SunnudagsMogginn - 24.01.2010, Blaðsíða 52
52 24. janúar 2010
„Allar skáldsögur eru smásögur teygðar á
langinn,“ sagði Jorge Luis Borges eitt
sinn. Þetta er ein af þessum snjöllu setn-
ingum sem fela í sér sannleiksgildi um
leið og þær eru einföldun. En það er gam-
an að setningu eins og þessari sem upp-
hefur smásöguna og setur hana ofar
skáldsagnagerð. Það þarf sannarlega ekki
að skrifa nokkur hundruð blaðsíður af
skáldskap til að kalla persónur til lífsins,
gefa þeim tilfinningar og skapa umhverfi
sem lesandinn lifir sig inn í. Það er sér-
stök kúnst að segja mikið í sem fæstum
orðum en það er einmitt nokkuð sem
smásagnahöfundar kunna flestum frem-
ur.
Margir mestu risar í bókmenntaheimi
20. aldar voru snillingar í smásagnagerð
og sinntu henni jafnframt skáldsagnagerð
eða tóku hana framyfir skáldsöguna. Ný-
lega kom út á íslensku smásagnasafnið
Völsungablóð og fleiri sögur eftir einn
þessara manna, þýska skáldjöfurinn
Thomas Mann. Það fór lítið fyrir þessari
kilju þegar hún kom út nokkrum dögum
fyrir jól, en samt er í henni að finna einn
besta skáldskap í útgáfu síðasta árs. Þar er
til dæmis sagan Herra Friedemann litli.
Þessi stutta saga um örlög krypplingsins
ógæfusama er svo grimm í sínum sál-
fræðilega óhugnaði að sá lesandi sem
kippist ekki við þegar hann les hana í
fyrsta sinn hlýtur að vera sérkennilega
samansettur. Þetta stórgóða smásagna-
safn minnir hvern þann sem það les á það
hversu merkilegt og áhrifamikið smá-
sagnaformið er.
En það er eins og smásagnaformið njóti
ekki lengur sérstakrar virðingar. Ef ís-
lenskur rithöfundur sendir frá sér smá-
sagnasafn er iðulega litið svo á að nú sé
hann að senda frá sér hálfgerða dútlbók.
Hann hafi verið að hvíla sig frá þunga-
viktarskrifum og dundað við að skrifa
smásögur. Það er tekið við hann viðtal og
lokaspurningin er of oft: „Hvenær kemur
svo skáldsaga?“ Rithöfundur þarf senni-
lega að búa yfir dágóðum skammti af þol-
gæði til að fyllast ekki önuglyndi þegar
viðtökur við smásagnasafni eru á þennan
veg. Sem þær eru því miður alltof oft.
Það þarf að hefja smásagnaformið aftur
til vegs og virðingar í huga fólks. Þeir sem
fjalla opinberlega um bókmenntir verða
að vera meðvitaðir um þá hneigð að gera
minna úr gildi smásagna en skáldsagna.
Hið sama á við um bókaútgefendur og
lesendur.
Það má ekki láta eins og sá rithöfundur
sem einbeitir sér að smásagnagerð geri
það vegna þess að hann sé annaðhvort
latur eða svo illa haldinn af sérvisku að
hann nenni ekki að skrifa almennilegar
skáldsögur. Viðhorfið „æ, þetta er bara
smásaga,“ verður að víkja. Smásagan á
skilið að fá rými og virðingu.
Æ, bara
smá-
saga!
Orðanna
hljóðan
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrun@mbl.is
Í
enskri sögu eru fáir eins áberandi
og umdeildir og Hinrik áttundi og
þá ekki bara fyrir kvennamál hans
og konurnar sex, heldur líka að-
skilnaðinn frá páfavaldinu, stofnun
ensku biskupakirkjunnar, sem skýrir að
miklu leyti stöðu Englands í evrópsku
samhengi síðustu alda.
Um Hinrik áttunda hafa verið skrifuð
ótal leikrit, skáldsögur og ljóð. Sagn-
fræðirit skipta hundruðum og eins hafa
verið gerðar kvikmyndir, söngleikir og
sjónvarpsþættir um veldistíð hans og
ýmislegt henni tengt. Enn eru menn að;
með umtöluðustu bókum Bretlands á
nýliðnu ári voru bækur um eiginkonur
Hinriks og menn honum handgengna.
Ein þeirra, Wolf Hall, hlaut Booker-
verðlaunin, helstu bókmenntaverðlaun
Breta.
Wolf Hall er eftir breska rithöfundinn
Hilary Mantel sem hefur skrifað nokkrar
bækur um ýmis efni, skáldsögur, smá-
sagnasöfn og sjálfsævisögu. Wolf Hall
segir frá umbrotatímanum á öðrum ára-
tug sextándu aldar þegar þráhyggja Hin-
riks áttunda eftir ríkisarfa komst á það
stig að hann ákvað að skilja við Katrínu af
Aragon og ganga að eina Önnu Boleyn,
því þó honum og Katrínu hafi orðið barns
auðið þá var það stúlka og hann taldi að
kona gæti ekki stýrt Englandi. Höf-
uðpersóna bókarinnar er Thomas Crom-
well, sem hófst til mikilla metorða í
valdatíð Hinriks en var síðan hálshöggv-
inn.
Fjöltyngdur og margfróður heimsmaður
Myndin sem fylgir þessari grein er ein-
mitt af Thomas Cromwell og hefur rennt
stoðum undir þá frásögn af honum að
hann hafi verið grimmlyndur fantur,
slægðin uppmáluð. Að stórum hluta er
það vegna ófrægingarherferðar kaþ-
ólikka sem hafa talið hann bera mesta
ábyrgð á að enska kirkjan sagði skilið við
páfastólinn, klaustur voru leyst upp og
eignir þeirra og kirkjunnar runnu til rík-
isins. Eins er honum borið á brýn að hafa
grafið undan Thomas Moore sem háls-
höggvinn var fyrir að viðurkenna ekki að
Englandskonungur væri æðri páfa, en
Moore, sem Mantel lýsir sem ofsatrúar-
manni með písla- og kvalalosta, var tek-
inn í dýrlingatölu undir lok nítjándu ald-
ar.
Sá Thomas Cromwell sem Hilary Man-
tel sýnir okkur, er sannkallaður yf-
irburðamaður að gáfum og umburð-
arlyndi. Litlar heimildir eru til um æsku
hans og uppvaxtarár, en Mantel tekur
það sem þó er til og skáldar listilega í
eyðurnar. Það er vitað að faðir hans var
fátækur ofbeldismaður og eins að hinn
ungi Cromwell var bráðgáfaður og flækt-
ist víða á meginlandi Evrópu, barðist í
Frakklandi og á Ítalíu og lærði þar líka
bankafræði og las lög. Hann var því
heimsmaður á sinn hátt, fjöltyngdur og
margfróður.
Spillingar- og lastabæli kirkjunnar
Mantel rekur svo söguna að Cromwell
hafi verið í nöp við kaþólsku kirkjuna
fyrir spillinguna og græðgina sem ein-
kenndi hana, og eins að hann hafi viljað
loka klaustrum á Englandi því þau hafi
verið spillingar- og lastabæli. Hún dreg-
ur og upp sannfærandi mynd af miklum
umbótasinna þó það séu gloppur hér og
þar – til að mynda er það ekki sannfær-
andi að maður sem hataðist svo við spill-
inguna innan kaþólsku kirkjunnar skuli
hafa verið eins handgenginn áhrifa-
mönnum innan hennar og sagan segir, og
helsti aðstoðarmaður Thomas Wolsey
kardinála og erkibiskups í Jórvík.
Snar þáttur í starfi Cromwells var þó
að leggja konungi lið í kvennamálum
hans, að búa svo um hnútana að hann
gæti látið ógilda hjónaband sitt og Katr-
ínar af Aragon, sem varð til þess að kon-
ungur var bannfærður af páfa og ýtti því
undir klofninginn frá Rómarkirkjunni,
og gæti þá gengið að eiga Önnu Boleyn.
Þegar hún svo fæddi Hinriki ekki son var
það Cromwell sem tók að sér að koma
henni fyrir kattarnef með ákæru á hend-
ur henni fyrir ýmis hórdómsbrot og þar á
meðal sifjaspell, sem skilaði því að hún
var hálshöggvin. Sagfræðingar hafa hald-
ið því fram að Cromwell og Anna hafi
deilt um skiptingu klaustureigna, en
upplýsti alþýðumaðurinn sem Hilary
Mantel sýnir okkur myndi aldrei leggjast
svo lágt.
Málverk Hans Holbein af Thomas Cromwell sýnir mann sem virðist uppfullur af valdaþótta og heldur á bréfmiða eins og hann sé rýtingur.
Upplýstur alþýðumaður
Meðal helstu ráðgjafa
Hinriks áttunda Eng-
landskonungs var
Thomas Cromwell sem
er jafnan lýst sem
slægvitrum óþokka þar
til að nú er tekinn upp
haskinn fyrir hann.
Árni Matthíasson arnim@mbl.is
Bækur