SunnudagsMogginn - 24.01.2010, Blaðsíða 35

SunnudagsMogginn - 24.01.2010, Blaðsíða 35
24. janúar 2010 35 „Æðislegasta augnablikið sem kom upp á síld- ardansleikjunum var þegar 50 sjómenn neituðu að fara út þegar flestir heimamenn voru farnir,“ segir Ragnar Björnsson, sem rak þá félagsheim- ilið Sindrabæ. „Dyraverðirnir vildu henda þeim út og nefndu lögregluna, en ég þvertók fyrir það og lét dyraverðina fara. Ég stökk svo upp á borð, brýndi raustina og spurði hvort nokkur ætti í glas. Ég fékk fjögur í einum teyg og tilkynnti klukkutíma framlengingu með einni syrpu af dansi í salnum, síðan gætu menn sungið og haft félagsskap og jafnvel slegist en án bótaskyldu hússins. Það var klappað fyrir þessu. Einn vildi slást en vinur minn, Viðar frá Stöðvarfirði, rot- aði hann og allt gekk vel og allir gengu síðan út á augabragði.“ Æðislegasta augnablikið Ljósmyndir Árni Johnsen. allar græjur, en þar sem ég mundi ekki af hvaða höfðingja myndin á hundraðkallinum var þá teiknaði ég mynd af Áslaugu konu minni. Síðan fór ég í næstu hús og smalaði þar öllum tiltækum krökkum, 5-6 talsins. Ég staðsetti síðan unglingana með 40-50 metra millibili og segi þeim að fylgjast með nýteiknaða hundraðkallinum. Síðan fór ég í dyragættina hjá mér og gaf krökkunum merki með því að góla svo úr varð skaðræðisöskur. Á sömu stundu sleppti ég nýteiknaða seðlinum og það var eins og við manninn mælt, hann fauk í háaloft eins og hundraðkall- inn áður og stefndi að barnaskólabyggingunni sem var þar skammt frá. Þegar blaðið var rétt komið að skólahús- inu tók það vinkilbeygju úr mikilli hæð til hægri og magalenti hjá ruslatunnu við byggingu Gísla Jónssonar sem heitir Dagsbrún. Það var ekki að því að spyrja að ég og allir krakkarnir geystust þar að sem tunnan stóð. Og viti menn, þar flaug blaðið á fleygiferð í kringum rusla- tunnuna, en hálfhring á undan þaut áður umræddur hundraðkall á fleygiferð og mátti ekki á milli sjá hvor elti hinn en þarna urðu miklir fagnaðarfundir.“ „Sæll frændi, ég er Raggi fellibylur.“ Fellibylsnafnið fylgdi mér að austan. Þaðan koma verst veður á Hornafjörð. Þar eiga menn líka til að vera nokkuð afgerandi í slagsmálum, vilja afgreiða málin á staðnum. Ég var þekktur fyrir það. Þegar ég starfaði í Sindrabæ fékk Sjálfstæðisflokkurinn einu sinni leigt en forsvars- maður fyrir samkomunni var Axel Jónsson úr Kópavogi. Maður á staðnum var búinn að ganga frá öllu varðandi uppröðun í húsinu, en flugvélinni seinkaði og þegar þeir komu sagði Axel að við þyrftum að breyta öllu. Ég þráað- ist við en Axel sagði að þeir gerðu það þá sjálfir. Ég sagði að það væri ekki nóg ef ég opnaði ekki húsið. Axel benti á að þeir borguðu fyrir húsið og sagði að það yrði ekki gert ef engin yrði samkoman. Auðvitað þótti þeim þetta þras asnalegt en Axel ákvað nú að kalla til Jón gust sem var baksviðs en Jón heilsaði alltaf með því að segja: „Sæll félagi, ég er Jón gustur.“ Jón var ákaflega stór maður og þegar hann kemur til okkar og réttir fram höndina á hefðbundinn hátt með orð- unum: „Sæll félagi, ég er Jón gustur“ þá komst ég ekki hjá því að taka í höndina á honum og segi þá um leið: „Sæll frændi, ég er Raggi fellibylur.“ Eitthvað hefur Axel þótt prógrammið kynlegt, því hann segir að bragði: „Þú hefur þetta eins og þú vilt, Raggi minn.“ „Gvendur, Gvendur, sérðu hann Björn?“ Það var á Suðurlandi að við vorum tveir í múrverki uppi í Borgarfirði. Félagi minn, Gvendur, var oft eitthvað ann- ars hugar, eins og hann væri stundum úr sambandi eða skynjaði eitthvað sem ég sá ekki eða skildi ekki. Þá sat hann löngum með hönd undir kinn og starði út í tómið og virtist hvorki heyra né sjá það sem fram fór í kringum hann. Þarna á bænum var kona sem var nýbúin að missa manninn sinn. Móðir hennar var einnig á bænum, mjög forvitin og hafði tekið eftir því hvað félagi minn var oft dularfullur og einkennilegur. Hún spurði mig hvort hann væri skyggn. Ég sagði henni að hann væri rammskyggn en viðskotaillur ef hann væri truflaður þegar hann félli í dá. Hún spurði mig hvort það gæti verið að hann sæi þann framliðna, Björn, sem hefði verið giftur dóttur hennar og hvort það gæti verið að hann væri eitthvað viðloðandi þarna enn þá. Ég taldi það alveg tvímælalaust að hann hefði séð eitthvað í kringum konuna en ítrekaði að hún mætti alls ekki trufla hann í dáinu. Hún taldi sjálfsagt að virða það. Svo er það eitt kvöldið eftir kvöldkaffið að hann situr með hálflokuð augun og starir út í tómið með hönd undir kinn. Ég sé að gamla konan smá þokast upp að hliðinni á honum og hugsa með mér að nú muni eitthvað gerast. Hún er nú komin alveg að hlið hans og ég þykist heyra að hún hvísli einhverju í eyra hans. Það virtist hins vegar engin áhrif hafa á Gvend félaga minn, hann mændi hálf- brostnum augum á ekkjuna og var algjörlega út úr heim- inum. Nú kemur að því að gömlu konunni er farið að leiðast að spyrja í lágum hljóðum og segir nú skyndilega hátt og snjallt: „Gvendur, Gvendur, sérðu hann Björn, sérðu hann Björn?“ Gvendur heyrði ekki og deplaði ekki einu sinni auga, en mændi á ekkjuna og fór varla dult hvað hann var að hugsa. Sú gamla hélt sínu striki og var ekki á því að gefast upp í forvitni sinni, þreif í öxl Gvend- ar og kallar nú enn hærra: „Gvendur, Gvendur, sérðu hann Björn?“ Gvendur rankar nú skyndilega við sér og svarar: „Hvaða Björn, hvaða Björn?“, brýnir raustina og segir hvellhátt: „Björn, Björn, hvaða helvítis Björn?“ Ragnar Björnsson hestamaður á Hornafirði. Gælt við góðan vin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.