og síðan bítlatónlistin, ognú nýlega „housetónlistin". Bestu
dæmin um hið síðarnefnda, pólitíska byltingu í rokkheiminum, eru „sæka-
delían" í San Fransiskó og London 1967 sem markaði upphaf hippatónlistar-
innar, og pönkuppreisnin í Bretlandi og New York 1976, sem endurnýjaði
rokkið um allan heim og hleypti hér á landi af stað mesta blómaskeiði
íslenskrar rokktónlistar, 1979-83. Tónlist frá þessum tímabilum á sér sam-
eiginlegan ferskleika og djörfung, eins konar nýja útsýn, nýja menningar-
lega möguleika, og rokkaðdáendur þekkja enga tónlist betri.
Saga rokksins er þróunarferli sem teygir sig yfir nærri 40 ár. Gestur notar
tvö viðmið til að skýra samhengið í rokksögunni. Annars vegar athugar
hann stöðu þess meðal einstakra hópa æskufólks, sérstaklega stéttahópa en
einnig félagshópa eins og þeirra sem sækja sömu skóla. Hins vegar rekur
hann þróunarferli tónlistarinnar sjálfrar og unglingamenningarinnar. Kafl-
arnir eru sjö, sex um einstök tímabil rokksins og einn um samhengið í ís-
lensku rokki. Fjórir fyrstu kaflarnir mynda samfellu. Sömu tónlistarmennirn-
ir leika aðalhlutverkin í þessari sögu. Þeir mótast á rokkárunum, eru í farar-
broddi á bítla- og hippaárunum og í hnignun á árunum 1973-79. Um 1979
verða kynslóðaskil í rokkinu og fjalla tveir kaflar um tímann eftir það. Mér
þykja fyrstu fjórir kaflarnir og lokakaflinn vera bestir, hinir tveir ná ekki
sömu gæðum, en eru samt nokkuð góðir.
Höfundur leggur áherslu á að rokkmenningin sé einn frjóasti þáttur
íslenskrar nútímamenningar. Hún sé ekki stæling erlendra fyrirmynda held-
ur hafi íslensk æska tekið alþjóðlegar fyrirmyndir og lagað að eigin þörfum
að meira eða minna leyti.
Höfundur telur að rokkmenningin, hér á landi og annars staðar, sýni það
og sanni að aukin fjárráð hafi ekki orðið til þess að verkalýðsstéttin hafi tekið
upp millistéttarmenningu, heldur skapað nýja menningu, sem síðan hafi
náð til millistéttarinnar. Minnihlutahópar eins og svertingjar hafa væntan-
lega einnig átt mikinn hlut að máli, en mér finnst Gestur gera óþarflega lítið
úr hlut þeirra. Þótt rokkið hafi að mestu verið hvít tónlist í 35 ár þá kemur
takturinn upphaflega frá svertingjunum og rokkið hefur endurnýjast fyrir til-
verknað þeirra hvað eftir annað, með áhrifum frá blús, hip-hop, soul og
fönki.
Gestur rekur hvernig æskulýðsmenning og fjöldaframleidd menning rekin
með gróðasjónarmiðum hafa haft áhrif hvor á aðra. Hann nefnir sem dæmi
kvikmyndirnar sem gerðu Marlon Brando og ]ames Dean fræga. Þær voru
byggðar á stælum og frumlegri menningu unglinga í ákveðnum hópum, en
síðan breiddist þessi menning út og varð vinsæl fyrir tilstilli kvikmyndanna.
Rokksagan á ótal dæmi um slíka víxlverkun. Án hennar hefði rokkið aldrei
náð þeirri útbreiðslu og þeim sköpunarmætti sem raun ber vitni.
Ég held að ekki hafi verið hægt að skrifa bók eins og Rokksögu íslands án
þess að hafa jákvæða afstöðu til rokksins, eða a. m. k. hlutlausa. Gestur er
greinilega mikill rokkaðdáandi. Hin neikvæða höfnun íslenskra menningar-
18-saga