Saga - 1991, Page 294
292
AÐALFUNDUR SÖGUFÉLAGS 1991
texti Björns Þorsteinssonar mun verða nokkru fyllri en í hinni dönsku
og Bergsteinn og Helgi Skúli munu endursemja 20. aldar söguna. Það
er von stjórnar Sögufélags og raunar vissa, að þeir höfundar sem
þarna koma við sögu, muni skila af sér góðu verki, sem sómi verði að,
og að með þessari útgáfu fái íslenskir lesendur bók, sem lengi hefur
vantað á markaðinn.
Nú fór svo, að Björn Þorsteinsson lést haustið 1986 og tók þá Helgi Skúli
algerlega við hans hluta, en stjórnarmenn tveir í Sögufélagi, Anna Agnars-
dóttir og Guðmundur Jónsson, tóku að sér að fylgjast með verkinu, lesa yfir
og gera tillögur um endurbætur. Unnu þau að þessu á árinu 1987 og á árinu
1988 kom Magnús Þorkelsson til liðs við Önnu vegna þess, að Guðmundur
Jónsson fór til framhaldsnáms erlendis. Jafnframt byrjuðu þau Anna og
Magnús að huga að viðbótarefni eins og skrám og sögulegum orðtaka-
skýringum, sem og útliti verksins. Sumarið 1989 var á fjölda funda farið yfir
allan texta Björns og Bergsteins og jafnframt hófst Hrefna Róbertsdóttir
handa um myndaöflun. Um haustið var svo samið við prentsmiðjuna Odda
um verkið og hófst þá setning textans. Fyrri hluta síðastliðins árs, 1990, mið-
aði verkinu vel áfram og hófst þá umbrot, sem Hrefna Róbertsdóttir hafði
umsjón með. Þá kom Gunnar F. Guðmundsson til liðs við ritstjórnina, eink-
um við prófarkalestur og gerð skráa. Var fastlega gert ráð fyrir, að bókin
kæmi út í nóvember, en vegna tafa við pappírsútvegun og sökum jólaanna í
prentsmiðju má segja að bókina hafi dagað uppi og um miðjan nóvember var
ákveðið, að hún kæmi ekki út fyrr en í mars 1991 sem og varð.
Það var lengi ljóst, að Sögufélag hefði ekki aðstöðu né mannafla til þess að
dreifa íslandssögunni og fór fram mikil umræða um það, hvernig að því
skyldi standa. Þá var mönnum frá upphafi Ijóst, að kynning og auglýsingar
yrðu að vera með öðrum hætti en fram til þessa hafði tíðkast á bókum Sögu-
félags. Eftir miklar umræður um þetta í stjórn félagsins var ákveðið að semja
við fyrirtækiö Arnarsson og Hjörvar um hvorttveggja, alla dreifingu, aðra en
til félagsmanna Sögufélags, og um auglýsingar. í þessu sambandi skal á það
minnt, að allir félagsmenn í Sögufélagi fengu kynningarbæklinginn Fréttir frá
Sögufélagi nokkru áður en íslandssagan kom út. Var bókin ásamt reyndar
fleiri verkum þar kynnt félagsmönnum og boðið hagstæðasta verð, sem völ
hefur verið á.
Nú hefur íslandssaga til okkar daga,eða íslandssaga Sögufélags í einu bindi,
eins og hún hefur oft verið nefnd, verið í sölu rúmlega tvo mánuði og gengið
frábærlega vel. Það hefur greinilega verið rétt mat hjá stjórn Sögufélags 1986,
að þörf væri fyrir bók af þessu tagi. Það getur líka vel verið, að útgáfutíminn
hafi, þegar öllu er á botninn hvolft, verið heppilegur. Fáar eða engar aðrar
nýjar bækur voru á markaði, auglýsingar voru látnar dynja yfir rétt fyrir og
um páska, þegar margir voru við skjáinn, þjóðfrægur leikari í auglýsingu
þótti mjög sannfærandi í gervi fræðimanns, þó að hann væri með skeggið af
Pétri Gaut, og síðast en ekki síst, það dró að kosningum og þá hugsar fólk
kannski fremur en venjulega um söguna sína og eyðir peningum í von um að
einhver kosningaloforð um bættan hag rætist.
Heimir Iauk síðan tali um Islandssöguna með því að þakka Bergsteini,