SunnudagsMogginn - 24.01.2010, Blaðsíða 2

SunnudagsMogginn - 24.01.2010, Blaðsíða 2
2 24. janúar 2010 10 Átti ekkert ráð við lekanda Dagur í lífi þúsundþjalasmiðsins Rögnvaldar gáfaða Rögnvaldssonar. 18 Þegar mafían verður að mæðra- styrksnefnd Einar Már Guðmundsson rithöfundur segir sögu Haítís mjög lærdóms- ríka fyrir okkur Íslendinga þessi misserin. 24 Verður að þykja vænt um viðmælendur Spyrillinn innilegi Jón Ársæll Þórðarson aldr- ei þessu vant í hlutverki svaranda. 32 Trúnaðarbrestur Forstjórar Kragasjúkrahúsanna gagnrýna skýrslu heilbrigðisráðuneytisins um end- urskipulagningu. 38 Ævintýri austan tjalds Ferð vaskra körfuboltamanna til Austur-Þýskalands 1959 rifjuð upp. Lesbók 48 Lítt kannaðir fletir Rætt við Hauk Ingvarsson sem ritað hefur bók um viðtökusögu síð- ustu skáldsagna Halldórs Laxness. 53 Fært hugleiðina Rætt við Gerði Kristnýju sem hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör í vikunni. 54 Dolfellandi kraftaverk Ríkarður Ö. Pálsson tónlistargagnrýnandi féll í stafi yfir nýjum geisla- diski Eþos-kvartettsins. 27 H verfandi áhugi er á landsleiknum á Hamborgarabúllunni. Enda hefur ver- ið skrúfað niður í lýsingunni fyrir fönktónlist. Fjórir táningar sitja við borð, tveir snúa baki í sjónvarpið og talið virðist snúast um allt annað en leikinn. Raunar heyrist blaðamanni þeir tala útlensku, en eftir að hafa lagt við hlustir heyrir hann að þetta er ástkæra ylhýra með slettum af ensku og öðrum tungumálum. „Olræt,“ segir sá sem horfir á sjónvarpið þegar Ísland minnkar muninn í 13:11. Hressir strákar sjá um staðinn, nostra við kjötið á pönnunni, á milli þess sem þeir gjóa augunum á skjáinn. „Þetta er fljótt að breytast í handbolta,“ segir annar sallarólegur, sérfræðingur eins og öll ís- lenska þjóðin í þessari undarlegu íþrótt, sem er spennandi frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. 13:13. Strákarnir tínast í burtu algjörlega áhugalausir um örlög lýðveldisins Íslands. Einn snýr þó við. Hann gleymdi tyggjóinu, en finnur það ekki, þrátt fyrir leit á gólfinu og bak við ofninn. Í hálfleik röltir blaðamaður á kosningaskrifstofu í nágrenninu, þar sem unnið er fyrir frambjóðanda í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík. Eins og nærri má geta hafa stuðningsmenn safnast saman við sjónvarpið. – Er kominn titringur í menn? „Já, út af handboltanum.“ Og víst er handboltinn byrjaður aftur. „Er ég fyrir?“ spyr leikkona sem sest á sófa- borðið. Óvenjuleg spurning í prófkjöri, þar sem reglan er að hver þvælist fyrir öðrum. Í því gellur í sjónvarpinu: „Mér finnst dómarinn gera fulllítið af því að vernda okkar menn.“ Einn fær ekki orða bundist. „Dæmigert. Og næst hrósar hann Íslendingum fyrir að vera harðir í vörninni!“ 30:30 „Það er allt að verða vitlaust hér í Höllinni. Hví- lík stemning!“ heyrist hrópað í sjónvarpinu. Þögn á kosningaskrifstofunni. Nú eru allir hættir að vinna. Horfa bara áhyggjufullir á sjónvarpsskjáinn. Þetta er fólk sem hefur áhyggjur af lýðveldinu Íslandi. Í því rigsar kona inn í herbergið. „Er leikurinn byrjaður?“ Fjórar mínútur eftir. 3, 2, 1, búið. Austurrík- ismenn jafna þegar fimm sekúndur eru eftir af leiknum. Og ekki stendur á viðbrögðum. „Nei-i!!!“ „Ég trúi þessu ekki!“ „Það voru 40 sekúndur eftir, tvö mörk og við vorum með boltann!“ „Fuck!“ „Hvernig var þetta hægt?“ Svo jafna menn sig og á augabragði eru allir farnir að hringja í kunningjahópinn. Blaðamanni er ofaukið. Hann heldur út í skammdegið. Og er enn að hugsa um leikinn. pebl@mbl.is Umgjörðin um landsleikinn á Hamborgarabúllunni. Morgunblaðið/Golli Er leikurinn byrjaður? Augnablikið Hinir árlegu nýárstónleikar Tríós Reykjavíkur verða haldnir í Hafnarborg á sunnudaginn. Tenórsöngv- arinn Eyjólfur Eyjólfsson verður gestur tónleikanna en hann hefur sungið með nafntoguðum hljóm- sveitum og píanóleikurum hér heima og erlendis, til dæmis Sinfóníuhljómsveit Íslands og Kon- unglegu sinfóníuhljómsveitinni í Sevilla. Efnisskrá tónleikanna er fjölbreytt og verða meðal annars flutt lög eftir íslensk tónskáld, Vínar- og sígaunatónlist. Tónleikarnir hefjast kl. 20. Nýárstónleikar í Hafnarborg Við mælum með 24. janúar 24. janúar Eivör Pálsdóttir held- ur tónleika á vegum Listafélags Lang- holtskirkju kl. 20 í Langholtskirkju. Hún mun flytja frum- samin lög, bæði gömul og ný. 24. janúar Í fjölskyldusmiðju Kjarvalsstaða kl. 14, ætlar Steinunn Sigurðardóttir hönnuður að segja frá nálgun sinni við prjónaskap. Þátttakendur þurfa að koma með grófa prjóna, gróft garn og iPod eða MP3 spilara með eftirlætis tónlistinni sinni. 27. janúar Á Kjarvalsstöðum verða haldnir Mozart-tónleikar í tilefni af fæðing- ardegi tónskáldsins. Tónleikarnir hefjast kl. 20. Efnisyfirlit Forsíðumyndina tók Rax af Jóni Gnarr. Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudagsmoggans: Arn- ar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, Bergþóra Jónsdóttir, Helgi Snær Sigurðsson, Hólmfríður Gísladóttir, Ingv- eldur Geirsdóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristján Jónsson, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir, Skapti Hallgrímsson, Ylfa Kristín K. Árnadóttir. 10 stk Túlipanar 999kr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.