SunnudagsMogginn - 24.01.2010, Blaðsíða 54

SunnudagsMogginn - 24.01.2010, Blaðsíða 54
54 24. janúar 2010 Ég er að æfa um helgina með hljómsveitinni Furstunum, en í henni eru ég, Jón Páll Bjarnason gítarleikari, Bjarni Sveinbjörnsson bassaleikari og Geir Ólafsson söngvari. Við ætlum að spila á Kringlukránni í febrúar og verðum þar með ýmsa söngvara sem gesti; Egil Ólafsson, Helgu Möller og Ara Jónsson svo nokkrir séu nefndir. Við verð- um að æfa um helgina með þeim. Svo er Öðlingafundur í FÍH á laugardaginn kl. 14.00 og þar segir Eyþór Þorláksson, gítarleikari og hljómsveit- arstjóri, æskuvinur minn úr Hafnarfirði og spilafélagi, frá ferli sínum, sem var stórbrotinn og mikill. Ég ætla líka að eyða tíma með Helgu Benediktsdóttur, konunni minni, en hún hefur verið í ganga í gegnum erf- iða læknismeðferð og ég þarf að sinna henni mikið. Svo ætla ég að reyna að komast á einhverja tónleika. Ég reyni að fara sem mest á djass-sinnaða tónleika en hef svo mikið að gera við að æfa og spila sjálfur að ég kemst ekki eins oft og ég vildi. Mér finnst gaman að fylgjast með unga fólkinu og hef stundað það frá því við Haukur Morthens fórum saman á dansstaði til að skoða nýjar söngkonur og söngvara, fórum í Silf- urtunglið, Sjálfstæðishúsið, Hótel Sögu, Naustið, Tjarnarkaffi og fleiri staði, keyrðum á milli og kíktum inn til að sjá hvað væri í gangi og hvað menn væru að gera. Helgin mín Guðmundur „Papa jazz“ Steingrímsson trommuleikari „Gaman að fylgjast með unga fólkinu“ H ver skyldi trúa því, í fámennu afskekktu landi þangað sem tónlistin barst síðust allra faglistgreina með fyrsta tónlistarskólanum 1930 og Sinfóníuhljómsveit Íslands svo seint sem 1950, að nú hafi ríflega hálft hundrað verka verið samið fyrir þessa virtustu og kröfuhörðustu allra klass- ískra kammergreina? Ég verð að játa að það kom mér á óvart. En bækl- ingsritari nýútkomins geisladisks Eþos-kvarttettsins, Árni Heimir Ingólfsson, fer varla með staðlausa stafi í fróðlegu yfirliti sínu aftast, er nær frá fyrstu atrennum Jóns Leifs og Helga Pálssonar 1937-40 fram að 2006. Og þó að framleiðslan hafi að mestu staðið í stað 1940-70 er á hinn bóginn undravert hvað safnaðist síðan mikið í sarpinn, eða að meðaltali um eitt verk á ári. Einkanlega ef haft er í huga að ekkert hérlent strokfereyki hefur enzt öllu lengra í starfi en 4-5 ár. Að því leyti á Eþos- hópurinn (1996-2003) trúlega úthaldsmetið. Útkoman er því merkilegri sem menn mega vita að viðunandi árangur í þvísum samleik næst sjaldnast nema með stöðugri ástundun árið um kring – helzt í áratugi. Aðstæður til kvartettsamspils að lífsviðurværi gefast aðeins með milljónaþjóðum. Enda er íslenzkur kammerflutningur almennt séð eiginlega litlu minna kraftaverk en flug humalsbýflugunnar. Hún á ekki að geta flogið – en flýgur samt! Mesta tónsköpunarafrekið á þessum diski miðað við tilurðartíma er ugglaust að finna á fyrstu 12 rákunum, Eigið tema með varíatíónum og fúgu eftir Helga Páls- son (1899-1964). Að kaupfélagsstjóri á Norðfirði hafi smíðað jafnvandað nýklassískt verk í tómstundum 1939 gegnir stórfurðu, alveg sama þótt numið hafi í kyrrþey hjá Franz Mixa og Victor Urbancic. Því miður hlaut verkið ekki verðskuldaða útbreiðslu á sínum tíma, enda hvorki flytjendur né hlustendur undir það búnir, þótt hérumrædd innspilun (sennilega sú fyrsta) bæti loks úr skák. Vandvirkt verk fram í fingurgóma; furðu- fjölbreytt og, í upphafi fúgunnar, undir nokkrum áhrifum frá meistara Bach (sbr. XVII úr Kunst der Fuge). Heilsteyptast meðal yngri verka er án efa þríþættur kvartett Jóns Nordal Frá draumi til draums (1996), innblásinn af kvæðinu Söknuði eftir Jóhann Jónsson. Ljóðræn lipurð og íhugull tregi svífa þar áreynslulaust yfir vötnum, þótt einnig gæti hvassrar hrynskerpu í miðþætti. Fínallinn uppljómast síðan af áleitinni þrá – Sehnsucht, eins og þýzk hárómantík myndi kalla. Eðlilega mótast yngstu verkin, Langur skuggi eftir Hauk Tómasson (f. 1960) og Kvartett nr. 2 eftir Þórð Magnússon (f. 1973) – hvorttveggja sexþætt – af leit- andi nálgun. Samt má merkilegt kalla hvað gutlar víða mikið á ungu höfundunum. Það er engu líkara en að noblesse oblige-kvöð gullrenndrar hefðar hvetji þá til ýtrustu andagiftar. En túlkunin? Ég er dolfallinn! Og gríp enn til fyrra býflugudæmis. Þetta á ekki að vera hægt! Burtséð frá stöku hrynrænu neistaflugi, er aðeins atvinnuvirtúó- sagrúppa á við Arditti hefði skilað nákvæmar, gengur langflest eins og í hrífandi sögu. Og í frábærri upptöku Halldórs Víkingssonar er árangurinn sem næst full- komnaður. Argól: Eigulegur diskur í sérflokki. Dolfellandi kraftaverk TÓNLIST Eþos-kvartettinn bbbbm Íslenzkur hljómdiskur Íslenzkir strengjakvartettar eftir Helga Pálsson (1939), Jón Nor- dal (1996), Hauk Tómasson (2002) og Þórð Magnússon (2002). Eþos-kvartettinn (Auður Hafsteinsdóttir & Greta Guðnadóttir fiðla, Guðmundur Kristmundsson víóla og Bryndís Halla Gylfadóttir selló). Hljóðritað í Víðistaðakirkju Hf. 2/2003, 5-6/2004 og 10/ 2005. Upptökustjórn og hljóðvinnsla: Halldór Víkingsson / Fer- mata hljóðritun. Smekkleysa SMK65; 71:29 mín. Ríkarður Ö. Pálsson Eþos-kvartettinn. „En túlkunin? Ég er dolfallinn! Og gríp enn til fyrra býflugudæmis. Þetta á ekki að vera hægt!“ Morgunblaðið/Ásdís F yrir fimm árum sýndi Þorri Hringsson málverk í Listasafni ASÍ sem fóru fyrir brjóstið á mörgum málsmetandi mönnum innan menningarheims- ins, m.a. þáverandi gagnrýnendum Morg- unblaðsins og Fréttablaðsins sem tættu hana í sig af miklum móð. Þorri hafði þá horfið frá því að mála góm- sætan mat, sem hann var rómaður fyrir, og haldið til Aðaldals í Þingeyjarsýslu til að glíma við landslag. Þótti sumum listamaðurinn ganga fullnálægt málverkum föð- ur síns, Hrings Jóhannessonar, sem einnig sótti mynd- efni í Aðaldalinn, og skal ég alveg viðurkenna að ég greip andann á lofti þegar ég barði málverkin fyrst augum og mátti jafnvel sitja undir efasemdaröddum í eigin höfði til skamms tíma, eða allt þar til mér varð ljóst að enginn af- gerandi munur væri á landslagsmyndunum og mat- armyndunum. Þær eru dísætar, form spila áþekka rullu á myndfletinum og efnistökin eru söm. Maður lét bara blekkjast af rjómakökunum og sætabrauðinu. Sennilega var Aðaldalurinn alltaf í myndinni. Þorri er nú mættur aftur í Listasafn ASÍ með sýningu á landslagsmálverkum úr Aðaldalnum. Glíma listamannsins við landslagið hefur auðsjáanlega fleytt honum á nýjar slóðir í næmi á lit og dýpt mynd- flatarins, en Þorri hefur bætt við ósýnilegu lagi af máln- ingu sem ekki var að sjá á síðustu sýningu hans í lista- safninu, allavega eins og hún hefur geymst í mínu minni. Þær myndir voru líkari sætabrauðsmyndunum, hrein og klár yfirlýsing um yfirborð. Þessar fela í sér einhverja dulúð eða undirtón sem ekki liggur skýr fyrir. Að hluta er það matt en þokukennt landslagið en helst eru það þó efnistökin sem gefa þennan undirtón, þessi þunna áferð sem rennur saman í lögum. Það þýðir samt ekki að Þorri hafi sagt skilið við yf- irborðið því þótt rekja megi myndefnið til hádrama- tískra málverka rómantíkurinnar er okkur vart gefið að horfa á málverk samtímans út frá forrómantísku módeli. Á tímum þegar fagurfræðilegur mælikvarði ákvarðar ekki lengur listgildi hluta viljum við gjarnan snúa upp á hann og horfa til fegurðarímyndar eða táknmyndar. Mér sýnist Þorri alveg meðvitaður um að þannig sé komið fyrir fegurðarhugtakinu. Litasamsetningar eru til að mynda væmnar á köflum, rétt eins og glassúrbornar múffur, og þessar huggulegu kvöldstemningar eru efni- viður í túristablöð eða póstkort sem íslenskt landslags- klám. Þrátt fyrir þetta tekst Þorra að forðast að falla í kaldhæðni, eins og margur vill gera, enda hefur hann legið yfir myndunum af mikilli natni og ekki þarf glöggt auga til að sjá að hann hefur vandað mjög til verks og, fyrir vikið, skilað sannfærandi listaverkum. List eða lands- lagsklám? MYNDLIST Þorri Hringsson bbbmn Listasafn ASÍ Opið alla daga nema mánudaga frá 13.00-17.00. Sýningu lýkur 31. janúar. Aðgangur ókeypis. Næturþoka við lækinn, eitt verka Þorra Hringssonar. Jón B.K. Ransu Lesbók
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.