Saga - 1991, Blaðsíða 295
AÐALFUNDUR SÖGUFÉLAGS 1991
293
Helga Skúla, Önnu, Guðmundi Jónssyni, Magnúsi, Hrefnu og Gunnari F.
fyrir alla vinnu þeirra við að gera þessa bók svo úr garði, að sónii er að.
Forseti Sögufélags fór því næst í stuttu máli yfir útgáfusögu Alþingisbók-
anna og þurfti þá að byrja á upphafi Sögufélags 1902, en strax eftir að það var
stofnað var farið að huga að útgáfu lögþingisbókanna, eins og þær voru oft
kallaðar. Fór hér saman, að fyrsti forseti Sögufélags, dr. Jón Þorkelsson, var
bæði fræðimaður og alþingismaður, og hann fékk þingið til þess að veita
styrk til útgáfu Alþingisbókanna árið 1911. Hann lét ekki lengi bíða eftir
framkvæmdum við útgáfuna eftir að styrkur var fenginn og fyrsta heftið kom
út 1912. Alls gaf Jón út fjögur bindi á árunum 1912-14, öl! í heftum. Spanna
þau tímabilið 1570-1619 í störfum Alþingis. Eftir lát Jóns tók Einar Arnórs-
son við útgáfunni og gaf út bindi 5-8 á árunum 1925-55 og spanna þau árin
1620-96. Þegar Einar lést, hafði hann alveg gengið frá texta 8. bindis og að
mestu samið manna- og staðarnafnaskrár, en átti eftir atriðisorðaskrá. Það
var svo Einar Bjarnason, sem samdi atriðisorðaskrána við þetta 8. bindi.
Hann sá einnig um 9. bindi, sem kom út í heftum á árunum 1957-64 og fjall-
aði um árin 1697-1710.
Með 10. bindi Alþingisbókanna urðu á margan hátt þáttaskil í útgáfu
þeirra. Ljóst var að útkoma þeirra í heftum fram að þessu var orðin úrelt
aðferð sökum þess, að menn höfðu ekki lengur áhuga á að safna heftunum
saman á löngum tíma og Iáta síðan binda þau. Þá hafði kaupendum fækkað
og fjárhagslegur grundvöllur því orðinn veikur. Þegar hér var komið sögu,
naut útgáfa Alþingisbókanna ekki beins stuðnings Alþingis, en styrkur til
Sögufélags á fjárlögum var að hluta látinn renna til þeirra. Árið 1965 varð
Björn Þorsteinsson forseti Sögufélags og hann leitaði til forseta Alþingis um
frekari stuðning. Fékkst hann með þeim hætti, að Alþingi hjálpaði upp á
sakir við að ljúka hverju bindi. Þá var fenginn nýr umsjónarmaður með
útgáfunni, Gunnar Sveinsson magister, sem unnið hefur að henni síðan af
mikilli alúð og nákvæmni. Loks var sú ákvörðun tekin 1965, að framvegis
kæmi hvert bindi út í einu lagi og væri um 40 arkir eða 640 blaðsíður. Næsta
bindi kom 1969 og svo hvert af öðru þar til verkinu lauk á þessu vori með 17.
og síðasta bindi, sem fjallaði um tímabilið 1791-1800.
Þegar mennn nú virða fyrir sér þetta mikla útgáfuverk, Alþingisbækur
íslands 1570-1800, sem eru orðnar um tíu þúsund blaðsíður að lengd í 17
þykkum bindum, hlýtur eftirfarandi spurning að vakna: Var einhver þörf á
því að gefa þetta út? Gátu þeir fáu, sem áhuga höfðu, ekki fundið handritin
sjálfir og kynnt sér efni þeirra? Aðstandendur Sögufélags eru ekki í vafa um,
að mikil þörf var á þessari útgáfu og rökin fyrir því eru þessi: 1. Handrit
Alþingisbókanna eru mjög dreifð milli ýmissa efnisflokka á söfnum og sum
jafnvel í einkaeign. Mjög er því torsótt að leita uppi í handritum einstök
atriði, sem menn vilja kynna sér. 2. Handritin eru skrifuð á löngum tíma og
með mjög mismunandi rithætti. Það þarf því mikla sérfræðilega reynslu til
þess að geta lesið þau sér til gagns. 3. Mannanafna-, staðanafna- og atriðis-
orðaskrár Alþingisbókanna gera þær í rauninni nothæfar fyrir almennan les-
anda og þannig að uppsprettu fróðleiks fyrir áhugamenn um íslensk fræði
°g má þá einu gilda hvort menn vilja líta á þetta efni út frá starfsháttum sagn-