Organistablaðið - 01.10.1971, Blaðsíða 40

Organistablaðið - 01.10.1971, Blaðsíða 40
gagnvart prestinum, þannig að sérþekking organistans á tónlistarflutningi verði þung á metunum við ákvórðun prestsins um flutning tónlistar í messunni. Leifur Sveinsson Ingólfur Möller Ástráður Sigursteindórsson (sign.) (sign.) (sign.) Skýrgreining á skiptingu organleikar í A, B og C flok'ka. A-organleikarar: A-deild skal skipuð þeim organleikurum, sem tekið hafa einleikarapróf á orgel frá Tónlistarskólanum í Reykjavik eða erlendum, viðurkenndum tónlistar- skóla. Þó skal þetta ekki vera skilyrði, sé um organleikara að ræða, sem aflað hefur sér samsvarandi menntunar utan skóla og haldið að staðaldri •— miðað við aðstæður — opinhera orgeltónleika við góðan orðstir. A-meðlimur skal einnig hafa lokið prófi í söngstjórn frá viðurkenndum tón- listarskóla, eða hafa samsvarandi viðurkennda hæfileika til söngstjórnar. Æski- legt er að A-meðlimur hafi sæmilega þekkingu á hljóðfærum sinfoníuhljóm- sveitar, og sé fær um að stjórna kirkjulegum verkum með hljómsveit. B-organleikarar: B-deild skal skipuð orgelleikurum, sem lokið hafa kirkju orgelleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík, eða öðrum viðurkenndum tónlistarskóla, eða J)eim sem sýnt geta hliðstæða kunnáttu. B-meðlimir skulu einnig hafa hæfileika til söngstjórnar, og miðist sú kunnátta við lokapróf úr söngkennaradeild Tón- listarskólans í Reykjavík. C-organleikarar: C-deild skal skipuð orgelleikurum, sem lítið eða ekkert leika á Pedalorgel, og þeim sem eingöngu leika á Harmoníum. Ragnar Björnsson Guðmundur Gilsson Haukur Guðlaugsson (sign.) (sign.) (sign.) 40 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.