Saga - 1991, Page 277
RITFREGNIR
275
varð í hippamenningunni sjálfri, menn pældu djúpt og leituðu víða að
lausninni á lífsgátunni, m. a. í eiturlyfjum, en hvorki tónlistin né hippa-
menningin almennt stóð á endanum undir væntingunum. Varanlegasta
afurð þessa tímabils er þungarokkið, sem mótaðist á síðustu árum þess og
hefur verið menningarkimi innan unglingamenningarinnar æ síðan (menn-
ingarkimi innan menningarkima).
Árið 1973 hrundi hippamenningin og hálfgert svartnætti fylgdi í kjölfarið
hérlendis. Fíkniefnalögreglan ofsótti fíkniefnaneytendur og galdraofsókna-
mórall þessa tímabils hlaut lyktir í hinu hryllilega Geirfinnsmáli, sem Gestur
minnist raunar ekki á. Hann ræðir á hinn bóginn um uppgjöf íslenskra tón-
listarmanna: Þeir sneru sér að iðnaðarframleiðslu, að sögn til að hafa í sig og
á, og hættu allri sköpun. Þetta áttu þeir sammerkt með fjölda kollega sinna
erlendis, sbr. ABBA í Svíþjóð (sem þó eru nú virtir sem frumkvöðlar popp-
tónlistar). Ljós var í myrkrinu: Megas, Stuðmenn og Spilverk þjóðanna
komu fram og sköpuðu íslenska rokktónlist í þeim skilningi að íslenskir text-
ar urðu ráðandi.
Þannig er samhengið í fyrstu fjórum köflunum órofið. Fyrst kemur braut-
ryðjendaskeið, síðan blómatími, þá tímaskeið vaxandi væntinga og loks
vonbrigði og svartnætti. En Gestur greinir rokkið ekki bara eftir þróunarferl-
um tónlistar og menningar, heldur skýrir einnig hvernig hinir ýmsu hópar
æskufólks komu við sögu. Hann telur að rokkið 1955-63 hafi fyrst og fremst
átt sitt vígi meðal verkalýðsæskunnar, í gagnfræðaskólum og iðnskólum.
Menntaskólaæskan hafi litið niður á þetta fólk, og ef til vill hafi sjálfsálit þess
ekki verið öllu burðugra. Á bítlatímanum og hippaárunum hafi menntaæsk-
an smám saman uppgötvað rokktónlist, og árin 1969-72 hafi báðir hóparnir
verið á svipaðri menningarlegri bylgjulengd. Eftir 1972 hafi leiðir skilið á ný,
verkalýðsæskan sneri sér að skemmtirokki og diskói en menntagengið fór að
hlusta á Megas og Spilverk þjóðanna. Með þeim síðarnefndu hófst einnig
þróun í átt til vandaðri textagerðar.
Þessar skýru línur hverfa úr umfjöllun höfundar um tímabilið eftir 1979.
Að sumu leyti er það eðlilegt, vegna nálægðar í tíma, en að öðru leyti ekki.
Hvaða hópar voru það t.d. sem stóðu að pönkuppreisninni? Var á ferðinni
nýtt bandalag menntamannaæsku og verkalýðsæsku? Gestur svarar því
ekki, en breidd og styrkur pönkhreyfingarinnar bendir til þess. í upplausn
þess bandalags fólst þá einnig hrun pönkhreyfingarinnar, svipað og í hruni
hippahreyfingarinnar 1973.
Það er eins og Gestur missi fótanna þegar hann fjallar um upphaf íslensku
pönkhreyfingarinnar. Nú gilda ekki lengur þær reglur sem höfundur virðist
setja sér þegar hann fjallar um þróun tónlistar og menningar í fyrstu fjórum
köflunum. I stað þess að fjalla um efnið innan frá, af sjónarhóli unglinganna,
ut frá því hvernig unglingamenningin myndast út frá hinum sérstöku og erf-
'ðu aðstæðum unglingsáranna, þá fer höfundur meira að horfa á efnið utan
frá.
Ef ég man rétt skapaðist álíka spenna meðal vissra hópa ísleriskra unglinga
ar|n 1978 og 1979 og á öðrum upphafsskeiðum rokksögunnar, t.d. 1957 og