Saga - 1991, Side 288
286
RITFREGNIR
hægt en hefði gefið bókinni talsvert meira gildi ef nákvæmar dagsetningar
hefðu fylgt. Það læddist að mér sá grunur að útgefendur hafi á síðustu
stundu ákveðið að láta annál fylgja myndabókinni og því sé hann ekki í meiri
tengslum við ljósmyndirnar en raun ber vitni. Ef til vil! hefði verið betra að
sami maður hefði skrifað annál og valið myndir.
Ekki er alltaf samræmi milli ljósmynda og þess sem getið er í annálnum.
Þetta á sérstaklega við um fyrstu ár aldarinnar, enda voru fréttaljósmyndarar
ekki með nefið ofan í hvers manns koppi þá eins og nú er. í raun komu frétta-
ljósmyndarar ekki fram á sjónarsviðið fyrr en um miðja öldin. Þegar ekki hef-
ur tekist að finna mynd sem tengdist minnisstæðum atburðum, þá eru
greinilega valdar myndir sem lýsa aldarhætti, híbýlum og klæðnaði. Miðað
við að meirihluti þjóðarinnar starfaði við landbúnað og sjávarútveg á fyrri
hluta aldarinnar, þá hefði mátt búast við fleiri rnyndum sem lýsa störfum í
sveit og við sjóinn. Ingu Láru hefur þó tekist að halda góðu jafnvægi og valið
skemmtilegar og yfirleitt viðeigandi myndir.
Ljósmyndabækur eru jafnan afbrigðilegar að stærð. Erlingur Páll Ingvars-
son hefur séð um útlit þessarar bókar. Hún er 18x24,5 cm. Það sem helst
mætti kvarta undan er að margar myndanna eru of litlar, eða 5,7x8 cm. Þær
stærri, 13x18,6, koma mjög vel út.
Frágangur ljósmynda er til sóma þeim sem að stóðu. Inga Lára Baldvins-
dóttir hefur lagt sig eftir því að birta ljósmyndir sem lítið eða ekki hafa birst
áður. Þær eru vel unnar, bæði skýrar og skarpar. Hafður er örfínn svartur
rammi utan um hverja mynd sem afmarkar þær betur og gefur ljósum mynd-
um skarpara form. Slíka ramma ætti að hafa í flestum bókum. Prentsmiðjan
Oddi hefur séð um alla vinnu við bókina, umbrot, filmuvinnu, prentun og
bókband. Það hefur tekist vel. Bókin er kápulaus en spjöldin fóðruð og gefur
það bókinni mjúkt yfirbragð.
Ósamræmi er í undirtitli á forsíðu bókarinnar og titilsíðu. Á titilsíðu stend-
ur „Islandssaga áranna 1901-1980 í ljósmyndum", en á forsíðu „íslandssaga
20. aldar í ljósmyndum".
Nauðsynlegt er að vita hvernig Ijósmyndir, skjöl og fornminjar hafa orðið
til, af hvaða tilefni og í hvaða samhengi. Það ereðlilegheimildarýni. Ein ljós-
mynd slitin úr samhengi sínu, skjöl eða fornminjar sem ekki er vitað hvaðan
eru upprunnar, hafa takmarkað gildi. Því er mikilvægt að hafa upplýsingar
um ljósmyndara, tímasetningu og tilefni ljósmyndarinnar. ÖIlu þessu er vel
til haga haldið í þessari bók.
Auk nafnaskrár er myndaskrá í bókinni. í myndaskrá eru taldir allir ljós-
myndarar og eigendur ljósmynda. Oft eru eigendur aðrir en ljósmyndarar og
í þessu tilviki eru það ljósmyndasöfn, langoftast Þjóðminjasafnið og Ljós-
myndasafn Reykjavíkur. Einnig eru nokkrar myndir úr dagblöðum. Margar
myndanna frá Þjóðminjasafni eru úr ljósmyndasafni Morgunblaðsins. Fyrir
nokkrum árum gaf Morgunblaðið safninu stórt safn ljósmynda í stað þess að
farga þeim. Víða er Ijósmyndum ekki nægur sómi sýndur og ekki hugsað um
að halda þeim til haga, flokka þær eða skrá. 1 formála bókarinnar segir Inga
Lára Baldvinsdóttir: „íslandssaga 20. aldar verður hvorki sögð á fullnægjandi
hátt í ljósmyndum né án þeirra. Valdar ljósmyndir geta hins vegar brugðið