SunnudagsMogginn - 17.01.2010, Síða 40

SunnudagsMogginn - 17.01.2010, Síða 40
F riðgeir Ingi rekur veitingastaðinn á Hótel Holti jafnframt því að vera yfir eldhúsinu. Hann er því mikið í vinnunni en passar sig að eiga alltaf reglulega kvöld heima. „Kokkar vinna alveg frá morgni til kvölds. En þar sem ég er kokkur og rekstraraðili þá er kannski ekki alveg að marka hvernig þetta er hjá mér því vinnan er óregluleg og meiri. Yfir veturinn, þegar mest er, í nóv- ember og desember til dæmis, þá næ ég kannski einum degi í viku heima. Þá er svo mikil traffík á veitingastaðnum en til dæmis núna, þá vil ég reyna að eiga eins og þrjú kvöld í viku heima. Þá er nóg að vera hér allan daginn og ég get þá ver- ið heima á kvöldin.“ Friðgeir segist vera mjög duglegur að elda heima þegar hann getur og þegar hann er spurð- ur hvort hann verði aldrei leiður á matreiðslunni þá hefur hann mjög ákveðnar skoðanir á því. „Mitt álit á því er þannig að ef að löngunin er farin heima fyrir, þá er ástríðan farin og þá er þetta orðin bara vinna þegar þú mætir í vinn- una. Ef þú hefur ástríðu fyrir matreiðslunni ertu alveg jafn glaður að elda heima eins og í vinnunni.“ Friðgeir segist elda ekta fjölskyldumat heima fyrir en viðurkennir að þó að matreiðslan heima fyrir sé oftast einfaldari en á veitingastaðnum, þá vilji hún stundum verða flóknari þegar mikið stendur til. Hann segir engan ákveðinn mat vera meira áberandi en annan á borðum fjölskyld- unnar heldur leggi hann áherslu á að halda mat- aræði heimilisfólks sem fjölbreyttustu. „Við reynum að hafa þetta eins fjölbreytt og hægt er. Eins og gert er annars staðar í Evrópu, þar sem matarmenningin er kominn lengra en hjá okkur, þá byggist þetta oft upp á því að dreifa þessu á vikuna. Þú borðar augljóslega ekki allt á einum degi heldur reynir að fá alla fæðuflokkana jafnt og þétt yfir vikuna. Svo kannski veit maður aldrei hvenær maður er í fríi en svo þegar maður er í fríi og klukkan er orðin fimm og maður fer að kaupa í matinn þá hugsar maður hvað var síðast og hvað var þar áður. Það mikilvægasta fyrir börnin er að fá hollt og fjölbreytt fæði,“ segir Friðgeir, sem á tvo syni, fimm og tveggja ára, með konu sinni sem einnig vinnur á Holt- inu. Þrátt fyrir að matseðillinn heima sé í einfaldari kantinum leggur Friðgeir áherslu á að matreiðsla sé engin töfrabrögð og að allir eigi að getað eldað góðan mat. Gallery Restaurant býður upp á námskeið fyrir fólk sem vill fá nasasjón af því hvernig það er að matreiða að hætti meistaranna og fer kennslan fram í eldhúsi veitingastaðarins. „Fólk lærir að búa til þriggja rétta matseðla og það eldar allt frá upphafi með okkur inni í eld- húsi. Svo í lok námskeiðsins fer það inn í sal og snæðir það sem var eldað á námskeiðinu. Og allt eru þetta réttir sem eru á matseðlinum þannig að það er ekki verið að auðvelda þetta neitt, og við sýnum fólki að það sem við erum að gera er í rauninni ekkert mál. Af því að þetta er heiðarleg matreiðsla, ekki krukkur og mix og eitthvað. Það geta allir eldað.“ Í eldhúsinu heima Friðgeir Ingi Eiríksson er yfirmatreiðslumeistari á Gallery Restaurant. Hann segir jafn mikilvægt að hafa ástríðu til matreiðslunnar heima og í vinnunni. Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Friðgeir Ingi Eiríksson yfirmatreiðslumeistari á Gallery Restaurant í eldhúsinu heima. Morgunblaðið/Golli 40 17. janúar 2010 Matur

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.