Morgunblaðið - 19.12.2009, Side 30

Morgunblaðið - 19.12.2009, Side 30
Dansk julegudstjeneste holdes i Domkirken, onsdag den 24. december 2008 kl. 15.00 ved pastor Þórhallur Heimisson. Kgl. Dansk Ambassade, Reykjavík. Dönsk jólaguðsþjónusta verður haldin í Dómkirkjunni á aðfangadag, 24. desember kl. 15.00. Prestur verður séra Þórhallur Heimisson. Kgl. Dansk Ambassade, Reykjavík. 30 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 2009 Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Þetta er fyrst og fremst hug-sjónastarf, við viljumkynna sem flest og ólíkusthljóðfæri fyrir Íslend- ingum og stækka þannig tónlist- arheiminn hér á landi með nýjum framandi hljóðmöguleikum,“ segir Eymundur Matthíasson, eigandi hinnar sérstæðu hljóðfæraverslunar Sangitamiya í bláu bárujárnshúsi á horni Grettisgötu og Klapparstígs. Eymundur og félagar hans í búð- inni hafa viðað að sér ótrúlegum fjölda hljóðfæra af öllum stærðum og gerðum frá öllum heimshornum á flakki sínu um veröldina undanfarin tuttugu og fimm ár. Þetta eru hljóð- færi úr frumskógum, fjallaþorpum og strætum stórborga, eins og stendur á auglýsingaskilti utan við búðina. „Við viljum hafa mikla breidd í úr- vali hljóðfæra og reynum að bjóða bæði ódýrar og dýrar útgáfur af sama hljóðfærinu.“ Puttapíanó frá Afríku Verslunin átti fjögurra ára afmæli í nóvember og Eymundur er ánægð- ur með móttökurnar. „Það vantaði einfaldlega svona búð og það er mjög gefandi fyrir okkur að sjá hvernig fólk lifnar við þegar það kemur hingað inn í fyrsta sinn og tekur andköf af undrun þeg- ar það sér og prófar hljóðfæri sem það vissi ekki að væru til.“ Hann segir ákveðnar tískuhreyf- ingar koma upp öðru hvoru og fjög- urra strengja hljóðfærið úkulele frá Hawaii er eitt af þeim. Lítið hljóð- færi frá Afríku segir hann líka hafa slegið í gegn, kalimba heitir það og er líkast puttapíanói. Það sam- anstendur af örfáum málmspöngum sem slegið er á. „Þjóðverjar þróuðu þetta hljóðfæri frá upprunalegri mynd með því að setja það á við- arbút og í annarri útgáfu bættu þeir skinni þar yfir, þá verður hljómurinn miklu mýkri. Færeyska söng- og tónlistarkonan Eivör keypti kalimbu hjá okkur og hefur verið að nota hana í sinni tónlistarsköpun.“ Gaman að heyra nýja tóna Eymundur er lærður píanóleikari og hefur allt sitt líf lifað og hrærst í tónlistarheiminum. „Tónlist hefur alltaf verið mjög stór þáttur í mínu lífi. Ég hef verið nemandi hjá and- lega kennaranum Sri Chinmoy og stunda bæði jóga og hugleiðslu og tónlist fléttast líka þar inn í. Mér finnst gaman að heyra nýja tónlist, því fylgir svo mikill ferskleiki.“ Eymundur hugsar stórt og vill taka verslunarrekstur Sangitamiya skrefinu lengra. „Með tíð og tíma viljum við koma upp kennsluefni og námskeiðum svo fólk geti lært á þessi hljóðfæri og skapað eitthvað nýtt. Eins viljum við standa fyrir kynningartónleikum.“ Margir missa sig í búðinni Útlendingar eru mjög stór hópur viðskiptavina Sangitamiya. „Hingað kom meðal annars breskt tónskáld sem einvörðungu semur kvikmynda- tónlist og hann missti sig alveg, keypti helling af hljóðfærum. Norð- urlandabúar koma líka mikið hingað í Sangitamiya og þeir segja svona búð hafa verið það síðasta sem þeir áttu von á að finna í Reykjavík. Þeir ráða ekkert við sig og versla stund- um heil ósköp hjá okkur. Ég man líka eftir þekktum amerískum tón- listarmanni sem sagðist hvergi í heiminum hafa fundið svona búð. Hann var mjög hamingjusamur hér inni,“ segir Eymundur og hlær. Hann segir ættingja og vini vera óþreytandi að aðstoða hann við verslunarreksturinn. „Að öðrum ólöstuðum vil ég nefna vin minn Andrés Ramon, sem er einn af burð- arásunum í búðinni. Hann er mjög vel að sér í hljóðfærum frá Suður- Ameríku, ber með sér þessa latnesk- kólumbísku arfleifð. Hann er ný- kominn frá Bangladesh þar sem hann var á tónleikaferðalagi og til að bæta við flóruna í búðinni kom hann með fullt af hljóðfærum frá Indlandi, sem hann keypti meðal annars af götusölum.“ Morgunblaðið/Heiddi Umvafinn Eymundur kann vel við sig innanum öll hljóðfærin í Sangitamiya sem mörg hver eru langt að komin. Hljóðfæri úr frumskógum, fjalla- þorpum og strætum stórborga Margir taka andköf af undrun þegar þeir koma inn í hljóðfæraversl- unina Sangitamiya, enda vart hægt að þver- fóta fyrir fögrum og furðulegum framandi hljóðfærum. Tíu strengja hljóðfæri frá Suður- Ameríku, náskylt úkulele. „Í upp- hafi var þetta hljóðfæri smíðað úr skel af beltisdýri en þau eru í út- rýmingarhættu svo nú er char- ango eingöngu úr viði. Ég hef farið nokkrum sinnum til Kólumbíu og þetta glaðlega hljóðfæri er mikið notað þar, en ég er heillaður af suðuramerískri tónlist, sérstaklega þeirri sem kemur frá Andesfjöllunum.“ Charango Blásturshljóðfæri frá Ástralíu. „Ég sá og heyrði frumbyggja spila á didjerídú þegar ég var í Ástralíu og það var ótrúlega flott. Þeir hafa vald á ákveðinni hringöndun, þannig að blásturinn er óslitinn sem og tónninn, sem er þó mótaður í ákveðnar hendingar. Þetta hljóðfæri á heima í ótrúlegasta samhengi, til dæmis með gömlu íslensku rím- unum.“ Didjerídú Kemur frá Indlandi. „Kristnir trú- boðar sem fóru til Indlands fluttu með sér gömlu bændaorgelin fót- stignu. Indverjum fannst þau of stór og einfölduðu þetta, bjuggu til sitt eigið harmóníum sem er einfaldur kassi, pumpaður með annarri hendi en með hinni er mel- ódían spiluð.“ Harmóníum Strengjahljóðfæri sem koma frá Kína. Eymundur kynntist þessum hljóðfærum þegar hann var eitt sinn staddur í Sjanghai. „Þá spiluðu tvær konur ævinlega á svona hljóðfæri í matsalnum á hótelinu þar sem ég gisti. Þetta voru undurfagrir tónar sem ég féll fyrir.“ Gu-Zheng og Erhu         EKKI SPILLIR VERÐIÐ 20% TÍMABUNDINN AFSLÁTTUR NÝJA LÍNAN FRÁ Hvítur 119.900 Stál 159.900 Skápur sem margir hafa beðið eftir, stór 233 ltr. kælir að ofan og góður 54 ltr. frystir.       !"# !"# $    % Gerð RF-32 &'(') *' ' +# #% ," - #%

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.