Saga - 1991, Síða 276
274
RITFREGNIR
vita, ekki síst á vinstri kantinum, á allri fjöldamenningu hefur fram að þessu
háð menningarumræðu hér á landi. Þessa afstöðu til fjöldamenningar má ef
til vill skýra með ákveðinni varnarstöðu borgaralegrar hámenningar eins og
hún birtist hjá þjóðlegum „vinstri" mönnum gagnvart áhrifum lágmenning-
ar. Litið hefur verið svo á að lágmenningin væri ættuð úr neðra (Bandaríkj-
unum) og leiddi aðeins til úrkynjunar og hnignunar. Rokksaga íslands boðar
kærkomna breytingu á þessari hefðbundnu afstöðu íslenskra mennta-
manna.
Eftir að hafa rakið alþjóðlegar forsendur rokkmenningar, þ.e. menningar-
lega nýsköpun æskunnar og víxlverkun hennar og fjöldamenningar, fer
Gestur að lýsa íslenskri rokkmenningu.
Arið 1955 var upphafsár rokksins hér á landi, er unglingar fengu veður af
því að eitthvað alveg nýtt væri að gerast í Bandaríkjunum. Fyrsta rokkbylgj-
an reis hæst 1957. Þá voru sýndar rokkmyndir við mikla aðsókn unglinga og
spenna var í loftinu, kunnugleg öllum þeim sem tekið hafa þátt í eða fylgst
með upphafs- og sköpunarskeiðum rokksögunnar. 1 þessari spennu liggur
lykillinn að galdri rokksins.
Rokkið mætti mikilli mótspyrnu, bæði hér á landi og annars staðar. Hér
var það talið hluti af upplausninni sem fylgdi stríðinu, en var reyndar annað
og meira. Um 1960 var rokkmenningin hér farin að eflast og skjóta rótum, en
missti þá dampinn við að rokkið var (tímabundið) kveðið í kútinn í Banda-
ríkjunum. Gestur ræðir um hóp íslenskra rokkara af þessari fyrstu kynslóð,
sem urðu hálfpartinn úti í menningarlegum skilningi, allt þar til Einar Kára-
son veitti þeim uppreisn æru í skáldsögum sínum.
Hins vegar mætti næsta bylgja, bítlaæðið, ekki nándar nærri eins mikilli
mótspyrnu. Rokkið hafði í þeim skilningi rutt brautina fyrir bítlaæskuna.
Það hafði einnig vakið áhuga fjölda unglinga á hljóðfæraleik, og því voru hér
fyrir hendi ungir tónlistarmenn albúnir að hefja leikinn er bítlaæðið barst til
landsins 1963.
Árin 1965-68 voru eins konar gullöld unglingamenningar hér á landi að
áliti höfundar, í þeim skilningi að heimurinn var enn opinn og brostnar vonir
og svartsýni höfðu ekki enn sett svip sinn á yfirbragð hennar. Gestur hlýtur
að tala hér út frá sjálfum sér, því hann er nýbúinn að tala um týnda kynslóð
rokkara, sem vissulega hlýtur að hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum um
1960. En enginn efast um að tímabilið 1965-68 var einn af hápunktum hinnar
áhyggjulausu æskulýðsmenningar. Þetta var klassískt augnablik í menning-
arsögu Vesturlanda, fyrsta fullkomlega jákvæða menningarlega afurð hins
síðkapítalíska þjóðfélags. Það er einmitt þetta sem er svo heillandi við tíma-
bilið og leiðir til þess að unglingar hafa æ síðan laðast að því.
Árin 1969-73 ríkti hippaöld meðal íslenskra unglinga. Unglingamenning-
in varð að æskumenningu. Bítlaæskan var að eldast en vildi ekki ganga inn
í það lífsmynstur sem fyrir var.
Sömu menn voru í framlínunni í tónlist og á bítlatímanum. Stöðugt bætt-
ust nýir í hópinn en það var yfirleitt á forsendum þeirra sem fyrir voru. Ton-
listin varð æ metnaðarfyllri, en væntingarnar uxu enn meir. Svipuð þroun