SunnudagsMogginn - 24.01.2010, Blaðsíða 7
24. janúar 2010 7
S
á atburður gerðist í
fyrsta sinn á Íslandi nú
um helgina, að settar
voru gervitennur upp í
hross, segir í frétt Morg-
unblaðsins 1. apríl 1969. Sú
hefð að láta landann hlaupa
apríl var vissulega í hávegum
höfð þetta ár eins og öll önnur
og því voru Íslendingar hvattir
til að líta klárinn og tennurnar
augum í félagsheimili Fáks.
Ekki fylgir sögunni hversu
margir létu sjá sig.
Greininni fylgir líka mynd af
tannsmiðum sem halda gervi-
tönnunum á lofti og um mynd-
ina er skrifað að þeir séu að at-
huga bitið. Samkvæmt fréttinni
tók Haukur Clausen tannlæknir
að sér málið enda hefði verið
erfitt fyrir greyið fákinn að
vera tannlaus í tvo mánuði.
Haukur Clausen sagði blaða-
manni Morgunblaðsins að þetta
hefði verið eitt erfiðasta verk-
efni sem hann hefði unnið á
tannlæknaferli sínum og svar
hans við spurningunni hvort
hann hefði ekki verið hissa
þegar þessi bón barst honum
var: „Jú, satt að segja hélt ég að
Jón (eigandi hestsins) væri að
gera að gamni sínu. En ég skildi
þá ekki, hve annt þeim hjónum
var um hestinn.“ Í kjölfarið
kemur ítarleg lýsing á tann-
viðgerðum klársins, hversu
flókið tannsmíðaferlið var og
þeim erfiðleikum sem tann-
læknirinn mætti því hann gat
ekki tekið mót af gómi hests-
ins. Ekki er hægt að kvarta
undan því að blaðamenn Morg-
unblaðsins og viðmælendur
hafi verið með öllu húmors-
lausir árið 1969.
Morgunblaðið/Ól. K. M.
Gervi-
tennur
í hest
Aprílgabb Morg-
unblaðsins varð
óneitanlega trú-
verðugt þegar
fréttin naut stuðn-
ings lýsandi ljós-
myndar af gap-
andi hestskjafti
Úr myndasafni Morgunblaðsins
Tilb kr 379.000
DUX CLASSIC
2 DUX Classic 90x200cm/Xtandard
yfirdýna 180x200cm og fætur
DUX VISTA CLASSIK PAKKI
2 DUX Classic 90x200cm/Xtandard
yfirdýna 180x200cm/23cm fætur/
Vista höfuðgafl og Mathilda rykfaldur.
Tilb kr 479.000
Ármúla 10 | sími: 5689950 | www.duxiana.com
C