Saga - 1991, Page 285
RITFREGNIR
283
Sveinbjörn Rafnsson: BYGGÐALEIFAR í HRAFNKELS-
DAL OG Á BRÚARDÖLUM. Rit Hins íslenska fornleifa-
félags I. Hið íslenska fornleifafélag. Reykjavík 1990. 111
tölusettar bls. 80 ljósmyndir, teikningar og kort auk átta
litmynda. Ensk samantekt. Kilja í brotinu A4.
íslensk fornleifafræði hefur verið nokkuð til umfjöllunar á undanförnum
misserum og þá fremur á neikvæðum nótum. Það er því mikið fagnaðarefni
er ný rannsókn birtist, enda hafa næsta fá stór og ný spor verið mörkuð lengi
hérlendis. Eðli ritsins má ráða af tileinkun sem hljómar svo: „Rit þetta er
helgað minningu dr. Sigurðar Þórarinssonar, hann átti mestan þátt í að leiða
saman íslenska fornleifafræði og náttúruvísindi á 20. öld."
Saga þessara rannsókna nær langt aftur á sjöunda áratuginn en Sigurður
Þórarinsson var manna duglegastur að fara um hálendi fslands og benda á
að þar væri miklar minjar að finna frá því í árdaga íslandsbyggðar. Hann
sýndi einnig fram á leiðir til að tímasetja aldur þeirra á einfaldan en þó oft
harla nákvæman hátt. Reit hann um það nokkrar greinar og er þá frægustu
að finna í Árbók fornleifafélagsins frá árinu 1976 („Gjóskulög og gamlar rústir.
Brot úr íslenskri byggðasögu," bls. 5-38). Sveinbjörn Rafnsson kom síðan til
samstarfs við Sigurð og Stefán Aðalsteinsson, en þeir síðarnefndu voru þá
þess fullvissir að byggðarsaga Hrafnkelsdals væri umfangsmeiri en margir
vildu vera láta. Rannsóknirnar stóðu stopult frá árinu 1978 til 1985, en ritgerð
sú sem hér er um fjallað var tilbúin árið 1987. Það segir sína sögu um fé til
birtingar á rannsóknum að hún kom fyrst út árið 1990.
Bókin skiptist í nokkra hluta. Fyrst er fjallað um byggðarsögu Hrafnkels-
dals eins og hún birtist í ritheimildum. Höfundur tekur fyrir ritheimildir og
gildi þeirra, - Landnámu, Droplaugarsona sögu, Brandkrossa þátt, Hrafnkötlu svo
nokkuð sé nefnt. Athyglisvert er og ánægjulegt að sjá þá rýni sem heimild-
irnar mega þola og sjá hvert gildi þeirra er. Sveinbjörn sýnir hér vel hversu
óbeina merkingu þessar heimildir hafa. Þannig er síðan framhaldið uns end-
að er á landadeilnabréfi frá árinu 1824.
Næst kemur kafli um fornleifar sem fundust í dalnum á fyrri tíð, en nokk-
ur kuml hafa fundist á svæðinu þótt þau hafi varla verið rannsökuð. Þó
komu þar nærri Sigurður Vigfússon og Daníel Bruun . Að svo búnu snýr
Sveinbjörn sér að safanum í rannsókn sinni sem er úttekt á byggðarleifum í
Hrafnkelsdal og á Brúardölum. Um miðja vegu í umfjöllun hans er að finna
kort af rannsóknarsvæðinu. Við rannsóknirnar beitir hann gamalkunnugum
aðferðum sem Sigurður Þórarinsson þróaði, þ.e. að gera könnunarholur og
n°ta síðan ákveðin gjóskulög sem „leiðarlög" til að fylgja milli rústa. Þannig
mætti kanna frá hvaða tímabili rúst væri, t.d. hvort hún væri eldri eða yngri
en tiltekið gjóskulag. Þessa aðferð útskýrir Sveinbjörn rækilega ásamt því að
h'unda hvaða öskulaga væri að vænta, en þar er byggt á rannsóknum Guð-
rúnar Larsen frá árinu 1982.
Að því búnu er lesandinn leiddur um þetta dásamlega hérað en um það
sagði Sigurður einu sinni að þar væri veðursæld svo mikil að jafnvel hund-