SunnudagsMogginn - 17.01.2010, Síða 54

SunnudagsMogginn - 17.01.2010, Síða 54
54 17. janúar 2010 Listasafn Íslands hýsir nú Carnegie-verðlaunasýn- inguna, en verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi norræna list er tengist málverki, verðlaunahafinn í ár er Kristján Guðmundsson myndlistarmaður. Auk hans á einn annar íslenskur listamaður verk á sýn- ingunni en það er Egill Sæbjörnsson. Tilhögun er þannig að þrjátíu sérfræðingar frá öll- um Norðurlandaþjóðunum tilnefna listamenn, 148 voru tilnefndir í þetta sinn. Fimm manna dómnefnd velur síðan úr hópnum. Í henni er einn frá Íslandi, nú er það Gunnar J. Árnason listheimspekingur. 23 listamenn voru valdir til að sýna verk sín og þrír af þeim valdir til verðlauna. Vegleg bók fylgir sýning- unni, en í henni er m.a. að finna viðtöl við lista- mennina sem Þröstur Helgason bókmenntafræðingur hefur tekið. Sýningin er afar fjölbreytt en hér er einn þáttur sérstaklega eftirminnilegur, heillandi og aðgengilegur í senn. Það eru þær rannsóknir á litum og ljósi sem má finna í verkum nokkurra listamannanna. Rann- sóknir sem þessar hafa verið áberandi í myndlist um allnokkurt skeið og eru vísindalegar hvað snertir vinnubrögð og tækni en um leið bundnar nánasta reynsluheimi listamannanna, hversdagslegu umhverfi sem allir þekkja. Í þessu sambandi má einna helst nefna tví-þrívítt verk Egils Sæbjörnssonar um sam- runa efnis og ljóss, list Seppo Renvall, Tone Kristin Bjordam og A K Dolven. Einnig ljósmyndir Mads Gamdrup og Jorma Puranen og grípandi optískt verk Hannu Väisänen. Í verkum þessara listamanna má sjá rannsókn sem minnir á list endurreisnarinnar, þegar listamenn uppgötvuðu aðferðafræði fjarvíddar, möguleika olíulita og fyrirbærið camera obscura. Á sama máta er hér verið að rannsaka eðlisþætti lita og ljóss og þeir birtir okkur með hjálp nýjustu tækni, ef til vill má greina hér eins konar langvarandi endur- komu grundvallarþátta málverksins sem fyrirbæris. Úrvinnsla á fortíðinni er annar áberandi þáttur sýningarinnar og birtist hann á margvíslegan máta, einna sterkast í innsetningu Felix Gmelin, þar sem listræn kvikmynd af hendi föður hans er viðfangs- efnið. Aðrir listamenn byggja einnig á liststefnum 20. aldar en á annan máta. Í verkum til dæmis þeirra Anastasia Ax, Marie Søndergaard Lolk, Sigrid Sand- ström og Astrid Sylwan öðlast pensilskrift horfinna liststefna annað líf í nýju samhengi. Einnig ber að nefna list sem segir sögur, en afar sterka frásögn er að finna í verkum Torben Ribe, Kjersti G. Andvig, Ylva Ogland og Kristina Jansson. Ekki allir hafa verið nefndir hér, og ekki aðalmað- urinn Kristján en ljóðræn og einstök list hans kemur jafnan á óvart og er verðugur handhafi verðlaunanna. Uppsetning sýningar sem þessarar er vandasöm en hér hefur verið vandað til verka svo hvergi skarast óþægilega listaverk hinna ólíku listamanna. Það sem upp úr stendur er gegnumgangandi hár gæðastuðull verka á sýningunni og ekki spillir að hin sterka áhersla á einfalda sjónræna þætti gerir hana mjög að- gengilega almenningi. Veisla í farangr- inum MYNDLIST Carnegie-verðlaunasýning bbbbn Listasafn Íslands Til 21. febrúar. Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 11-17. Að- gangur ókeypis. Ragna Sigurðardóttir Tví-þrívítt verk Egils Sæbjörnssonar á Carnegie-sýningunni, Kúlur, um samruna efnis og ljóss. Helgina ætla ég að nota til þess að skoða myndlist. Ekki endilega með því að fara á opnanir. Mjög fáir skoða myndlist á opnunum. Ég held meira að segja að það sé varla hægt – alla vega getur það verið erfitt. Fólk kemur saman á opnunum til þess að hittast og spjalla, sýna viðkomandi listamanni eða listafólki stuðning. En fjöldinn er oft þvílíkur að myndirnar njóta sín alls ekki. Þær eru hengdar upp og miðaðar við það að salirnir séu nánast tómir þannig að mynd- irnar séu aðalatriðið. Gott tækifæri gefst núna um helgina til þess að skoða bestu listamenn síðustu ára. Þetta er sýning sem verður opnuð á föstudagskvöldið í Hafnarhúsinu. Hún kallast „Ljóslitlífun“. Það getur svo sem vel verið að ég kíki á opn- un en ég ætla að njóta mynd- anna á laugardag eða sunnu- dag. Ég þekki verk þessa fólks og veit að þetta er að mörgu leyti rjómi ís- lenskra samtímalista- manna. Þau ferðast flest um undirdjúp óranna en eru björt og litaglöð og þarna ríkir litrík sköpunargleði. Svo verður Dodda Maggý með einkasýningu á sama stað í sal sem kallast D15. – Hún er frábær lista- maður fyrir minn smekk! Helgin mín Guðmundur Oddur, prófessor við Listaháskóla Íslands „Þau ferðast flest um undirdjúp óranna“ Hin risastóru málverk Bjarna Sigurbjörnssonar eru skilgreint afkvæmi abstrakt-expressjónismans og art informel-stefnunnar sem tröllriðu listheiminum eftir seinni heimsstyrjöldina. Listamaðurinn sjálfur og kraftur hans er partur af verkunum sem voru iðulega stór og hetjuleg, innihéldu ofsafengnar tilfinningar. Hinar groddalegu pensilstrokur eða klór og krafs sem vísuðu í hið frumstæða afl í manninum var iðulega metið með orðræðu fagurfræðilegrar smámunasemi sem gerði grein- armun á hinu upprunalega eða hinu frumlega og hinu eftirapaða og til- gerðarlega. Hinn hrái kraftur og stórir flekar vísuðu í hugtakið ægifeg- urð (sublime) frekar en fegurð og oft þóttu verkin andlega innblásin og tengd innstu eigindum náttúrunnar að hætti rómantíkurinnar. Hinar stórfallegu myndir Bjarna vekja orðræðu rómantíkurinnar og minna á hve sú orðræða hefur fest sig í sessi í listheiminum þrátt fyrir óvægnar aðfarir oft á tíðum. Listamaðurinn Bjarni hafnar þó orðræð- unni og kjaftæðinu sem af henni spinnst (í texta á vegg í sýningar- rýminu) og vill að áhorfandinn upplifi verkin beint og milliliðalaust. Spurningin er hvort það sé hægt að útiloka alla sögu og alla rökhugsun í slíku ferli. Verkin minna á eld og bráðið hraun og þar með krafta nátt- úrunnar en um leið á vettvang í sláturhúsi og vísar það minni beint í titil verksins „Myrkt hold“. Ég er ekki frá því að hægt sé að lesa úr myndunum ofsafengið sambland blóðstreymis og svartagalls sem hafa ákaflega gildishlaðnar tilvísanir. Maðurinn, listamaðurinn Bjarni Sig- urbjörnsson, er náttúruafl. Vel þekkt og falleg hugmynd sem jaðrar í þessari útgáfu við stórkallavæmni. „Efnafræðilegur vígvöllur“ MYNDLIST Bjarni Sigurbjörnsson Málverk bbbmn Reykjavík Art Gallery, Skúlagötu 30 Sýningin stendur til 24. janúar. Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 14-17. Tenebrous Flesh V, 300 x 150 cm., eftir Bjarna Sigurbjörnsson.Þóra Þórisdóttir Lesbók

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.