Saga - 1991, Page 280
278
RITFREGNIR
hæft samfélag gamla tímans, þar sem vikulegar kirkjuferðir buðu upp á
helstu tilbreytinguna. Af líkum toga er ágæt grein Eggerts Þórs Bernharðs-
sonar um átthagafélög í Reykjavík í Nýrri Sögu 1990. Tíska og íþróttamál eru
önnur svið sem hafa verið vanrækt í þessu samhengi, svo og t.d. kaffi- og
veitingahúsamenning og fjölmiðlanotkun. Þess konar hversdagssaga gefur
mikla möguleika, þótt hið skýra og afmarkaða samhengi rokksögunnar sé
handhægt og nærtækt.
Árni Daníel Júlíusson
Símon Jón Jóhannsson, Bryndís Sverrisdóttir: BERNSK-
AN. LÍF, LEIKIR OG STÖRF ÍSLENSKRA BARNA FYRR
OG NÚ. Myndaritstjóri ívar Gissurarson. Bókaútgáfan
Örn og Örlygur. Reykjavík 1990. 204 bls. Myndir, skrár.
Höfundar bókarinnar munu báðir vera menntaðir í þjóðfræði. í formála
kveða þeir viðfangsefni sitt vera
íslensk börn, kjör þeirra og aðbúnað á tímabilinu frá því á síðari
hluta 19. aldar og fram um miðja þá öld sem nú er að líða. Ekki er um
að ræða fræðirit þar sem beitt er strangfræðilegum vinnubrögðum
. . . heldur er brugðið upp ýmsum svipmyndum úr lífi íslenskra
barna fyrr á árum, bæði í texta og myndum (bls. 7).
Ritið skiptist í fimm meginkafla. Er Símon Jón höfundur að fjórum þeirra og
fjalla þeir um: (l.k.) Uppeldi barna, aðbúnað, klæðnað og heilsufar. (2.k.)
Merkisdaga í uppvextinum og tyllidaga. (4.k.) Störf barna í sveit og borg.
(5.k.) Barnafræðslu. Miðkaflann, „Barnagaman" sem fjallar um leiki barna,
samdi Bryndís Sverrisdóttir. Bókina prýða alls 154 myndir (ótölusettar); þær
dreifast á kaflana en þar að auki eru 2-3 myndaopnur við hver kaflaskil. Rit-
inu fylgir heimildaskrá, myndaskrá og ítarleg atriðaskrá.
Höfundar hafa sótt vitneskju í ýmislegar heimildir; í formála tiltaka þeir
sérstaklega ævisögur sem og spurningaskrár Þjóðháttadeildar Þjóðminja-
safns. Símon Jón birtir í köflum sínum mikið af beinum heimildatilvitnunum
en Bryndís er miklu sparari á þær. Vinnubrögð og framsetning höfundanna
tveggja eru ólík um margt annað. Símon Jón takmarkar heimildatilvísanir
við beinar tilvitnanir og Bryndís sleppir þeim með öllu nema að svo miklu
leyti sem í hlut eiga heimildarmenn er svarað hafa spurningaskrám Þjóð-
háttadeildarinnar; nafna þeirra er ekki getið, einungis kynferðis, búsetu og
stundum þjóðfélagsstöðu. Tilvísanir Símonar Jóns eru hér nákvæmari með
því að hann vísar til tölunúmers skráa í Þjóðháttadeild.
Efnistök höfunda eru líka æði ólík. Umfjöllun Bryndísar er mjög í ætt við
hefðbundna þjóðháttalýsingu á la Jónas frá Hrafnagili og Ólafur Davíðsson.
Að baki liggur allítarleg rannsókn, aðallega byggð á svörum við spurninga-
listum Þjóðháttadeildar. Símon Jón hefur líka rannsakað margt frá fyrstu