SunnudagsMogginn - 24.01.2010, Blaðsíða 10
10 24. janúar 2010
Þ
að vantar ekki hrokann og sjálfbirgingsháttinn í jarð-
fræðinginn sem nú situr í stól fjármálaráðherra og
þykist allt kunna betur en allir aðrir og allt vita betur
en allir aðrir. Hann veit til dæmis að þjóðin er allt of
vitlaus til þess að kjósa um Icesave-ríkisábyrgðina. Hin óupp-
lýsta og heimska þjóð skilur ekki þau miklu fræði og gæði sem
liggja að baki Icesave-samningunum við Breta og Hollendinga.
Hann skilur fræðin. Honum er treystandi til þess að ákveða það
að núlifandi Íslendingar, ungir sem aldnir, taki á sig slíka
skuldabagga, a.m.k. til næstu 14 ára, jafnvel lengur, ef allt fer-
hér á versta veg, sem ég, nota bene, eins og allir Íslendingar,
vona svo sannarlega að verði ekki raunin, að líkja megi við
framtíðarskuldafangelsi.
Er ekki eitthvað að hjá ráðherra sem gerir allt nema að játa
sig sigraðan, eftir að forsetinn synjar lögunum staðfestingar, og
heldur áfram að hamast gegn hagsmunum okkar Íslendinga í
öðru orðinu með því að krefja þjóðina og ekki síður eigin
flokksmenn um að samþykkja skuldaklafann þegjandi og
möglunarlaust og í hinu orðinu þykist ráðherrann, með Jó-
hönnu Sigurðardóttur forsætiráðherra, vera að leita eftir þver-
pólitískri sátt um að reynt verði að semja við Breta og Hollend-
inga á nýjan leik? Breta og Hollendinga sem virða íslensk
stjórnvöld ekki einu sinni svars, þegar eftir því er leitað, að
samningaviðræður verði teknar upp að nýju.
Um síðustu helgi lenti Steingrímur í miklum hremmingum á
eigin flokksráðsfundi á Akureyri þar sem hann mátti sitja undir
harðri gagnrýni eigin flokksmanna vegna frammistöðu sinnar
og Svavars Gestssonar í Icesave-málinu, en ægivald formanns-
ins á eigin flokksmönnum virðist þó hafa verið það mikið að
niðurstaða ályktunar fundarins var eins og skugginn af því
orðalagi sem hafði verið í drögunum og ekki minnst einu orði á
Icesave! Allur broddur úr ályktuninni og Steingrímur J. fór
ánægður af fundi en flestir flokksmenn líklega hundfúlir.
Fjármálaráðherrann var ekki fyrr kominn af fundinum en
birtist við hann viðtal í Svenska Dagbladet sl. sunnudag þar
sem hann leyfði sér að segja sænskum lesendum að Icesave-
málið væri of flókið til þess að kosið væri um það í þjóð-
aratkvæðagreiðslu! Mér finnst nú ærið langt seilst þegar fjár-
málaráðherra talar niður til þjóðar sinnar með þessum hætti,
sennilega í þeirri von að ummæli hans í sænsku pressunni ber-
ist ekki heim á Skerið. En tímar þess að við reiðum okkur bara
á skipapóstinn eru fyrir löngu liðnir, ekki satt, og á tímum
netsins og alþjóðavæðingar verða ráðamenn, hvort sem þeir
eru fjármálaráðherra, forsætisráðherra, utanríkisráðherra eða
forseti Íslands, að gera sér grein fyrir því að það sem þau segja í
erlendum fjölmiðlum er jafnskjótt á allra vitorði á Íslandi. Það
er því heldur klént, eins og hinn ágæti leikhúsgagnrýnandi, Jón
Viðar Jónsson, orðaði það svo oft hér á árum áður, að grípa
alltaf til örþrifaráðsins, að segja að blaðamaður hafi misskilið
þetta eða hitt, eins og forsetinn hefur svo oft sagt eftir að um-
mæli hans í erlendum fjölmiðlum hafa valdið fjaðrafoki, og að-
stoðarmaður fjármálaráðherra greip til samskonar kléns mál-
flutnings í kjölfar fréttaflutnings Svenska Dagbladet.
Steingrímur J. sagði á Alþingi árið 2003, þá sem þingmaður,
að það væri „einhver allra ömurlegasti málflutningur“ sem
hann heyrði að sum mál væru svo flókin að þau hentuðu ekki í
þjóðaratkvæðagreiðslu. Ummælin fyrir sjö árum lét Stein-
grímur falla í ræðu á þinginu um frumvarp vegna Kára-
hnjúkavirkjunar. Orðrétt sagði þingmaðurinn m.a.:
„Treystum við ekki þjóðinni? Ekki getur það verið vandinn
að nokkrum manni í þessum sal, þingræðissinna, detti í hug að
þjóðin sé ekki fullfær um að meta þetta mál sjálf og kjósa um
það samhliða því að hún kýs sér þingmenn. Stundum heyrist
að vísu einstaka hjáróma rödd um að sum mál séu svo flókin að
þau henti ekki í þjóðaratkvæði. Það er einhver allra ömurleg-
asti málflutningur sem ég heyri. Menn geta alveg eins haft
ónefnd orð um gáfnafar þjóðarinnar, og það ætla ég a.m.k. ekki
að gera. Það er ekkert í þessu máli sem er þannig vaxið að það
sé ekki auðvelt að upplýsa um það og kynna það. Við höfum
mikil gögn,“ sagði Steingrímur.
Það er gott að hafa gagnsafn og geta haldið orðum manna þá
til haga og borið saman við orð þeirra nú, ekki satt?
Ráðherrann
talar niður til
þjóðarinnar
Agnes segir
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Skemmtikrafturinn Rögnvaldur
„gáfaði“ á Akureyri samdi annað
lagið sem komst áfram í Söngva-
keppni Sjónvarpsins fyrir viku.
Vinir hans og fyrrverandi félagar
í hljómsveitinni Hvanndals-
bræðrum sendu lagið, Gleði og
glens, reyndar í keppnina að
honum forspurðum. Svona leið
mánudagurinn hjá Rögga.
06:45 Útvarpsvekjarinn
glymur! Það kemur mér ekkert á
óvart lengur, ég er búinn að
vakna á hverjum morgni frá því
að ég man eftir mér. Ligg fram
yfir fréttir í þeirri fárveiku von
að einhverjar góðar fréttir berist
einhvers staðar frá en ef ég man
rétt var fátt um fína drætti hvað
það varðar.
07:20 Labba niður á Greifa og
hlakka mikið til að takast á við
splunkunýja vinnuviku sem hef-
ur aldrei komið áður og ég efast
ekki einu sinni um að þetta verð-
ur ljómandi skemmtileg vika.
11:20 Löngum og ströngum
vinnudegi lokið og mál til komið
að kasta mæðinni í góðra vina
hópi; hitti Val, Summa og Hauk
með hattinn á Pennanum og við
segjum hver öðrum sögur af því
sem á daga okkar hefur drifið frá
því við hittumst síðast.
12:15 Er mættur á Hólmasól
að sækja Styrmi, punktinn yfir i-
ið í barneignum hjá mér, og við
löbbum svo heim til að fá okkur
smáhádegislúr, hann fær þó að-
eins lengri dúr en ég.
13:10 Mæli mér mót við
Hildu Jönu til að taka upp smá-
viðtal út af Júróvisjón-ævin-
týrinu okkar félaganna, við
ákveðum að hittast hérna heima
milli tvö og þrjú sem þýðir að ég
verð aðeins að laga til enda íbúð-
in ekki ósvipuð þeim híbýlum
sem sýnd hafa verið í fréttum frá
hörmungunum á Haítí.
14:33 Hilda Jana mætt á
svæðið með sinn hundtrygga að-
stoðarmann frá sjónvarpsstöð-
inni N4 hér á Akureyri og á með-
an viðtalið fer fram kemur
Kormákur miðstrákur heim úr
leikskólanum sínum í fylgd sí-
svangrar móður sinnar sem rífur
í sig brunna, ristaða brauðsneið á
hreint ótrúlegum tíma enda að
fara beint á fund með vinnu-
félaga sínum og má því engan
tíma missa.
15:05 Valur mættur í kaffi og
ég var að hugsa um að gefa hon-
um eitthvað gott með því, en
tímdi því svo bara engan veginn
enda allt orðið svo hroðalega
dýrt.
16:15 Valur kveður mig með
virktum enda alltaf borið mikla
virðingu fyrir mér og ég get ekki
annað en dáðst að því hversu
djúpt hann hneigir sig á úti-
tröppunum áður en hann hverf-
ur á vit ævintýranna í Bónus
ásamt sínum áberandi miklu
betri helmingi.
16:20 Björgvin og Sóley
koma að heimsækja Kormák
miðstrák, fljótlega bætist svo
Oddgeir í hópinn, síðan kemur
Rökkvi heim úr skólanum ásamt
Frímanni vini sínum og þeir taka
smáæðiskast í tölvunni áður en
þeir fara á blakæfingu hjá KA.
16:40 Birna kemur heim af
fundinum og þar með er ég horf-
inn inn í herbergið hans Rökkva
til að tengja magnarann og
geislaspilarann sem ég keypti í
Reykjavík um helgina, það geng-
ur eins og í sögu og ég heyri strax
að þetta eru alltof góðar græjur
fyrir 11 ára strák þannig að ég flyt
þær í hvelli yfir á mitt yf-
irráðasvæði og sem við hann um
að hann fái gömlu græjurnar
mínar í staðinn; fórna peði fyrir
kóng …
17:25 Búinn að grafa upp alla
geisladiskana mína sem sánda
yfir meðallagi vel og renna þeim í
gegn. Þetta er allt annað líf með
þessum nýju græjum, lengi lifi
Onkyo og Halldór sem seldi mér
þær á mjög svo sanngjörnu verði.
18:30 Sest við tölvuna til að
slá inn það sem ég hef verið að
bralla í dag til að hafa þetta tilbú-
ið fyrir Skapta á Mogganum sem
ég ætla að hitta á morgun.
19:15 Ekki stundlegur friður
lengur til að skrá dagsverkið
enda húsmóðirin farin í sauma-
klúbb og Rökkvi í Jumpers-
leikfimi þannig að Styrmir og
Kormákur hanga í mér og heimta
að fá einhverja næringu því þeir
séu orðnir máttfarnir af hungri.
20:15 Summi bassaleikari
hringir til að leita ráða við lek-
anda en þar kemur hann að gal-
tómum kofunum og get ég ekk-
ert hjálpað garminum sem er illa
haldinn eftir líflega helgi.
Gemlingarnir orðnir saddir og
sælir en eitthvað eru þeir nú
tregir til að fara strax að sofa
þannig að þeir fá að skomberast á
náttfötunum eitthvað lengur á
meðan ég renni disknum Ekki
enn með hljómsveitinni Purrki
Pillnikk eina ferðina enn, senni-
lega í 30. sinn síðan ég fann hann
í geisladiskabúð Valda á föstu-
daginn og þá var ég búinn að
leita að honum í átta ár, takk
fyrir! Þetta er svo mikil snilld að
ég set hann hiklaust í topp 3 yfir
bestu íslensku plöturnar og
krefst þess að hann verði endur-
útgefinn.
21:05 Skrepp niður til Sig-
þórs á neðri hæðinni og við
skvettum slurk af kaffi í skoltana
á okkur.
22:25 Allir komnir í ró nema
ég og konan, ég í tölvunni að
klára að skrá dagsverkið og kon-
an að glápa á sjónvarpið, vænt-
anlega Aðþrengdar eiginkonur
miðað við hvað heyrist lítið í
henni.
23:35 Ætla að fara að finna
mér eitthvert lesefni til að taka
með í rúmið, kláraði 10 ráð til að
hætta að drepa og fara að vaska
upp eftir Hallgrím Helga áður en
við lögðum af stað til Reykjavík-
ur í síðustu viku þannig að nú
verð ég að sjá hvað ég get fundið í
bókahirslum heimilisins.
00:24 Fann ekkert að lesa svo
ég fór bara beint að sofa og núna
er mig að dreyma að ég sé að lesa
bókina 10 ráð til að hætta að
vaska upp og fara að drepa …
skapti@mbl.is
Dagur í lífi Rögnvaldar „gáfaða“ Rögnvaldssonar þúsundþjalasmiðs
Feðgarnir Kormákur, til vinstri, Styrmir og Rögnvaldur.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Gleði og glens og peði
fórnað fyrir kóng