Saga - 1991, Blaðsíða 286
284
RITFREGNIR
arnir brostu. Og það kemur lesandanum á óvart hvað fannst. Rústaleifar í
hverju horni dalanna finnst manni og hvað öðru eldra, þó vissulega hafi
margar leifanna verið í því ástandi að ekki væri hægt að aldursgreina þær.
Þeim eru öllum gerð góð skil og varðar þá einu hvort um er að ræða rúst eins
og þá sem nefnd er Skál, en þar voru leifar illa farnar af vatnsaga, þó greina
mætti að þær hefðu verið í byggð á 11. og 12. öld en ekki síðar. Dæmi um hið
þveröfuga er rústin að Glúmsstaðaseli, sem er vel varðveitt safn flókinna
húsaleifa.
Loks er að finna samantekt á niðurstöðum þar sem heimildir og gögn fá
sína hörðu dóma og gagnrýni og er þar mörg holl lesning fyrir fræðimenn
tímabilsins, - þótt hún teljist tæplega óumdeild. Rúsínan í pylsuendanum er
þó umfjöllun og tenging þessara rannsókna við rannsóknir á Grænlandi.
Slíkt hefði verið sæmra að gera fyrr, enda margt líkt með frændum. Þá bætir
Sveinbjörn við umfjöllun um byggð við Norður-Atlantshaf. Þar er sýnt fram
á hve lík byggðarþróun hefur verið á þessu svæði sem er ofurselt svipuðum
áföllum og lottóvinningum, enda gaman að lesa um það hve lík dreifing
byggðar er t.d. í Hrafnkelsdal og Qorlortup Itinnera eða Mikladal á Græn-
landi. í heild má segja að á þessum síðum sé að finna gott yfirlit um ýmsa
þætti í sögu íslands á miðöldum. Ég tek það fram að lesandinn þarf þó að
vera vel þjálfaður í sögulegri umfjöllun til að fylgja öllum millitilvísunum
Sveinbjarnar, sem eru vandaðar og vel unnar.
Vitanlega er bók af þessu tagi ríkulega búin myndum. Fæstar eru þar til
afþreyingar, heldur er um að ræða nauðsynlegt stoðtæki við bókina, - ljós-
myndir, kort og teikningar.
Aukakafli bókarinnar er um staðfræði og Hrafnkelssögu. Sérkennilegur því
hann virðist ekki eiga heima hér í fljótu bragði. En við nánari umhugsun
kemur í ljós að vitanlega á hann heima þarna því í lok þessara rannsókna er
óumflýjanlegt að meta gögnin sem Sigurður Nordal byggði ritgerð sína á, -
án þess að hafa þau (Hrafnkatla, Studia Islancica 7, Reykjavík 1940). Hér
kemst höfundur að niðurstöðu sem hlýtur að kalla á endurmat á verki
Sigurðar og því áliti sem menn hafa haft á Hrafnkelssögu. Sveinbjörn segir,
- jú sagan fellur að umhverfi dalsins og já hann var í byggð áður en hún var
rituð. Höfundur hennar (og lesendur) var vel kunnugur staðháttum í daln-
um en mat seinni tíma manna leiddi þá inn á villibrautir.
Þessi bók Sveinbjarnar Rafnssonar er sú fyrsta í ritröð sem Hið íslenska
fornleifafélag gefur út, svokallaðra monographa; er það von þess sem her
heldur á penna að henni megi vel heilsast í framtíðinni. Ritið sem hafist er
handa með er vandað og heildstætt og vekur lesendur sína til vitundar um
það að hægt er að vinna þrekvirki í fornleifarannsóknum með hljóðlátum og
hógværum hætti án þess að himinn og jörð skjálfi. Hér er verk á ferð sem allir
áhugamenn um fornleifafræði og sagnfræði og aðferðir þessara greina þurfa
að kynna sér, nánast handbók um eyðibýlarannsóknir og árangur þeirra.
Magnús Þorkelsson