Saga - 1991, Qupperneq 279
RITFREGNIR
277
hópa, listarokkarana fyrir einangrunarstefnu og snobb og gleðirokkið fyrir
iðnaðarmennsku.
Raunar má segja að rokkið sé að nokkru leyti komið í sömu stöðu og jass
var fyrir 30 árum. Tónlistarstefnan hefur þróast gífurlega og náð miklum
þroska, og snobbaðir rokkaðdáendur líta núna niður á danstónlist og popp
svipað og jassgeggjarar litu niður á rokkið þegar það kom fram.
í þessum kafla lendir höfundur í nokkrum pyttum, eins og þegar hann
gagnrýnir Jón Ólafsson Bítlavin óþyrmilega en hefur Bjartmar Guðlaugsson
upp til skýjanna. Ég tel a. m. k. að hvorugur eigi svo öfgafull viðbrögð skilið.
Það er eins og höfund skorti yfirsýn yfir tímabilið, enda hefur tíminn ekki
náð að skilja hafrana frá sauðunum, og allt mat á tímabili sem er svo nýliðið
hlýtur að vera mjög huglægt.
Gestur telur að „rokkmenningin hafi runnið sitt skeið á enda, að hún sé
ekki lengur menningarlegur farvegur æskufólks til að gera uppreisn og
breyta samfélaginu" (bls. 264). Þetta er mjög vafasamt. Ný hreyfing danstón-
listar sem kennd hefur verið við acid Iwuse eða Manchester kom fram um og
upp úr 1988 í Bretlandi og á sér fyrirmynd og hliðstæðu í rap og hip-hop tónlist
blökkumanna í Bandaríkjunum. Hún hefur skyndilega vakið öfluga tísku-
og tónlistarbylgju sem hrifið hefur unglinga jafnt hér sem annars staðar. í
Bretlandi hafa lögregluofsóknir á hendur unglingum fylgt í kjölfarið. Virðist
það benda til að unglingamenningin sé síður en svo tannlaus orðin og bit-
laus.
Fremsta rokksöngkona Islendinga, Björk Guðmundsdóttir, hefur komið
við sögu housetónlistar með því að syngja með einni helstu hljómsveit þess-
arar stefnu, 808 State frá Manchester. Það verður spennandi að fylgjast með
því hvort og hvernig þessi tónlistarstefna festir rætur hér á landi.
í heild er bókin ítarleg og nákvæm og kom mér á óvart hversu vel Gesti
tekst að koma miklu efni fyrir á aðgengilegan hátt, án þess að það verði yfir-
borðskennt eða pirrandi fyrir þá sem vel þekkja til.
Ég ætla ekki að fara út í mikinn sparðatíning eða smáatriðavillur. Slíkt á
heima í prófarkalestri en ekki ritdómi, og Saga er ekki, eða á a. m. k. ekki að
vera, tímarit sem birtir eftiráprófarkalestur. Þó get ég ekki stillt mig um örlít-
inn sparðatíning: Hljómsveitin Jonee Jonee gaf út LP-pIötu, en á henni var
ekki lag hljómsveitarinnar Afþví að pabbi sagði það, eins og Gestur segir, held-
nr er það á Rokki í Reykjavík.
Heimildir um rokksögunna eru helst blaðagreinar og viðtöl við þátttak-
endur í rokksögunni, því fátt er til af skjölum rokkhljómsveita og örfáar bæk-
ur um rokksögu hafa hingað til verið skráðar. Mér sýnist val viðmælenda vel
heppnað, og ræð af því, sem og af bókinni sjálfri, að ekki sé ástæða til að
kvarta yfir heimildanotkun.
Að lokum má nefna að skrá er í bókinni yfir 100 helstu nöfn íslenskrar
rokksögu og mest seldu íslensku plöturnar, svo og nafnaskrá.
Rokksaga íslands bendir á möguleika á nýrri tegund söguritunar, menning-
arsögu eða hversdagssögu, sem lítur á líf og tilveru manna hér á landi út frá
öðru samhengi en oftast hefur tíðkast. Að líkindum er þó söguritun af þessu
fagi árangursríkari um flókið og marghliða samfélag 20. aldarinnar en ein-