Organistablaðið - 01.10.1971, Blaðsíða 37

Organistablaðið - 01.10.1971, Blaðsíða 37
trúa viðstadda, annaS hvort annan eða báða. Einfaldur meirihluti atkvæða sker úr málum. Séu atkvæði jöfn, sker atkvæði forseta úr. Komi ráðið saman í öðru landi en því, er stjórn þess er, og taki hvorki forseti né ritari ráösiiis þátt í slíkum fundi, starfa fulltrúar gestgjafalandsins sem forseti og ritari. Forseti og ritari hans hafa rétt til þátttöku í atkvæðagreiSslum með umboði. Fundagerðir allra funda skal óumbeðið senda öllum reglulegum meSIimum ráSsins. 5. gr. RáSiS skal aS jafnaði 4. hvert ár gangast fyrir norrænu kirkjutón- listarmóti, til skiptis í hverju aðildarríkjanna. Tónverk, er flytja skal á kirkjutónlistarmóti, má flytja af starfandi lista- mbnnum frá ríki því, sem fyrir mótinu gengst. Óski eitthvert ríki aS senda eigin einleikara (einsöngvara), stjórnendur eða kóra, skal kostnaSur við það greiSast af hlutaSeigandi landi. Utgjöld til nótna ber heimalandi verks aS greiSa . 6. gr. Á undan hverju norrænu kirkjutónlistarmóti tilnefnir hvert Norður- landanna landsdómsnefnd til þess aS velja tónlistardagskrártillögur landsins. Hver þessara landsdómnefnda tilnefnir úr sínum hópi fulltrúa, er mætir í norrænni yfirdómnefnd, en hún ber endanlega listfræðilega ábyrgð a tónlistar- dagskrám kirkjutónlistarmótsins. Verkin skal velja eingöngu samkvæmt gæðamati, án tillits til einkaúthlut- unar í mínútum, þó þannig, aS sérhvert land eigi fulltrúa á tónlistardagskrám. PU löndin eiga rétt á því aS leggja fyrir yfirdómnefndina verk að efnismagni, er í fhitningstíma nái yfir um helming heildarmínútufjölda tónleikanna. Fulltrúi þess lands, er ber að gangast fyrir kirkjutónlistarmóti kveður saman íund yfirdómnefndar og stjórnar honum. Kostnaður við ferð og dvöl yfirdóm- nefndar greiðist af heimalandi meSlima. Dagskrártillögur dómnefndarinnar skal endanlega ákveða að höfSu samkomu 'agi viS fulltrúa forgöngulands, aS því er varSar framkvæmdaratriSi. Aðildarríkjum skal tilkynnt, hvenær landsdómnefndum beri að hefja störf. 7. gr. Til norrænna kirkjutónlistarmóta skal bjóða að minnsta kosti 1 fulltrúa frá hverjum aðildarsamtökum Norðurlandanna. Bæði heimboð og kostn- aður sá, sem ferð og dvöl hafa í för með sér, greiðast af hlutaðeigandi lands- Kirkjutónlistarsamtökum. A fulltrúana er litið sem gesti, og ber gestgjafalandi að bjóða þeim þátt- toku í óllum atriðum í sambandi við kirkjutónlistarrmótið sjálft, án móts- gjalda eSa annarra útláta. Samkvæmt einróma ályktun á stofnfundi Norræna KirkjutónlistarráSsins í Stokkhólmi hinn 17. ágúst 1966 telst ráSiS NorSurlandadeild Ecclesia Cantans, Alþjóðleg lúthersk samtök um kirkjutónlist. ORGANISTABLAÐIÐ 37

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.