SunnudagsMogginn - 24.01.2010, Blaðsíða 16

SunnudagsMogginn - 24.01.2010, Blaðsíða 16
16 24. janúar 2010 Á stórmóti eins og Evrópukeppni gefst leikmönnum ekki mikill tími til að sinna öðru en handboltanum. Að þessu sinni hefur fyrirkomulaginu á Evrópumótinu verið breytt, frídögum hefur verið fjölgað og mótið lengt um tvo daga sem þýðir að leikmenn hafa fengið örlítið meiri tíma til að hugsa um eitthvað annað en handboltann, næstu mótherja, von- brigði og fleira í þeim dúr. Morgunblaðið fylgdist með strákunum okkar í stund á milli stríða og myndirnar hér á opnunni gefa smáinnsýn í líf landsliðsmannanna á bak við tjöldin í svona löngu úthaldi eins og Evrópukeppnin er. Þeir dvelja á Marriot-hótelinu í Linz en þar búa öll fjögur liðin sem leika í B- riðlinum. Drjúgur tími á milli æfinga og leikja fer í að mæta á liðsfundi þar sem landsliðsþjálfarinn Guðmundur Þórður Guðmundsson kryfur leiki liðsins til mergjar ásamt þjálfarateymi sínu, sem í eru þeir Óskar Bjarni Óskarsson og Gunnar Magn- ússon, og andstæðingarnir eru kortlagaðir frá a-ö á myndrænan hátt. Heimsóknir til Ingibjargar Ragnarsdóttur nuddara, sem er á sínu 11. stórmóti, eru tíðar á hótelinu en strákunum finnst gott að láta hana „klappa“ stífum vöðvum og ekki er minna að gera hjá sjúkraþjálfaranum Elís Þór Rafnssyni sem nefnir herbergi sitt á hótelinu Reykjalund. Þau tvö eru algjörlega ómissandi og ekki síður fram- kvæmdastjórinn Einar Þorvarðarson sem hefur svo sannarlega í mörg horn að líta. Þess á milli taka strákarnir í spil, lesa bækur, spila tölvuleiki og nota Fésbókina grimmt og þá þurfa þeir að sinna fjölmiðlunum, bæði íslenskum og erlendum. Sjúkranuddarinn Ingibjörg Ragnarsdóttir er tilbúin með nuddbekkina ef einhverjir Sjúkraþjálfarinn Elís Þór Rafnsson hefur alltaf nóg að gera við að hlúa að íslensku landsliðsmönnunum. Róbert Gunnarsson er afslappaður þótt sviðsljósið beinist að honum. Alexander Petersson kannar hvort eitthvað sé í fréttum, eða skoðar Fésbókina, Þeir Gunnar Magnússon og Óskar Bjarni Óskarsson eru Guðmundi landsliðsþjálfara til halds og trausts og hér hafa þremenning- arnir skotið á skyndifundi í and- dyri hótelsins. Sumarbúða- stemning á Marriot-hótelinu Bak við tjöldin Texti Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Myndir Kristinn Ingvarsson kristinn@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.