SunnudagsMogginn - 24.01.2010, Blaðsíða 34
34 24. janúar 2010
Í
fyrstu var hann hvass í fasi eins og eggjagrjót ís-
lensku fjallanna en eins og vorþeyrinn mildar fjöll-
in spratt hlýtt hjartalag hans fram og tók yfir, réð
ferðinni eins og góður knapi stýrir villtum fola.
Það fór ekki á milli mála að Ragnar Björnsson hesta-
maður á Hornafirði hafði mjög næmt samband við hesta
sína, þessi raunverulegu tengsl manns og hests sem ein-
vörðungu verða til með gagnkvæmu trausti og virðingu.
Við spjölluðum saman um lífið og tilveruna, smáatriðin,
það smellna og yfirnáttúrlega og auðvitað voru hrossin
ekki langt undan.
„Skyndilega sat ég á hinni ótemjunni.“
„Ég var að ríða inn við Dilknesland,“ sagði Ragnar,
„skammt frá bænum, en var svo óheppinn að þeir voru
þar á skotæfingu nokkrir strákar. Ég vissi ekkert af
þessu, klukkan farin að dangla í hádegistíma á laugardegi
og allt í góðu, þegar skyndilega kveður við búm, búm,
búm og aftur búm, búm, búm. Ég var á ótemju, Asa, sem
þoldi illa hávaða eða breytingar. Til reiðar hafði ég full-
taminn hest, Brján. Það skipti engum togum við búmmin
að ótemjan sem ég reið trylltist og þeytti mér óralangt
upp í loftið. Ég sá ekki fram á annað en að ég myndi
hrapa niður í grjóturðina undir og láta lífið. En það er
kostur að vera fljótur að hugsa. Ég áttaði mig nokkurn
veginn á hringferðinni í loftinu og ákvað að koma niður á
hinn hestinn; Brján. Við hnykkinn hafði ég sleppt
taumnum á Asa en tauminn á Brjáni fann ég í lófa mín-
um. Þyngdarlögmálið bjargaði mér, því einhvers staðar
varð ég að koma niður og skyndilega sat ég, eins og ekk-
ert hefði í skorist, á Brjáni og hélt reiðtúrnum áfram án
þess að stansa. Byssumennirnir stóðu gjörsamlega lam-
aðir.
Ég var nýfluttur úr Breiðdalnum og maður var svona
að finna sig í nýjum takti. Ég ákvað að bregða mér suður á
Mýrar og tók að sjálfsögðu riffil með mér. Rétt við veginn
sá ég tvær álftir úti á tjörn og ákvað að reyna að ná þeim.
Það var svartaþoka og ég taldi að enginn yrði var við það
svona rétt við veginn í þessari indælis þoku.
Jú, jú, þetta lukkaðist, álftin dó kvalalítið, ég skaut
hana í gegnum hálsinn. En akkúrat þegar ég var að vaða
út í tjörnina til að ná í álftina og koma henni í Willysinn
kemur maður hvellríðandi út úr þokunni á mósóttum
hesti og var ekki með neinar vöflur: „Nú hefur þú unnið
ódæði mikið,“ sagði hann, „og þér skal verða hegnt fyr-
ir.“
„Satt segir þú, frændi,“ svara ég, „víst hef ég til saka
unnið og rétt mun vera að ég láti nafns míns getið.“ Sá á
hestinum sagði það óþarft því það þekktu mig allir og
enginn að góðu. Skildi nú leiðir, ég fór heim á jeppanum
en bóndinn á hesti sínum og tileinkaði sér veiðina mína.
Nokkrum vikum seinna fékk ég bréf frá hreppstjóranum
þar sem hann tjáði mér að títtnefndur bóndi hefði borið á
mig þennan verknað, en samt látið fylgja að hann vildi
ekki sækja mig til saka sökum þess að ég hefði gengist svo
drengilega við víginu. Með fylgdi þó aðvörun hreppstjór-
ans um að fremja ekki slíkan verknað aftur í hans um-
dæmi.“
Það er margt skrýtið í kýrhausnum. Skjalfestingar má
leita í Skjalasafni Austur-Skaftafellssýslu.
„Fá þessir menn ekki að fara inn, bróðir minn?“
„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á vísum og heilu dagana
fer ég með vísur fyrir sjálfan mig. Mér finnst verst hvað
það hefur dregið stórlega úr vísnaáhuga landsmanna.
Víða leynast að vísu stórkostlega góðir hagyrðingar, en
þeir eru yfirleitt alltof hlédrægir í sinni list. Það er oft
skemmtilegt að velta upp gömlum vísum:
Vondra ró ei varast má
varúð þó menn beiti.
Mörg er Gróa málug á
mannorðs þjófa Leiti,
stóð í Óðni sem gefinn var út á fyrri hluta aldarinnar
með mörgum góðum vísum:
Árni kallinn úti í Vík
ætlaði að taka heima.
Fylgir honum flekkótt tík
og fimmtíu kettir breima.
Eða þessi vísa Bólu-Hjálmars:
Hér er fjós og hér er ljósið inni
mjólka drósir munu þar
með lokdósir gulrauðar.
Til baka var honum svarað af griðkonu:
Óðsnillingur allt það glingur þekkir
sinn á fingur fáséðan
færir hann hringinn gulrauðan.
Þá er þessi ekki dónaleg:
Hæðir, lautir, engi, ár,
auðnan, hlíðin, fossinn,
klæðir skrauti sumar svás,
sólarblíði kossinn.
Sumar eru snilld eins og þessi hringhenda:
Dóma grundar, aldrei ann
illu pretta táli.
Sóma stundar hvergi hann
hallar réttu máli.“
Við vikum talinu aftur að Hornafirði:
„Ég er búinn að búa hér í liðlega 30 ár, en þar af var ég í
15 ár með félagsheimilið Sindrabæ. Það gekk í rykkjum,
maður var ýmist úti eða inni í orðsins fyllstu merkingu.
Eftir nokkur ár var ég settur út í kuldann og þá komu þrír
framkvæmdastjórar á þremur árum. Þá tók ég við aftur
og var í 7 ár en þá töldu allir að úr því að ég gæti þetta þá
gætu fleiri það.
Ég hafði minn hátt á þessu, drakk með gestunum, spil-
aði póker við síldarstrákana, slóst við Ólsara ef þurfti. En
ég hætti í góðu, það var gott á milli mín og krakkanna en
þegar ég var ráðinn aftur var það vegna þess að Hús-
nefndinni fannst að það þyrfti sveigjanlegri mann. En svo
hætti maður í alvöru. Þetta var talsvert tuð, aldrei undir
350 bíósýningar á ári og eitt árið fóru þær upp í 409. Ég
var þó ráðinn upp á 4 sýningar á viku og dansleiki eftir
hendinni, oftast þó á laugardögum og sunnudögum.
Það var líf í tuskunum þegar Karlakór Suðurnesja var
með söngskemmtun klukkan 5 á laugardegi, leikfélagið
með frumsýningu um kvöldið og svo dansleikur á eftir.
40 manna kór vildi þá fá inni í húsinu til að skemmta sér
á ballinu og þeir áttu að vera komnir fyrir kl. 11. Klukkan
var nú langt gengið í miðnætti, kórfélagarnir ókomnir og
gífurleg aðsókn á ballið og við lokuðum húsinu.
Klukkan liðlega 12 kom hluti kórfélaganna með Egil á
Seljavöllum í broddi fylkingar og Árni bróðir minn fyrir
síðari hópnum. Þeir gerðu boð eftir mér og spurðu hvort
þeir ættu ekki pöntuð borð. Mergurinn málsins var sá,
sagði ég, að þið áttuð að vera komnir klukkan 11 og það
stóðst ekki, svo málið er búið og gert. Þeir buðu mér að
koma út og slást upp á þetta. Ég var í stuði til að gantast
og taldi betra ef slíkt kæmi til að slást inni, því þar gæti ég
lagt þá í hitanum, það var hlýlegra fyrir þá. En Árni
bróðir minn var ekki af baki dottinn og kallar nú aftur:
„Fá þessir menn ekki að fara inn, bróðir minn?“
Mig verkjaði í brjóstið af kærleik við svona ávarp. Þú
sækir ekki svona á mig, bróðir minn, húsið er fullt og
málið er útrætt, sagði ég.
Nokkrum árum seinna var ég í Reykjavík með Agli og
hann rifjaði upp þetta atvik, sagðist ekki gleyma því hvað
ég hefði verið harðskeyttur að standa í þessum skemmt-
analífsrekstri gegnum þykkt og þunnt án þess að hagg-
ast.“
Það er alltaf gott í slíku að standa við orð sín.
„Hálfhring á undan þaut hundraðkallinn.“
„Eitt sinn kom maður til okkar Áslaugar. Hann var að
rukka mig um 100 kr. Þetta var á sunnudegi rétt eftir
matinn. Maður var auðvitað í hvíldarstöðu eftir erfiði
vikunnar. Maðurinn var að sinna sínu starfi og rukka og
ég fann einn hundraðkall til þess að greiða honum. En
það var bálviðri og veðurofsi að norðan og einhvern veg-
inn fór það svo að þegar ég rétti rukkaranum hundr-
aðkallinn og hann mér reikninginn á móti, að þá gleymdi
hann að taka við seðlinum þegar ég sleppti honum og það
var ekki að sökum að spyrja að hundraðkallinn feyktist í
háaloft og enginn vissi hvað af honum varð. „Nú fór illa,“
sagði rukkarinn og kippti reikningnum til baka. Ég tjáði
honum að ég ætti ekki annan þannig heima og þetta yrði
að bíða.
Ég lagðist svo fyrir niðurbrotinn maður yfir þessu
tjóni. Konan sagði mér að vera ekki með væl og víl yfir
þessu og hvatti mig til að láta hvergi bugast. Þegar ég var
búinn að liggja og hugsa málið bað ég konuna um skæri
og pappír, klippti út peningaseðilsstærð, teiknaði báðum
megin á hann eins og vera bar, litaði og skrifaði undir og
„Mig verkjaði
í brjóstið
af kærleik“
Ragnar Björnsson hestamaður á Hornafirði féll frá fyrir mörgum
árum. Ragnar var húmoristi og sagnamaður af Guðs náð og hest-
arnir sál hans og sigrar. Andlát Ragnars bar brátt að en skömmu
áður hafði greinarhöfundur tekið við hann viðtal fyrir Morgun-
blaðið. Viðtalið var hins vegar söguleg staðreynd og stenst vonandi
tímans tönn eins og minningin um mætan mann.
Árni Johnsen