Saga - 1991, Page 293
AÐALFUNDUR SÖGUFÉLAGS 1991
291
tímabundinni eða ótímabundinni, eða ekki. Peir, sem eru í slíkri fastri stöðu,
fá alla jafnan ekki greitt fyrir efni af slíku tagi, enda má álíta að þeir eigi kost
á þóknun fyrir það samkvæmt svonefndum „Reglum um vinnumat Félags
háskólakennara." Höfundar sem ekki eru í fastri stöðu háskólakennara fá
aftur á móti greitt fyrir efni, sem þeir bjóða fram.
í umræðum um þessa nýju tilhögun á greiðslum kom fram, að víða erlend-
is tíðkast ekki að greitt sé fyrir greinar, sem birtast í tímaritum sem gefin eru
út af vísindalegum áhugamannafélögum (sem jafnvel hafa mun meiri opin-
beran styrk en þann, sem Sögufélag hefur) og er litið svo á, að menn megi
vera ánægðir með að fá birtar greinar eftir sig í virtum tímaritum, enda sé
gildi þeirra m.a. fólgið í því að verða mönnum til framdráttar í akademískum
frama. Þetta leiðir svo hugann að þeirri erfiðu stöðu, sem stjórnarmenn
félaga eins og Sögufélags lenda í, ef ákvarða á greiðslur til þeirra, sem taka að
sér störf fyrir félagið. Kann að vera, að taka verði þessa hluti fastari tökum en
gert hefur verið til þessa og e.t.v. með því að breyta lögum Sögufélags og
skilja þar á milli áhugamennsku og atvinnumennsku svo að notað sé orðalag
úr knattspyrnumáli.
Vorið 1990 urðu tveir dagar miklir merkisdagar í sögu félagsins. Þetta eru
20. mars, en þann dag kom íslnndssaga Sögufélags út, og 4. apríl, en þá kom
út 17. og síðasta bindið af Alþingisbókum íslands. Gerði forseti ítarlega grein
fyrir þessum tveimur útgáfuverkum Sögufélags á starfsárinu.
Eins og margir vita var 20. mars valinn sem útgáfudagur íslandssögunnar
vegna þess, að sá dagur er fæðingardagur aðalhöfundar hennar, Björns Þor-
steinssonar, og hefði hann orðið 73 ára 20. mars síðastliðinn, ef hann hefði
lifað. Það var einnig á afmælisdegi Björns 20. mars 1986, sem ákveðið var á
fundi í stjórn Sögufélags að gefa út íslandssögu frá upphafi byggðar til okkar
daga í einu bindi. Þá var gert ráð fyrir, að þetta yrði bók upp á 450 bls. og
höfundar yrðu Björn Þorsteinsson, Bergsteinn Jónsson og Helgi Skúli Kjart-
ansson. Um aðdraganda og upphaf þessa máls sagði Einar Laxness, þáver-
andi forseti Sögufélags, í skýrslu sinni 1986:
Forsaga málsins er sú, að þeir Björn og Bergsteinn sömdu Islands-
sögu, sem út kom á dönsku í einu bindi á forlagi Politikens á sl. hausti
í ritröðinni Politikens Danmarks Historie; var Helgi Skúli þá ráðinn sam-
starfsmaður þeirra, ritaði kafla sögunnar eftir 1870 og annaðist
ritstjórn. Þetta var falleg útgáfa, ríkulega myndskreytt og að öllu með
nútímasniði. Er það vissulega ekki vonum fyrr, að saga íslands sé gef-
in út á skandinavísku máli, og þakkarvert, að Danir skuli hafa fengið
áhuga á að gefa út sögu þessarar gömlu nýlendu sinnar og sambands-
Iands. Það er svo aftur hlálegt, að um leið og þessi danska útgáfa sér
dagsins ljós, skulum vér íslendingar minntir á það, að við sjálfir eig-
um enga aðgengilega bók í nútímabúningi um sögu þjóðarinnar frá
upphafi til okkar tíma - bók, sem almennur lesandi getur gengið að,
hvort sem er til eigin nota, eða til gjafa við viðeigandi tækifæri. Þessu
hefur Sögufélag viljað ráða nokkra bót á með því að fá sömu menn og
stóðu að hinu danska riti til að vinna að íslenskri útgáfu, þ.e.a.s. þó
algerlega sjálfstæðu verki, óháðu hinni dönsku útgáfu. Frumsaminn