Saga - 1991, Síða 296
294
AÐALFUNDUR SÖGUFÉLAGS 1991
fræði, lögfræði, ættfræði, þjóðfræði, málfræði eða einhvers enn annars. Að
öllu þessu athuguðu er ekki vafi á því, að þessi útgáfa átti fyllsta rétt á sér og
er í rauninni hluti af því að halda okkar menningararfi til haga.
í sambandi við lok útgáfu Alþingisbókanna vék forseti að þeim ágæta
stuðningi, sem Sögufélag hefur fengið hjá forráðamönnum Alþingis. Þrír
forsetar þingsins, Birgir Finnsson, Jónas G. Rafnar og Sigurður Bjarnason,
stóðu fyrir þeirri ákvörðun 1967, að Alþingi kostaði útgáfuna af starfsfé sínu.
Skrifstofustjórarnir Friðjón Sigurðsson og Friðrik Ólafsson sáu um það, að
við þessa ákvörðun var staðið. Nú síðast hefur svo Guðrún Helgadóttir, frá-
farandi forseti Sameinaðs þings, verið Sögufélagi mjög hliðholl. Hún tók þátt
í kynningu þessa síðasta bindis og hafði forgöngu um það, að ýmsir aðstand-
endur verksins áttu saman ágæta stund í alþingishúsinu á útgáfudaginn.
Að Iokum kvaðst forseti Sögufélags reyndar ekki geta stillt sig um að segja
nokkur orð um áðurnefnda kynningu og hvernig íslenskir fjölmiðlar líta á
þessa menningarstarfsemi. Sögufélag hélt blaðamannafund í alþingishúsinu
á útkomudegi. Dagblöðum öllum í Reykjavík var kynntur þessi fundur og
fréttastofum ríkisútvarps, hljóðvarps og sjónvarps. Árangur af þessu var sá,
að eitt blað, Morgunblaðið, sendi blaðamann á staðinn auk ljósmyndara. í því
blaði birtist síðan örstutt frétt ásamt mynd. Þjóðviljinn og Tíminn sendu
ljósmyndara á staðinn, en aðeins Tíminn birti mynd af viðburðinum og
stutta frétt, í Þjóðviljanum mun ekkert hafa birst. Líkleg skýring á því, að
Tíminn birti þó að minnsta kosti mynd er sú, að blaðamannafundurinn var
fyrir tilviljun haldinn í flokksherbergi framsóknarmanna og málverk af Jón-
asi frá Hriflu er í baksýn á mynd blaðsins. Fréttastofa ríkisútvarpsins spurð-
ist nánar fyrir um fundinn í alþingi, en enginn kom þaðan og kvaðst forseti
ekki hafa heyrt neina frétt um Alþingisbækurnar á þeim bæ. Það vildi svo til,
að hann hefði sjálfur talað við fréttastjóra sjónvarpsins um þetta mál og
sagðist sá ekki geta sent mann en bað um að fá síðasta bindið sent til sín, svo
að hann gæti metið, hvort hér væri um frétt að ræða. Hann fékk 17. bindi
Alþingisbókanna, en hefur greinilega ekki talið það fréttnæmt fyrir íslensku
þjóðina að búið væri að koma í aðgengilegt form þessum tíu þúsund síðum
af þjóðararfinum. Heimir Þorleifsson lauk síðan máli sínu um alþingisbæk-
urnar með því að bera fram þakkir frá sögufélagsfólki við Gunnar Sveinsson,
sem hefur í 25 ár varið verulegum hluta af tíma sínum í þetta verk.
Vegna anna við útgáfu áðurnefndra tveggja rita hafa önnur verk setið a
hakanum hjá félaginu. Á það einkum við um framhald útgáfu á skjölum
Landsnefndarinnar og á þriðja bindi af ritröðinni Safni Sögufélags á þýddum rit-
um síðari alda. Útgefandi að fyrrnefnda verkinu er Helgi Skúli Kjartansson og
standa vonir til þess, að hann geti nú að loknu verki við íslandssöguna tekið
að nýju til við Landsnefndarskjölin. Um hitt verkið er það að segja, að dr.
Jakob Benediktsson hefur að mestu lokið undirbúningi að útgáfu á fslandslýs-
ingu Resens og verður væntanlega tekið til við útgáfu hennar í haust.
Um ný verk er það að segja, að Alþingi hefur verið skrifað bréf, þar sem
þess er farið á leit, að þingið styðji áfram útgáfustarfsemi Sögufélags a
verkum, sem snerta sögu Alþingis. Er hér átt við útgáfu á dómum yfirréttar-
ins á Alþingi og ljósprentun á þeim bindum Alþingisbókanna, sem uppseld