SunnudagsMogginn - 24.01.2010, Blaðsíða 21
24. janúar 2010 21
það sé ekki nokkur einasta leið að breyta
því.“
Hann hristir höfuðið.
„Af hverju eru til dæmis sambærilegar
sjónvarpsstöðvar á Norðurlöndum að
gera svona frábæra hluti, sænska, norska
og danska sjónvarpið; þær skapa heim-
ildir um sína menningu og sitt land, sem
er þeim til sóma. En við erum að fram-
leiða efni sem er tuttugu árum á eftir
hinum Norðurlöndunum. Þetta er drasl
sem þeir gera og ég skil ekki af hverju
enginn segir það.“
– Nú ertu orðinn alvarlegur.
„Þetta er alvarlegt! Ég er að fara í þetta
framboð vegna þess að ég vil hitta fólk
og geta tjáð mig um hluti sem mér finnst
skipa máli. Þannig að já … þetta er alvar-
legt. Og já, mér finnst mjög margt að í
mínum starfsgeira. Og annað, í þjóð-
félaginu er allt fullt af litlum klíkum.
Eins og það sé enn goðaveldi í landinu,
goði hér og þar. En ég hef aldrei verið í
neinni klíku, mér er aldrei boðið í nein
partí og samt er ég mjög skemmtilegur!
Þannig að ég hugsaði með mér, að í stað
þess að barma mér og gráta á föstudags-
kvöldum yfir að vera ekki boðið í partí,
þá myndi ég sjálfur halda partí – taka Pál
Óskar á þetta. Mér hefur til dæmis aldrei
verið boðið á Bessastaði, þó ég hafi unnið
sem listamaður á Íslandi í tuttugu ár, en
Hugleik hefur verið boðið tíu sinnum,
fengið ókeypis að éta og allt! Nú fer ég
bráðum að bjóða mér sjálfur – geri boð
um komu mína.“
– Hefurðu eitthvað fram að færa í
borgarmálum?
„Um næstu áramót vil ég sprengja í
loft upp brúna yfir Skothúsveg, kalla til
sprengjusveit Landhelgisgæslunnar að
rýma svæðið og sprengja hana í loft upp
glæsilega, þannig að það komi stór
vatnssúla upp í loftið, vegna þess að
hvergi finnst ljótari brú í heiminum! Ég
vil gera þetta í minningu föður míns,
sem barðist gegn þessari brú á meðan
hann lifði. Við eigum að reisa flotta brú
og gera almennt meira af töff hlutum. Ég
veit ekki hvernig á að útskýra það,“ seg-
ir hann hugsi. „Það er til dæmis ekkert
mál að gera bóndabæi úti á landi töff,
bara með því að mála þá ekki appels-
ínugula, heldur hvíta og þakið rautt. Það
þarf ekki mikið. Þetta er bara spurning
um smekk eða smekkleysi. Og ég vil
náttúrlega að allir fái ókeypis í sund og
ókeypis handklæði!“
– Flokkurinn er mjög stoltur af því
loforði, sá ég á heimasíðunni, skýtur
blaðamaður inn í.
En Jón er kominn á flug: „Og svo vil
ég gera meira úr hrekkjavöku og
þakkargjörðarhátíðinni, að það verði
fleiri dagar, og þegar ég verð borgarstjóri
vil ég að allir byrji á löngu og góðu fríi
eftir harða kosningabaráttu. Ég er tilbú-
inn að gefa Íslendingum frí – allir fá vi-
kufrí! Og það er annað sem ég vil breyta
– ég vil breyta því hvernig við tölum um
áratugi á íslensku. Þetta þarf að vinna í
samráði við Háskólann, að þegar við
segjum sjöundi áratugurinn, þá sé það
„seventies“ en ekki „sixties“. Þetta er
bara tæknileg útfærsla, en hitt er ferlega
hallærislegt. Líka að þegar maður verður
fertugur, þá sé maður á fertugsaldri, en
ekki fimmtugsaldri. Svo vil ég leggja
niður mannanafnanefnd og endurskoða
mannanafnalög!“
– Endurskoða en ekki afnema?
„Heitir það ekki það á venjulegu máli?
Oh, ég þoli þetta fyrirbæri ekki!“
– Hvaðan er Gnarr fengið?
„Það er bara tilbúið orðskrípi sem ég
bjó til úr nafninu mínu Jón Gunnar, bara
stytting á Gunnar. Þetta er kannski ekk-
ert gífurlega mikilvægt atriði. En það
sýnir í hnotskurn hvað við búum í órétt-
látu samfélagi og hvað skriffinnar og fólk
sem hefur lifibrauð af því að borða vín-
arbrauð og horfa yfir Tjörnina hefur
mikil völd í þessu þjóðfélagi. Það er svo
rangt, því þetta er ekki kreatívt eða
skemmtilegt fólk. Eina starfið sem það
hefur er að leggja steina í götu allra
hinna, gera lífið erfiðara og leiðinlegra,
og þannig fær það peninga. Það smjattar
á vínarbrauði og segir: „Hvernig getum
við gert líf fólks aðeins leiðinlegra?“ Ég
hef aldrei þolað að fólk skuli haga sér
svona. Sjáðu óréttlætið, maður sækir um
að fá að heita Ómarr með tveimur r-um,
hugsanlega af því að afi hans hét það, en
hann er „nobody“ og er neitað, en ég er
frægur, klár og ósvífinn, sæki um nafnið
Gnarr, sem engin hefð er fyrir í íslensku,
og fæ það samþykkt, af því að ég gæti
orðið til óþæginda fyrir fólkið. Bubbi
skírir barnið sitt París Dögun – heldurðu
að einhver plebbi í Breiðholti hefði kom-
ist upp með það? Ég held ekki. Svona er
óréttlætið í hnotskurn.“
Guð trúir á mig
– Hvað um trúmál, koma þau við sögu?
„Trú er svo afstætt fyrirbæri og hug-
tak, að ég get eiginlega ekki rætt það á
vitrænan eða lógískan hátt. En eins og ég
hef sagt, þá trúi ég ekki á Guð, en ég hef
fullvissu fyrir því að Guð trúir á mig,“
segir hann brosandi. „Mér finnst það
lýsa því ágætlega. Svo er yfirleitt öll um-
ræða um trúmál alveg ógeðslega leið-
inleg, hallærislega leiðinleg.“
Hann stenst ekki mátið.
„Ég er til dæmis mjög hrifinn af gyð-
ingdómi og ef ég gæti myndi ég gerast
gyðingur, og þá er ég að tala um bók-
stafstrú, trefla og allt. Ég er búinn að
kaupa mér kollhúfu. En ég trúi ekki á líf
eftir dauðann. Ég trúi því, að þegar þú
ert dauður, þá sértu bara dauður.
„That’s it!“
En svo verður maður að gæta sín sem
gjörningalistamaður á því sem maður
segir, því sonur minn gæti lesið það og
það er mikið af sálum í kringum mig. Ef
ég væri spurður hvort ég tryði á jóla-
sveininn, þá myndi ég segja nei, mér
fyndist að það ætti að leggja hann niður.
En ef sonur minn læsi það, þá yrði hann
eyðilagður. Þess vegna segi ég frekar, að
sjálfsögðu trúi ég á jólasveininn. Þetta er
svo margslungið, hvað segir amma og
hvað segir strákurinn minn?“
– Hver eru efst á lista með þér?
„Einar Örn Benediktsson, Óttarr
Proppé, Hugleikur Dagsson, Ágústa Eva
Erlendsdóttir, Sigurður Björn Blöndal,
Margrét Kristín Blöndal, synir mínir
báðir, dr. Gunni, Sigurjón Kjartansson,
Jörundur Ragnarsson, Gaukur Úlfarsson,
þetta eru vinir mínir og kunningjar, allt
fólk sem verður í eldlínunni.“
Svo fer hann að hlæja.
„Reyndar viljum við leggja niður jóla-
sveinana, ekki alla í einu, heldur í áföng-
um. Við byrjum á þeim sem enginn
þekkir, eins og Þvörusleiki, en höldum
eftir Stúfi, Hurðaskelli og Gluggagægi.
Smátt og smátt verða þeir bara aðstoð-
armenn, þannig að eftir fjögur ár, þegar
börnin vilja kynnast jólasveini, og segja
að Hurðaskellir sé jólasveinn, þá er sagt
við þau: „Nei, ekki beint jólasveinn,
hann er bara aðstoðarmaður.““
Jón er farinn að hlæja óstjórnlega.
„Svo smátt og smátt munu þeir deyja,
Hurðaskellir deyr síðast, af því að hann
er orðinn gamall. Það er hægt að gera
skemmtilegt efni úr því í sjónvarpinu,
þar sem hann liggur fyrir dauðanum á
spítala, þjóðin stendur á öndinni, öll
börnin. Svo er hann bara dáinn! Það
kennir þeim að díla við dauðann, sem
þau þurfa hvort eð er að gera fyrr en síð-
ar.“
Hann setur sig í spor fréttaþular:
„„Hurðaskellir, sem legið hefur á
gjörgæsludeild Borgarspítalans, lést á
áttunda tímanum í kvöld.“ Það er hægt
að gera eitthvað rosagaman úr þessu –
öll börn landsins verða límd við skjáinn.
Þetta gæti verið svona týpískur RÚV-
þáttur!“
Hann skellihlær og hallar sér aftur í
stólnum.
– Opnið þið kosningaskrifstofu?
„Já, ég býst við því. Það vantar bara
Jón veifar til væntanlegra kjósenda í Tjarnarborg, einn líkist honum töluvert.
Jón setur upp sparibrosið í fiskvinnslu Granda.
’
Eina starfið sem það hefur er að
leggja steina í götu allra hinna, gera
lífið erfiðara og leiðinlegra, og
þannig fær það peninga. Það smjattar á
vínarbrauði og segir: „Hvernig getum við
gert líf fólks aðeins leiðinlegra?““
Það er mikilvægt að heilsa fólki innilega á vettvangi þjóðlífsins.