Organistablaðið - 01.10.1971, Blaðsíða 30

Organistablaðið - 01.10.1971, Blaðsíða 30
völd og reyndar ýrnislegt fleira þ. á ma. að hann tékur sér fyrir hend- ur að læra orgefsmíð ti'l þess, að ta'lsvert mikið hafi verið í hann spunnið. „í tíð Jóns Hal'ldórssonar var Arngrímur fremstur klerka í Skál- holtsbiskupsdæmi, og segir í Lárentíus sögu, að hann (hafi átt Odda- stað, en þá fullyrðingu ber ekki að itaka hókstaflega. Jón sendi hann tól Noregs 1329 erinda sinna í Möðruvafilamálum, en heldur var Arngrímur linur í mál'sóknum og stundaði meir á organslátt og organ- smíð. Hann kemur út árið eftir með organum en háfði tapað málinu. E'kki erfði Jón bisikup erindisleysuna við fyrsta ísilenzka organistann, iþví að samtímaanniálar télja, að honum hafi 'verið veittur Oddastaður, bezta kirkjulén landsins, árið 1334, en 1344 herma sömu heimildir, að Arngrímur hafi gengið í klaustur; þá er talití, að hann hafi annað hvort sezt að í Þykkvabæ eða á Þingeyrum. Ári síðar rísa bræður að Þykkvaibæ gegn lá'bóta áínum, og er Arngrímiur einn uppreistar- munkanna," segir dr. Björn Þorsteinsson (Islenzka skattlandið, Rvk MCMLVI). (Jm uppreistarmunkana í Þykkvabæ segir svo 'í annátlnum í Flat- eyjarbók, sem stundum er nefndur Ffateyjarannáll: „Jón biskup fagnaði Arngrím, Eyslein og Magnús, bræður í Þykkvabæ, fyrir það, er 'þeir höfðu harið á Þorláki ábóta sínum. Þeir urðu opiriberir að saurlífi, sumir að ibarneign. Var Arngrímur settur í tájárn, en Ey- steinn í hálsjárn." — AnnáM þessi var gefinn út á vegum Arna- nefndar Kh. 1847 og isíðan a'f Gustav Storm, Kria 1888. Síðast er hann prentaður í IV. b. af Flateyjaiibók 1945. Ekki veit ég hversu vel má treysla annállsgreinum. Dr. Sigurður Nordál segir í formála fyrir IV. b. af nefndri útgáfu af Flateyjarbók: „En engum skyldi samt til þess ráðið að treysta annálnum yfiríeitt rnijög vel eða telja hann góða handbók í veraldarsögu eða íslandssögu." Biskup sá, sem hér um ræðir var Jón Sigurðsson, en ábótinn Þor- lá'kur Loftsson. Nú er frá því að segja, að svo virðist, sem nokkur hula hvíli yfir nafni A. Br. Eru menn jafnvel ekki á oitt sáttir um hvort 'hér sé um einn mann eða fleiri að ræða. Af registrinu við Árbækur Espó- líns má ráða, að ekki sé aillt sami Arngrímur. En líklega er registrið ekki full sönnun þar um. Lögmannsannáll (sr. Einar Hafliðason) nefnir Arngrím prest 1329, Arngrím í Veri í Þykkvábæ 1343 og Arngrím tábóta á Þingeyr- 30 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.