SunnudagsMogginn - 24.01.2010, Blaðsíða 53

SunnudagsMogginn - 24.01.2010, Blaðsíða 53
24. janúar 2010 53 um sumarið en þegar vetraði fór ég að reyna að sjá fyrir mér hvernig Strandirnar litu þá út. Ég hef aldrei heimsótt þær að vetri til en það er auðvitað fært hugleið- ina,“ segir hún og vitnar í ljóðið. Skyldi henni hafa þótt þetta ljóð hæfa sérstaklega vel þegar auglýst var eftir ljóðum í samkeppnina um Ljóðstafinn? „Ég sendi nokkur ljóð og það kom mér á óvart að þetta skyldi vinna,“ segir hún. Í ljós kemur að hún hafði nefnilega meira traust á öðrum ljóðum sem hún sendi inn. „Mér hættir til að halda að ljóðin sem ég eyði mestum tíma í að semja hljóti að vera betri en þau sem taka styttri tíma en auðvitað er það alrangt,“ segir hún. Löngu fyrnt mansalsmál Gerður Kristný hefur sent frá sér þrjár ljóðabækur til þessa: Ísfrétt (1994), Laun- kofa (2000) og Höggstað (2007) sem til- nefndur var til Íslensku bókmenntaverð- launanna. Fyrir stuttu komu þær allar út í einu safni á esperantó í þýðingu Baldurs Ragnarssonar. Esperantóútgáfan Mondial í New York gaf safnið út, en það ber nafn- ið Vundabla loko sem þýður Höggstaður á esperantó. Nýlega kom einnig út ljóðabók með úr- vali ljóða Gerðar á bengölsku og hindí í tengslum við heimsókn hennar á ljóðahá- tíð á Indlandi fyrir ári. Ljóð hennar berast því víða um þessar mundir. Gerður er nú með nýja ljóðabók í smíð- um og hefur ekki ætlað sigurljóðinu sæti í því verki. „Næsta ljóðabók fjallar um löngu fyrnt mansalsmál, goðsögnina um Gerði Gýmisdóttur, Skírni og Frey. Mig langar að gefa Gerði tækifæri til að segja sögu sína, hvernig það er að vera svipt frelsinu fyrir hest og sverð en það eru laun Skírnis fyrir að nema hana á brott úr Jötunheimum og flytja til Freys. Þótt verðlaunaljóðið mitt verði ekki í þeirri bók gæti ég trúað því að landslag Strandanna ætti eftir að teygja sig inn í Jötunheima, heimkynni nöfnu minnar.“ efi@mbl.is Gerður Kristný, ljóðskáld og rithöfundur, tók í fyrrakvöld við „Ljóðstaf Jóns úr Vör“, en hún bar sigur úr býtum í hinni árlegu ljóðasamkeppni sem kennd er við skáldið sem lést árið 2000. Lista- og menningarráð Kópavogs hefur síðan efnt til samkeppninnar og eru verðlaunin af- hent á fæðingardegi Jóns. Verðlaunaljóðið nefnist „Strandir“. Þetta var því í níunda sinn sem veitt voru verðlaun í samkeppninni en að þessu sinni bárust um 300 ljóð. Auk þess að varðveita Ljóðstafinn næsta árið hlaut Gerður Kristný peningaverðlaun og grip til eignar. Dómnefnd skipuðu ljóðskáldin Ingi- björg Haraldsdóttir og Þórarinn Eldjárn, og Sigþrúður Gunnarsdóttir bókmennta- fræðingur. Þegar Gerður Kristný er spurð að því hvort svo vel kynnt skáld, sem gefið hafi út nokkrar ljóðabækur, hiki ekkert við að senda ljóð inn í samkeppni undir dulnefni segist hún ekki hafa séð ástæðu til þess. Ekki frekar en þau Linda Vilhjálmsdóttir og Óskar Árni Óskarsson en þau tóku við Ljóðstafnum árin 2005 og 2006. Aðrir handhafar hans eru Hjörtur Pálsson, Hjörtur Marteinsson, Guðrún Hannes- dóttir, Jónína Leósdóttir og Anton Helgi Jónsson. Kom á óvart að þetta skyldi vinna „Þetta er skemmtileg keppni því dóm- nefndin veit ekkert hverjir höfundarnir eru,“ segir Gerður Kristný. „Þeir geta því verið þekkt og viðurkennd skáld eða ný- græðingar. Þegar Jónína Leósdóttir hlaut verðlaunin í hittifyrra hafði ég aldrei lesið ljóð eftir hana, enda er hún fyrst og fremst þekkt fyrir afbragðsskáldsögur og leikrit. Úrslitin hafa þannig oft komið skemmtilega á óvart.“ Gerður orti sigurljóðið, „Strandir“, fyrir tveimur árum eftir ættarmót á Ströndum. „Mamma mín er frá Litla-Fjarðarhorni í Kollafirði í Stranda- sýslu. Haldið var ættarmót á Hólmavík Gerður Kristný með Ljóðstafinn og aðra gripi. Morgunblaðið/Golli Gerður Kristný hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir ljóðið „Strandir“ Auðvitað er fært hugleiðina Eymundsson 1 Just Take My Heart – Mary Higgins Clark 2 Run For Your Life – James Patterson 3 The Girl Who Kicked the Hornet’s Nest – Stieg Lars- son 4 Girl Missing – Tess Gerritsen 5 Meltdown Iceland – Roger Boyes 6 The Girl Who Played With Fire – Stieg Larsson 7 The Keepsake – Tess Gerritsen 8 The Sign – Raymond Khoury 9 Plum Spooky – Janet Evanovich 10 The Bourne Deception – Eric van Lustbader & Robert Ludlum New York Times 1 The Help – Kathryn Stockett 2 The Lost Symbol – Dan Brown 3 Noah’s Compass – Anne Tyler 4 Impact – Douglas Preston 5 I, Alex Cross – James Patterson 6 The Last Song – Nicholas Sparks 7 Deeper Than the Dead – Tami Hoag 8 Sizzle – Julie Garwood 9 The Honor of Spies – W.E.B. Griffin og William E. Butterworth IV. 10 Under the Dome – Stephen King Waterstone’s 1 The Lost Symbol – Dan Brown 2 The Girl with the Dragon Tattoo – Stieg Larsson 3 Eclipse – Stephenie Meyer 4 New Moon – Stephenie Meyer 5 Twilight – Stephenie Meyer 6 Guinness World Records 2010 7 Breaking Dawn – Stephenie Meyer 8 The Girl Who Played with Fire – Stieg Larsson 9 True Blood Boxed Set – Charlaine Harris 10 The Time Traveler’s Wife – Audrey Niffenegger Á haustdögum las ég svo fagurt skáld- verk að ég finn enn eitthvað hríslast niður bakið þegar ég hugsa til þess. Þetta var bókin Himnaríki og helvíti eftir Jón Kalman Stefánsson. Hugar- heimur bókarinnar er þrunginn ógn frá upphafi til enda þótt aðeins fáum orðum sé varið til að skapa þá ógn. Á milli orðanna leika sér skuggar sem oft segja meira en margar málsgreinar. Skáld- verkið gerist þannig ekki síður í því sem ekki er sagt. Í kjölfarið af þessum áhrifamikla lestri las ég svo allar aðrar útgefnar bækur eftir sama höfund og hafði yndi af, þó ekki væri það með sama hætti. Að kveldi aðfangadags, þegar ég tók upp síðasta pakkann, táraðist ég svo af þakklæti þegar í ljós kom að eldri dóttir mín hafði varið hýrunni sinni til að kaupa handa mér nýjustu bókina – Harmur englanna. Þessi bók litaði svo alla daga jóla og hóf með mér nýtt ár. Það þurfti lagni til að láta hana endast svo lengi, gleypa hana ekki í sig eins og soltin skepna matarbita heldur lesa ró- lega og ekki of lengi í einu. Í bókinni má finna sömu ljóðrænu fegurðina og í Himnaríki og helvíti, en líka eitthvað af leikfléttum mannlegra samskipta sem hinar bækurnar eru svo ríkar af. Fínlega ofin örlög í harðbýlu umhverfi sögupersónanna taka hug manns slíku heljartaki að oft var eins og krumla hefði gripið um hjartað. Það sem skelfir mest er hversu margt sem þarna má upplifa gegnum textann og skuggaleiki hans er óhugnanlega nálægt hreinum sannleik um reynslu manna. En um leið er það líka það sem nærir. Þarna mæta menn fálátri grimmd en sýna líka orða- lausa virðingu og tryggð, sumir syrgja breyskleika sinn en umhyggja þeirra fyrir náunganum ristir dýpra en þá sjálfa grunar. Það verður að viðurkenn- ast að Ólafur ljósvíkingur og Salka Valka hafa eignast verðuga keppinauta um stöðu sína í hugskoti mínu. Nú setur það lit á dagana að bíða og hlakka til næstu bókar frá höfundi. Ég þarf að skipuleggja hvar og hvernig sú bók geti með áhrifamestum hætti flétt- ast inn í hugsun mína og skilað mér svo aftur út í lífið, líkt og síðast, óendanlega þakklátri fyrir erfiði skáldsins og líka stoltri vegna þess auðs sem Ísland eign- ast með hverri bók. Fínlega ofin örlög í harðbýlu umhverfi Sigríður segir að hver ný bók Jóns Kalmans Stefánssonar auki auð Íslands. Lesarinn Sigfríður Björnsdóttir tónlistarfræðingur og framkvæmdastjóri Íslenskrar tónverkamiðstöðvar Að vetri er aðeins fært hugleiðina Sængurhvít sveitin breiðir úr sér innan við augnlokin Bjarndýr snuddar í snjó nær síðasta jaka til baka Sigurljóð ljóðasamkeppninnar Ljóðstafur Jóns úr Vör Strandir Gerður Kristný
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.