Saga - 1991, Síða 292
290
AÐALFUNDUR SÖGUFÉLAGS 1991
útgáfubækur Sögufélags og var útbúinn kynningarmiði um félagið á
sænsku, sem Ragnheiður afhenti gestum á sýningunni í Gautaborg.
Forseti gat því næst um útgáfustarfsemi félagsins á árinu og hélt þeirri
venju að byrja á tímaritunum, sem hann taldi vera grundvöllinn undir starf-
semi félagsins. í þau yrði félagið að Ieggja þann metnað, að þau væru félag-
inu, íslenskum sagnfræðingum og íslenskum sögurannsóknum til sóma á
hverjum tíma.
Ný saga kom út í Iok ágúst, 102 síður að þessu sinni, og voru í henni nokkr-
ar Iengri greinar auk annars efnis. Lengri greinarnar voru um óhlýðni og aga-
Ieysi á íslandi á 17. öld, ástæður þess, að Bretar hernámu ísland, hinn svo-
nefnda Digbybagal í Viktoríu og Albertssafninu, aðlögun innflytjenda í
Reykjavík að lífinu á „mölinni", sósíalisma í anda frjálshyggju á árum síðari
heimsstyrjaldar og fátækt á Islandi fyrr á tímum. Af öðru efni má svo nefna
umfjöllun urn það, hvort sagnfræði sé listgrein eða vísindi, um kvikmyndir
og sagnfræði og sagnfræðirit í fjölmiðlum.
Þessu hefti Nýrrar sögu var almennt vel tekið, það þótti hæfilega langt og
vera með hæfilegri blöndu af efni úr eldri sögu og nýrri og líka með hæfilegri
blöndu af efni eftir yngri og eldri fræðimenn og áhugamenn urn söguiðkanir.
Einn ritdómara sagði um heftið, að það væri „læsilegt og glæsilegt". En var
þá ekkert að? Jú, því miður, félagið féll á tíma með útkomu þessa heftis. Það
kom ekki út að vori eins og til var ætlast, heldur síðla í ágúst.
Saga 1990 kom út um miðjan desember og var það Iíka í seinna lagi, enda
fór svo, að heftinu var ekki dreift til margra félagsmanna fyrr en í byrjun
janúar. Þetta var 28. bindið og hið sjöunda í röðinni eftir útlitsbreytinguna
1984. Ritstjórar voru Sigurður Ragnarsson og Gísli Ágúst Gunnlaugsson,
sem hóf störf við tímaritið Sögu með þessu hefti. Saga 1990 er 288 blaðsíður
og skiptist að venju í tvo meginefnisþætti, fræðilegar greinar annars vegar og
ritdóma hins vegar um nýleg sagnfræðirit. Þá var á ferðinni efnisþátturinn
Andmæli og athugasemdir, sem bólgnar út og fyllir nú ríflega 20 síður í rit-
inu.
Aðalefni Sögu 1990 voru fimm fræðilegar greinar. Voru þær um hagþróun
á fyrri hluta 19. aldar, Iánsfjárleit fyrir hitaveituna í Reykjavík á fjórða áratugi
þessarar aldar, upphaf íshúsa á íslandi, forn hrossreiðarlög og um áhrif
fólksfjöldaþróunar á atvinnuhætti gamla samfélagsins. Ritfregnir voru fjór-
tán og sumar mjög langar og ítarlegar.
I sambandi við útgáfu tímaritanna greindi forseti Sögufélags frá því, að á
stjórnarfundi 19. mars var samþykkt tillaga gjaldkera félagsins um reglur unr
greiðslur til höfunda efnis í Sögu og Nýrri sögu. Höfðu áður farið fram ítar-
legar umræður um þetta mál á stjórnarfundum. 1 samþykktinni felst að efni
tímaritanna er skipt í tvo flokka eftir því hvort ritstjórar hafa falast eftir því
eða höfundar sjálfir boðið það fram.
1 þessari nýju tilhögun er meginreglan sú, að allir höfundar fá greitt skv.
taxta félagsins fyrir efni, sem ritstjórar hafa falast eftir, s.s. ritdóma og
umsagnir um bækur, greinar um eitthvert tiltekið efni eða svið, fasta þætti
eða annað viðlíka. Hins vegar fer um greiðslu fyrir efni, sem höfundar hafa
sjálfir boðið fram, eftir því, hvort höfundar eru í fastri stöðu háskólakennara,