SunnudagsMogginn - 24.01.2010, Blaðsíða 48

SunnudagsMogginn - 24.01.2010, Blaðsíða 48
48 24. janúar 2010 Í Andlitsdráttum samtíðarinnar fjallar Haukur Ingvarsson, sem er með MA-próf í bókmenntum frá Háskóla Íslands og starfar sem dagskrárgerðamaður á Rás 1, um þrjár síðustu skáldsögur Halldórs Laxness, Guðgjafaþulu, Innansveitarkróniku og Kristnihald undir jökli. Hann fjallar um viðtökusögu verkanna, greinir þau og varpar ljósi á stöðu þeirra meðal annarra verka Halldórs. „Þegar ég fór að rannsaka þessar þrjár sögur komst ég fljótt að því að ekki væri hægt að fjalla um þær án þess að taka einnig fyrir Skáldatíma, sem kom út ár- ið 1963,“ segir Haukur. „Þegar ég fór að skoða umhverfið sem Skáldatími kom inn í, þá sá ég að sú bók hékk í nánu samhengi við ritgerðir sem Halldór var að skrifa um bókmenntir á sama tíma, en þær ritgerðir fjalla líka um sagnfræði, endurminningar og þá kúnst að segja sögu. Mig langaði að rekja þessa þræði saman en mér finnst að þeir liggi beint í þessar skáldsögur. Þá er það sérstaklega lykilgrein Halldórs, „Persónulegar minnisgreinar um skáldsögur og leik- rit“, sem er eins og súputeningur. Þar er hann búinn að sjóða ákveðin kjarna í sinni eigin frásagnarlist, og frásagnarlist yfirhöfuð, niður í mjög fá orð en mikil reynsla liggur að baki.“ Haukur segir að Kristnihald undir jökli hafi notið sívaxandi vinsælda, inn- anlands og utan. Áhrifamiklir bók- menntafræðingar hafa skrifað um þá skáldsögu, eins og Ástráður Eysteinsson, sem Haukur segir að hafi skrifað afar góða grein sem hafi opnað fyrir túlkun á þeirri bók. Þá hafi hinn kunni banda- ríski fræðimaður Susan Sontag skrifað inngang að Kristnihaldinu þegar sagan kom síðast út á ensku og lyft bókinni mikið. Erfitt að koma orðum að snilldinni „Innansveitarkrónika er eins og tónlist Mozarts, fólki finnst hún einföld og náttúruleg á yfirborðinu, og margir hafa verið upptendraðir yfir því hvað þetta er vel kompónerað verk, en minna hefur verið glímt við hana fræðilega. Í bókum sem eru svo einfaldar á yfirborðinu er oft erfitt að koma orðum að snilldinni. Andstætt Innansveitarkróniku þótti mörgum Guðsgjafaþula vera illa Margir lítt kannaðir fletir á verkunum Í nýrri bók sinni, Andlitsdráttum samtíðarinnar, fjallar Haukur Ingvarsson, sem er með MA- gráðu í íslenskum bókmenntum, um viðtökusögu síðustu skáldsagna Halldórs Laxness. Þær tengj- ast endurmati á Skáldatíma, þar sem Halldór gerir upp við sína pólitísku fortíð. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Lesbók H alldóri Laxness voru veitt dönsku Sonning-verðlaunin árið 1969. Mikil blaðaskrif spunnust um verðlaunin, ekki síst vegna mótmæla sem danskir stúdentar efndu til. Þótti mörgum að uppruni verðlaunafjárins væri gagnrýni verður. Í eftirfarandi kafla rýnir Haukur Ingvarsson í samband Halldórs við les- endur eins og það birtist í umræðum um verðlaunaafhendinguna: Listamaður meðal uppreisnarmanna Stúdentaráð Kaupmannahafnarháskóla sendir Halldóri Laxness opið bréf þann 5. mars 1969 þar sem ráðið óskar honum til hamingju með Sonning-verðlaunin. Það er þó ekki ástæðan fyrir bréfinu heldur vill ráðið fræða skáldið um uppruna pen- inganna sem hann hyggist taka við. Í bréfinu er vísað til viðtalsins í Politiken 2. febrúar og sú siðferðilega klemma sem blaðamaðurinn Ole Storm spennti um Halldór Laxness er hert. Ráðið lítur svo á að háskólanum (prófessorunum) skjöpl- ist að því leyti sem hann telji að Sonning- verðlaunin auki við hróður hans: Háskólanum (þ.e. prófessorunum) hefur sem sagt fundist við hæfi, að þeir tækju að sér að útdeila himinháum gróða Sonning-fjölskyldunnar sem fékkst af misnotkun á einum af stærstu félagslegu smánarblettunum á landi voru: húsnæðisneyðinni. Þetta byggir líklega á þeim misskilningi að Kaup- mannahafnarháskóli kunni að fá sæmd af því að útdeila svo miklum fjármunum — sem lykta ekki frekar en aðrir pen- ingar, og Nóbel hafa Danir aldrei átt. Þetta er aðeins eitt af mörgum dæmum um skeytingarleysi háskólans um fé- lagslegar aðstæður í landinu og gott dæmi um samþykki hans á hinu óheil- brigða kapítalistíska siðferði. Að þessu loknu er Halldóri boðið að halda opinn fyrirlestur við háskólann í stað þess að taka við verðlaununum. Stúdentarnir stinga upp á hvert efni fyr- irlestrarins geti verið: Hugleiðingar [yðar] um „slamm- byggju“ gætu verið kjörið umræðuefni, og við getum fullvissað yður um, að með Kafli úr bók Hauks, Andlitsdrættir samtíðarinnar „Þeir vita ekki hvað heiður er“ H vað skyldi endurspeglast í fjölda þeirra stofnana, sam- taka, ráðstefna, tímarita og blaðagreina sem láta sig varða íslenska tungu? Ætli fjöldinn sé til marks um þann metnað sem Íslendingar leggja í móðurmálið og rækt við íslenska tungu? Eða ætli það séu áhyggjur yfir því að íslenska sé ekki „til alls“ eftir allt sam- an, að hún standi höllum fæti? Og hvar væri íslensk tunga stödd ef ábyrgð- arfullur hópur þjóðarinnar stæði ekki vörð? Við höfum Stofnun Árna Magn- ússonar í íslenskum fræðum, málnefnd, Íslenska málfræðifélagið, Samtök móð- urmálskennara, tímaritin Íslenskt mál, Skímu, Hrafnaþing, aðalnámskrá í ís- lensku, íslenska málstefnu, dag íslenskr- ar tungu, Tungutak, málfarsráðunauta, Málræktarklúbb, mannanafnanefnd, málræktarþing – og er þó ekki allt upp talið. Miðað við þennan vígalega her málfarssinna skyldi maður ætla að ís- lensk tunga stæði vel að vígi, að minnk- andi áhugi á lestri væri vandamál annarra þjóða en okkar Íslendinga, hinnar miklu „bókaþjóðar“, að við legðum sérstakan metnað í að vanda mál okkar svona dags- daglega. Maður skyldi nefnilega ætla að staða íslenskrar tungu, fjöreggsins okkar, þyrfti ekki að vera stórt áhyggjuefni ein- mitt núna. Að það efnahagslega hrun sem við blasir og klingir í eyrum okkar daginn út og inn hefði kannski kennt þjóðinni að meta þau verðmæti sem standa óhögguð þó að lánalínur banka lokist og ein- hverjar ávísanir á peninga sem aldrei voru til fuðri upp. Að metnaður okkar vegna tungumálsins endurspeglaðist m.a. í góðum undirbúningi verðandi kennara sem fræða eiga upp æsku lands- ins, framtíðarvon okkar. Að kennslu- stundir sem æskan fær í móðurmálinu væru síst færri hér en hjá öðrum Norð- urlandaþjóðum. Að metnaðurinn fælist ekki bara í að tala fallega á tyllidögum, fjálglega í hátíðaræðum og gefa út skín- andi glansbæklinga um gildi tungumáls- ins og mikilvægi. Maður skyldi ætla að hver og ein einasta menntastofnun hefði málstefnu, að áhersla væri lögð á að hafa notendaviðmót í tölvum íslenskt og að kennslustundum í íslensku færi heldur fjölgandi en fækkandi. Að kennaranemar fengju æ fleiri kennslustundir í kennslu móðurmálsins eftir því sem kliður ensk- unnar eykst í fjölmiðlum og á Netinu og áhugi á bóklestri dvínar. Að metnaður væri lagður í að gera þá sem hæfasta á því sviði. Að ekki væri látið duga að kennsla og umönnun barna á leikskólum fari „að mestu“ fram á íslensku. Maður hefði haldið að við stæðum okkur síst verr en nágrannaþjóðirnar á þessu sviði. En sú er því miður ekki raunin. Það kemur m.a. fram í nýrri Íslenskri mál- stefnu sem gefin var út á síðasta ári. Metnaðarfullt plagg eins og svo mörg önnur en ekki beint lýsing á metn- aðarfullu starfi íslenskri tungu í hag. Það sést t.d. á því að við verjum aðeins 16% kennslustunda í móðurmálskennslu meðan Svíar verja 22% og Danir 26%. Athygli vekur einnig hve litla kennslu kennaranemar virðast fá í íslensku, a.m.k. þeir sem ekki eru á íslensku- kjörsviði. Ljóst er af lestri Málstefnunnar að við stöndum nágrannaþjóðum okkar langt að baki á þessu sviði. Áhugavert væri að kanna hve margar stofnanir, ráð- stefnur og tímarit á Norðurlöndunum snúast um tungumál þjóðanna – og hvar við stöndum í þeim samanburði miðað við höfðatöluna okkar sívinsælu. Þess ber að geta að lokum að Íslensk málnefnd setur fram mörg góð markmið í plagginu en til þess að þau nái fram að ganga dugar líklega ekkert minna en hugarfarsbreyt- ing. Sungið á Degi íslenskrar tungu í leikskólanum Dvergasteini. Morgunblaðið/Golli Maður skyldi ætla ’ Við verjum aðeins 16% kennslustunda í móðurmálskennslu meðan Svíar verja 22% og Danir 26%. Tungutak Svanhildur Kr. Sverrisdóttir svansver@hi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.