Saga - 1991, Síða 297
AÐALFUNDUR SÖGUFÉLAGS 1991
295
eru. Petta bréf var kynnt fráfarandi forseta Sameinaðs þings og skrifstofu-
stjóra þingsins. Pau tóku bæði vel í málið, en það bíður auðvitað afgreiðslu
nýrra þingforseta.
Um næsta starfsár Sögufélags sagði forseti, að auk útgáfu tímaritanna og
annarra fræðirita teldi hann brýnt að koma betri skipan á ýmis innri mál
félagsins og er þar erfiðast viðfangs sá mikli og þungi bókalager, sem félagið
ýmist á sjálft eða hefur með að gera. Nú hefur verið rýmt húsnæði það, sem
félagið hafði á leigu á Korpúlfsstöðum og bókum þaðan verið komið í
geymslu til bráðabirgða í gömiu Mjólkurstöðinni. Þetta var unnt fyrir velvilja
þjóðskjalavarðar og kann félagið honum þakkir fyrir það. Dýrt leiguhúsnæði
hjá Slippfélaginu þyrfti helst að rýma og um leið þyrfti að skrá allan bóka-
lagerinn á tölvu, svo að ekkert fari milli mála og afgreiðsla bóka verði auð-
veldari. Þetta kallar svo aftur á tölvukaup og kannski ýmsa nýja starfshætti
við afgreiðsluna. Pá þyrfti iíka að rækta betur ýmis sambönd, t.d. við við-
skiptamenn eriendis.
Heimir Þorleifsson, forseti Sögufélags, lauk skýrslu sinni með því að
þakka stjórnarmönnum, ritstjórum Sögu og Nýrrar sögu og eina starfsmanni
félagsins, Ragnheiði Þorláksdóttur, fyrirágætt samstarf. Sérstaklega þakkaði
hann Þórunni Valdimarsdóttur hennar hlut í stjórn félagsins, en hún hverfur
nú að eigin ósk úr stjórn. Jafnframt þakkaði hann þeim félagsmönnum sem
sýndu starfi félagsins áhuga með því að sækja aðalfundinn.
Reikningar félagsins. Loftur Guttormsson, gjaldkeri Sögufélags, lagði fram
reikninga félagsins og skýrði þá. Afkoma liðins árs var fremur slæm og nam
tap á rekstri félagsins kr. 1.528.327. Kvað gjaldkeri meginástæðu tapsins þá,
að útkoma íslandssögunnar hefði dregist, en búið hefði verið að stofna til
verulegra útgjalda vegna hennar. Þá benti Gísli Ágúst Gunnlaugsson á, að
tekjur vegna Sögu 1990 kæmu ekki fram í fyrirliggjandi reikningum sökum
þess, hve seint hún var á ferð. Engar frekari umræður eða athugasemdir
urðu í tengslum við reikningana og voru þeir síðan samþykktir í einu hljóði.
Stjórnarkjör. Tveir aðalmenn áttu að ganga úr stjórn, þeir Heimir Þorleifsson
og Sveinbjörn Rafnsson. Voru þeir báðir endurkjörnir til tveggja ára. Umboð
tveggja varamanna í stjórn, þeirra Magnúsar Þorkelssonar og Þórunnar
Valdimarsdóttur, var einnig útrunnið. Var Magnús endurkjörinn, en Þór-
unn gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Að tillögu Heimis Þor-
leifssonar var Gísli Ágúst Gunnlaugsson kosinn í varastjórn í hennar stað.
Kjörtímabii varastjórnarmanna er eitt ár.
Endurskoðendur voru endurkjörnir, þeir Halldór Ólafsson og Ólafur
Ragnarsson.
Erindi. Að loknu kaffihléi hélt Gunnar Sveinsson magister erindi um útgáfu-
sögu Alþingisbókanna og kynnti efni þeirra með ýmsum dæmum. Gerðu
fundarmenn góðan róm að máli hans. í umræðum, sem spunnust í fram-