SunnudagsMogginn - 24.01.2010, Blaðsíða 24

SunnudagsMogginn - 24.01.2010, Blaðsíða 24
24 24. janúar 2010 reynsla. Ég hefði vel getað hugsað mér að verða bóndi. Nú er ég reyndar loksins orðinn bóndi því ég hef eignast lítið kot undir Eyjafjöllum þar sem Anna og Hjalti undu sér löngum nóttum eins og frægt er orðið. Ég byrjaði tólf ára til sjós. Ég var á togurum, síldarbátum, handfærabátum og grásleppubátum. Þetta var á stundum erfitt fyrir ungan mann en um leið var ákveðin upphefð í því að fá að sigla yfir úfið hafið að heiman og heim. Eitt úthaldið reri ég með föður mínum. Þá kom í ljós að það getur verið erfitt að vera sonur skipstjórans. Þegar illa gekk kom kurr í mannskapinn og menn kenndu skip- stjóranum um ófarirnar. Það var sárt fyrir ungling að verða vitni að því. En menn verða að hafa leyfi til að skamma skipstjórann. Það skildi maður of- urvel, seinna. Þetta var mikil reynsla og yfirleitt fannst mér skemmtilegt en stundum var líka hundleiðinlegt og það gat verið erfitt að vera til sjós. Karlarnir um borð voru góðir við mann og sumir tóku mér sem syni sínum. Um borð í skipi hefur maður allt. Skipið heldur utan um þig eins og móðir og ruggar þér í svefn þegar komið er á frívaktina. Það er í raun sverð manns og skjöldur. Þú þarft ekkert meira. Meðan flestir jafnaldrar mínir voru að leika sér eða í unglingavinnunni var ég úti í ballarhafi að berjast fyrir lífi mínu. Þetta var merkilegt og gott á margan hátt en ef til vill skemmtilegast eftir á þegar maður sér hafið, skipið og sjálfan sig í bláma tímans.“ Trúi öllu og engu Þú lærðir sálarfræði, af hverju ákvaðstu að læra það fag? „Ég féll fyrir faginu í Kennaraskólanum. Það kom ekki annað til greina en að halda áfram í sál- arfræði, fyrst í Háskóla Íslands og síðan við há- skólann í Lundi. Ég lærði klíníska sálarfræði en hafði einnig mikinn áhuga á dularsálarfræði. Eina sálfræðistarfið mitt var sem sálfræðingur hjá sál- fræðideild skóla. Mér leið yndislega í því starfi. Ég kenndi líka um tíma í Æfinga- og tilraunaskóla Kennaraskóla Íslands. Það var erfiðari reynsla en um leið gefandi. Ég hafði meðfram sálfræðináminu lært fjölmiðlafræði og það hafði alltaf blundað í mér sá draumur að vinna við fjölmiðla og ég sótti um á Tímanum þegar honum var breytt í NT. Restin er 28 ára saga við fjölmiðla.“ Það er þá ekki rétt og bara grín sem einhver sagði mér að þú hefðir hætt í sálarfræði af því þú hefðir hætt að skilja sjálfan þig? „Við getum alveg sagt að það sé nokkuð til í því. Ég held að það sé langt í frá að ég skilji sjálfan mig. Maðurinn er mesta undrið, við erum endalausir brunnar og sérkennilega samansett, alla vega mörg okkar.“ Þú nefndir dularsálfræði, hvernig spratt áhugi þinn á henni? „Foreldrar mínir voru af Vatnsleysuströndinni og þar töldust draugar, álfar og huldufólk vera hluti af heimilislífinu, hluti af tilverunni. Amma mín, Kristrún Þórðardóttir, var heldur aldrei í nokkrum vafa um að í garðinum hennar byggju álfar. Þetta var hluti af dulúðinni sem fylgdi því að vera til. Þegar mér gafst allt í einu tækifæri til þess í Háskóla Íslands að rannsaka þessi fyrirbæri á vís- indalegan hátt þá var ekki um annað að ræða en að segja já. Þarna vorum við nemendurnir í mjög merkilegum rannsóknum á yfirskilvitlegum fyr- irbærum, meðal annars voru miklar rannsóknir á Hafsteini Björnssyni, sem er einn af þeim stóru miðlum sem gengið hafa á jörðinni. Dularsál- fræðin er ekki komin á það stig að geta sett fram kenningar heldur byggist hún fyrst og fremst á söfnun upplýsinga. Í dag er dularsálfræði nær hvergi kennd í háskólum heimsins. Það er eins og mannkynið hafi ekki þorað annað en að þvo hendur sínar af þessari vísindagrein.“ Trúirðu þá á hið yfirnáttúrlega og dulræna? „Ég trúi öllu og ég trúi engu.“ Trúirðu á Guð? „Ég verð að gefa þér sama svarið og áðan, get ekki annað en borið djúpa virðingu fyrir almætt- inu. Alveg eins og ég ber virðingu fyrir lífinu og dauðanum.“ A ð vinna að þáttunum Sjálfstætt fólk er eins og að hafa lykil að einstaklingum í samfélaginu. Maður hefur aðgang að öllu og öllum,“ segir Jón Ársæll. „Þetta er mjög skemmtilegt enda er það að taka viðtöl og kynnast á þann hátt fólki einmitt það sem er skemmtilegast í blaðamennsku og fjölmiðlum al- mennt. Þessa dagana hef ég verið í Krísuvík meðal fólks sem berst við alls kyns fíknir og þáttur um það verður sýndur um þessa helgi. Það er glæsilegt að sjá hvað Íslendingar hafa náð miklum árangri í að berjast við þann djöful sem fíknin er.“ Þú tækir varla öll þessi viðtöl sem þú tekur nema þú hefðir áhuga á fólki. „Ég hef mikinn áhuga á fólki og er sammála franska uppeldisfræðingnum Rousseau sem sagði að maðurinn væri í innsta eðli sínu góður. Ég hef sannreynt þetta því ég hef tekið viðtöl við fólk sem ég hef haft einhvers konar fyrirfram fordóma gagnvart. Þá hef ég sagt við sjálfan mig: „Þessi einstaklingur hefur iðulega farið í taugarnar á þér. Nú er komið tækifæri til að kynnast honum.“ Undantekningarlaust hefur það verið þannig að ég hef borið virðingu fyrir og þótt vænt um viðkom- andi eftir að hafa kynnst honum. Maður verður að hafa ákveðna tilfinningu fyrir þeim sem maður talar við. Manni verður að þykja vænt um viðkomandi til að geta nálgast hann, eins og hann er í sínu innsta eðli, hlusta á hann og skilja það sem hann segir. Grunnurinn að viðtal- inu er ákveðin væntumþykja.“ Í bláma tímans Þú fæddist á Seyðisfirði, hvernig voru æskuárin? „Ég átti góða æsku, ólst upp á Seyðisfirði og Eskifirði og vandist snemma mikilli vinnu. Fimm ára gamall réð ég mig í sveit. Þá bjó fjölskyldan á Eskifirði og ég hitti í kaupfélaginu bónda sem bróðir minn hafði verið í sveit hjá. Þá blossaði upp í mér sú hugmynd að gerast fjósamaður og smali. Ég gekk til þessa bónda, Björns Guðmundssonar hreppstjóra í Sleðbrjótsseli í Jökulsárhlíð, og sagð- ist vera gagngert kominn í kaupfélagið til að bjóða honum fyrir hönd móður minnar heim í kaffi og pönnukökur. Ég dró Björn heim og mamma sló í pönnukökur og um kvöldið fór ég með honum austur í Jökulsárhlíð og var þar í sex sumur. Það að fá að kynnast sveitinni með öllum þeim dýrð- ardögum sem lífið bauð upp á er ógleymanleg Viðtal Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Langt í frá að ég skilji sjálfan mig Jón Ársæll Þórðarson sjónvarpsmaður hefur í viku hverri umsjón með þættinum Sjálfstætt fólk á Stöð 2 þar sem hann tekur hús á athyglisverðum Íslendingum. Þátturinn státar af því að hafa unnið til Edduverðlauna fjögur ár í röð sem sjónvarpsþáttur ársins. Þættirnir eru orðnir á fjórða hundrað og eru nú á sínu tíunda ári. ’ Maður verður að hafa ákveðna tilfinn- ingu fyrir þeim sem maður talar við. Manni verður að þykja vænt um við- komandi til að geta nálgast hann, eins og hann er í sínu innsta eðli, hlusta á hann og skilja það sem hann segir. Grunnurinn að viðtalinu er ákveðin væntumþykja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.