Organistablaðið - 01.10.1971, Page 40

Organistablaðið - 01.10.1971, Page 40
gagnvart prestinum, þannig að sérþekking organistans á tónlistarflutningi verði þung á metunum við ákvörðun prestsins um flutning tónlistar í messunni. Leifur Sveinsson Ingólfur Möller Ástráður Sigursteindórsson (sign.) (sign.) (sign.) Skýrgreining á skiptingu organleikar í A, B og C flo'k’ka. A-organleikarar: A-deild skal skipuð þeim organleikurum, sem tekið hafa einleikarapróf á orgel frá Tónlistarskólanum í Reykjavik eða erlendum, viðurkenndum tónlistar- skóla. Þó skal þetta ekki vera skilyrði, sé um organleikara að ræða, sem aflað liefur sér samsvarandi menntunar utan skóla og haldið að staðaldri — miðað við aðstæður — opinhera orgeltónleika við góðan orðstír. A-meðlimur skal einnig liafa lokið prófi í söngstjórn frá viðurkenndum tón- listarskóla, eða hafa samsvarandi viðurkennda ha'fileika til söngstjórnar. Æski- legt er að A-meðlimur hafi sa'milega þekkingu á ldjóðfærum sinfoníuhljóm- sveitar, og sé fær um að stjórna kirkjulegum verkum með hljómsveit. B-organleikarar: B-deild skal skipuð orgelleikurum, sem lokið liafa kirkju orgelleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavik, eða öðruin viðurkenndum tónlistarskóla, eða þeim sem sýnt geta hliðstæða kunnáttu. B-meðlimir skulu einnig liafa hæfileika til söngstjórnar, og miðist sú kunnátta við lokapróf úr söngkennaradeild Tón- listarskólans í Reykjavík. C-organleikarar: C-deild skal skipuð orgelleikurum, sem lítið eða ekkert leika á Pedalorgel, og þeim sem eingöngu leika á Ilarmoníum. Ragnar Björnsson Guðmundur Gilsson Haukur Guðlaugsson (sign.) (sign.) (sign.) 40 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.