Saga - 1991, Page 282
280
RITFREGNIR
Símon Jón gætir þess ekki ævinlega að byggja í einstökum atriðum á hin-
um bestu aðgengilegu (útgefnum) ritum. í sambandi við vinnuhörku í gamla
bændasamfélaginu er þannig vitnað beint í sálfræðitexta (bls. 11); hér ræðir
um vinnuhjú sem „fullorðna einstaklinga, þeir fengu að dvelja á heimilum
gegn vinnuframlagi" - vægast sagt annarlegt orðalag um vistarskyldu og
vinnumennskustofnun þeirra tíma! Þá hefði mátt ætla að í umfjöllun um
húsakost og aðbúnað fólks í Reykjavík kringum 1930 styddist höfundur við
nýlega ritgerð Sigurðar G. Magnússonar2 en hennar getur ekki í heimilda-
skrá.
Texti bókarinnar er að miklu leyti lýsing á mjög hlutstæðum atriðum,
aðbúnaði, húsakynnum og leikjum. Yfirleitt hefur höfundum tekist vel til við
þessa lýsingu sem og við greinargerð fyrir breytingum í tímans rás. Sérstak-
lega þykir mér Bryndís komast vel frá sínum þætti; texti hennar er ljós og lip-
ur og miðlar lesanda tilfinningu fyrir leikgleði barnsins. Símon Jón hefur aft-
ur á móti ekki alltaf lag á að setja mál sitt nægilega skýrt og skipulega fram -
og er þó margt vel gert. T.d. beitir hann víða mjög haglega þeirri aðferð að
láta heimildarmenn sína bera milliliðalaust vitni um það sem fjallað er um
hverju sinni (sjá t.d. bls. 75-79, 165-76): hin beina frásögn þeirra færir efnið
nær lesandanum en ella. En sums staðar eiga þessar „klippingar" sinn þátt í
því að textinn verður sundurlaus og ruglingslegur, t.d. bls. 12-13, 16—17,
165, 179-81. Orðalag hefði Iíka allvíða mátt betur fara.
Á nokkrum stöðum verður þess vart að ekki er farið rétt með einstök atriði
eða þau túlkuð á villandi hátt. Þessa gætir einkum í síðasta kaflanum, „Upp-
fræðingin". Á bls. 160, þar sem lýst er farkennslu eftir setningu laganna um
fræðslu barna 1907, segir að „skólastaðir" hafi stundum verið „fjórir til sex í
hverju skólahverfi". Villandi er að nota heitið „skólahverfi" í þessu sam-
bandi þar sem „skólahjerað" var skv. lögum þessum heiti yfir umdæmi sem
höfðu fasta skóla, ella var talað um „fræðsluhjerað".3 4 Á bls. 160-61 segir að
„náttúrusaga" hafi bæst við árið 1911 meðal „aðalgreina farkennslunnar".
Engin heimild er tilgreind fyrir þessu enda rímar þetta ekki við ákvæði
barnafræðslulaganna 1907; þau mæltu fyrir um að börn hefðu „nokkra þekk-
ing á náttúru Islands" en einstakir fastir skólar máttu krefjast frekari fræðslu
í náttúrufræði og öðrum lesgreinumd Skýrslur yfir skólaárið 1914-15 sýna
líka að fullteins margir nemendur fengu þá kennslu í náttúrufræði í farskól-
um og í föstum skólum.5 Á bls. 162 segir að árið 1874 hafi „aðeins 200
nemendur verið í barnaskólum en árið 1904 voru þeir 6210." Enn er engin
heimild tilfærð fyrir þessari staðhæfingu. Samanburðurinn er mjög villandi
því að fyrra árið eru aðeins taldir nemendur í föstum skólum en hið síðara
nemendur bæði í föstum skólum og farskólum (yfir 5/6 þeirra voru farskóla-
2 Sigurður G. Magnússon, Lífshættir í Reykjavík 2930-7940. Rv. 1985.
3 Sjá Lög um fræðslu barna nr. 59/7907, 4. og 5. gr.
4 Ibid, 2. gr.
5 Barnafræðsla árin 1914-15. Rv. 1918 (Hagskýrslur íslands 16), t. II og III, bls. 10-H
og 22-23.