Saga - 1991, Page 283
RITFREGNIR
281
nemendur). Þetta má sjá í skýrslu Guðmundar Finnbogasonar6 sem höfund-
ur virðist ekki hafa notfært sér. Enn er villandi það sem segir á sömu bls. um
styrkveitingar úr landssjóði til barnafræðslu. Pað er rétt að landssjóður hóf
að styrkja barnafræðsluna 1878 en skilyrðin sem höfundur segir styrkveiting-
ar frá 1878 hafa verið bundin voru ekki sett fyrr en 1889.7
Eins og áður segir er Símon Jón óspar á beinar tilvitnanir í heimildir sínar,
einkum æviminningar og spurningaskrár Þjóðháttadeildar. Þótt þær séu
stundum í lengsta lagi (sjá t.d. bls. 67-69, 126), falla þær yfirleitt vel að text-
anum. En frágangi er hér áfátt; allvíða er vikið frá þeirri reglu að taka skuli
beinar tilvitnanir upp eftir frumútgáfu (en ekki síðari útgáfum). Þannig er
notuð bein tilvitnun í löngu máli hjá Árna Björnssyni, Hræranlegar hátíðir, í
frásögn sem Þórbergur Þórðarson skráði eftir Ólafi Jónssyni fiskmatsmanni.8
Hið sama gerist á bls. 157 þar sem höfundur tekur tilvitnun í þjóðháttalýs-
ingu Þorkels Bjarnasonar (sem birtist í Tímariti hins íslenzka bókmenntafjelags
1892) eftir Þjóðlífsmyndum sem Gils Guðmundsson gaf út árið 1949. Hér er þó
sú bót í máli að frumútgáfu er getið í textanum. Þessa gætir höfundur aftur
á móti ekki á bls. 60 þar sem hann hefur aðra tilvitnun í Þorkel eftir Þjóðlífs-
myndum Gils Guðmundssonar. Dæmi af sama toga finnast ennfremur á bls.
19, 32 og 162.1 þessu síðasta dæmi eru beinar tilvitnanir (sem tilvísunargr. 10
°g 11 eiga við) teknar eftir Ingólfi Á. Jóhannessyni án þess að lesandi fái að
vita eftir hverjum þær eru hafðar. Hið sama gerist með beina tilvitnun á miðri
bls. 133.
Bagalegrar ónákvæmni eða ófullnægjandi upplýsinga gætir á nokkrum
stöðum í sambandi við tilvísanir og tengsl þeirra við heimildaskrá; skulu
nokkur dæmi nefnd. Á bls. 26 er vísað í endurminningar Helgu M. Níels-
dóttur Ijósmóður, Þegar barn fæðist, sem Gylfi Gröndal skráði (Rv. 1977).
Nokkrum síðum aftar (bls. 32) er birt í rammagrein á spássíu brot úr bókinni.
Undir stendur aðeins nafn Helgu M. Nielsdóttur en ekkert blaðsíðutal. Les-
andi leitar eðlilega að nafni hennar í heimildaskrá en grípur í tómt þar sem
hún er ekki skráð höfundur að endurminningunum. Svipað verður uppi á
teningnum á bls. 56 þar sem vísað er til ritsins íslenskþjóðmenning V en þetta
nt er ekki skráð sem sjálfstætt verk í heimildaskrá. Þar er aftur á móti skráður
höfundur þ.e. Hjalti Hugason, og heiti hlutaðeigandi kafla í þjóðmenningar-
ntinu. Er allt annað en þrautalaust að koma þessum bókfræðiupplýsingum
heim og saman. Þegar verst gegnir verður það ógerningur fyrir þann sem
þekkir ekki til efnisins. Á bls. 160 er þannig vitnað beint í grein eftir Sigmar
Glafsson og tilvísunargreinin gefur upp að hana sé að finna í ritinu Athöfn og
orð; gallinn er sá að hvorki þetta rit né nafn Sigmars finnast í heimilda-
skránni.
Þær athugasemdir sem hér hafa verið gerðar sýna að ekki hefur verið
6 Guðmundur Finnboeason, Skýrsla um fræðslu barna ov unglinta veturinn 1903-1904
(Rv. 1905), t. III, bls. 14-15.
7 sjá Stjórnartíðindi 1889 (B), 144.
8 Sjá Landnám Ingólfs. Safn til sögu þess II (Rv. 1936-40), 209-12.