SunnudagsMogginn - 24.01.2010, Síða 44

SunnudagsMogginn - 24.01.2010, Síða 44
44 24. janúar 2010 VAMPIRE Weekend er nýrokkssveit frá New York sem vinnur meðal annars með afríska tónlist í sólríku rokki sínu á söluhæstu plötu Bandaríkjanna nú um stundir. Önnur plata sveitarinnar, Contra, hefur nú selst í 124.000 eintökum og situr í efsta sæti Billboard-listans bandaríska. Sveitin er á mála hjá breska merkinu XL Recordings sem er í smærri kantinum og er þetta í fyrsta skipti í nítján ár sem merki af því taginu kemst með plötu í fyrsta sætið. Það var Paula Abdul sem náði þeim árangri síðast með plötunni Spellbound en þá var hún á mála hjá Virgin. Vampire Weekend selur og selur Nýrokksveitin Vampire Weekend. Hin drátthaga sveit Gorillaz. HIN drátthaga sveit Gorillaz, sem er hug- arfóstur Damon Albarn og teiknarans Jamie Hewlett gefur út plötuna Plastic Beach í byrj- un mars. Á plötunni koma við sögu gestir eins og Lou Reed, Mos Def, Mark E Smith, Snoop Dogg, Bobby Womack, De La Soul og Gruff Rhys úr Super Furry Animals. Einnig verða þeir Clash-limir, Mick Jones og Paul Simonon þarna. Að sögn talsmanns sveit- arinnar, hins kaldhæðna en skarpgreinda Murdoc var platan tekin upp á leynilegri eyju í Kyrrahafinu. Fyrri plötur Gorillaz hafa verið hreinasta afbragð og því fullt tilefni til að núa saman höndum. Gorillaz klár með þriðju plötuna HVENÆR hættir maður að skrifa greinar sem koma inn á kreppuna. Eftir fimm ár? Ef maður er heppinn. Jæja, „what the hell,“ eins og ensk- ir segja. Norður-írska sveitin The Undertones gaf út sína fyrstu plötu árið 1979 og þá ekki bara í skugga yfirvofandi Thatcherisma, at- vinnuleysis og almennrar grárrar ömurðar sem hafði getið af sér pönkbylgjuna sem reið yfir tveimur árum fyrr, heldur var allt á hvolfi í Norður-Írlandi um þetta leyti; IRA gerandi allt vitlaust, hermenn mars- erarandi um stræti og torg Belfast o.s.frv. Og hvernig tekst maður á við svona hluti, ungur maður með framtíðina fyrir sér? Enskir pönkarar fengu útrás í reiðilegum textum þar sem al- menn samfélagsviðmið voru dregin í efa; tortryggni, bölmóði og pirringi var veitt út með ofsafenginni framreiðslu og grimmilegheitum. Landar Un- dertones,. Stiff Little Fingers tókust á við „The Troubles“ eins og ástandið nyrðra var kallað með því að semja um það. The Undertones, með söngspíruna Feargal Sharkey í broddi fylkingar, fóru hins í þveröfuga átt. Í glað- legri og orkuríkri pönktónlist var ekki að finna vott af neikvæðni eða and- styggilegheitum; textar fjölluðu um sum- arið, mars súkkulaði og stelpur, þessa litlu einföldu hluti sem fá bólugrafna unga menn til að tikka. Platan situr verð- skuldað á stalli með helstu rokkmeist- arastykkjum sögunnar vegna þessa ein- stæða útgangspunkts. Undertones gáfu út þrjár breiðskífur til viðbótar, allar prýði- legar og Feargal Sharkey keyrði síðan snubbóttan sólóferil um hríð Umslagið sem hér fylgir er það sem prýddi upprunalegu útgáfuna, í maí 1979, en hún fór lágt. Platan var svo endur- útgefin í október sama ár með öðru um- slagi og aukalögum, m.a. smáskífunum „Teenage Kicks“ og „Get Over You“. Út- varpsmaðurinn dáði John Peel, sem lést árið 2004, lýsti því yfir að fyrstnefnda lagið væri það besta sem hann hefði heyrt um ævina. arnart@mbl.is Poppklassík The Undertones Ömurð tækluð með ofsakæti S egja má að Tindersticks hafi komið eins og skrattinn úr sauðarleggnum því britpoppið var allsráðandi á þeim tíma, fjörugt glamúrlegt gítarpopp. Á þessari fyrstu plötu, sem alla jafna er kölluð „fyrsta platan“ eða „bláa platan“ til aðgrein- ingar frá plötu númer tvö sem hét einnig Tind- ersticks, er tónlistin sannkallað tregasíróp með mærðarlegum textum. Næsta skífa var áþekk og svo hefur haldið áfram: draumkennd popp- músík skreytt strengjum og málmblæstri, lærðum og lykluðum textum og flúrkenndum útsetningum. Tindersticks var stofnuð 1992 upp úr rokk- sveitinni Asphalt Ribbons af þeim Stuart Stap- les söngvara, David Boulter hljómborðsleikara og Dickon Hinchcliffe fiðluleikara. Fljótlega slógust í hópinn aðrir Asphalt Ribbons-félagar; Neil Fraser gítarleikari, Al Macauley slagverks- leikari og John Thompson bassaleikari. Ýmsir hafa tekið þátt í starfi sveitarinnar upp frá því, en segja má að kjarninn hafi verið Staples, Fra- ser og Boulter og þannig er sveitin skipuð í dag. Áttunda platan Eftir Tindersticks liggja sjö breiðskífur og sú áttunda, Falling Down A Mountain, kemur út á morgun, en sú skífa var hljóðrituð í Frakklandi og Belgíu í sumar sem leið. Til viðbótar við þrenninguna sem skipar sveitina í dag komu þeir Earl Harvin slagverksleikari og David Kitt gítarleikari, en söngkonan Mary Margaret O’Hara syngur í einu lagi. Sveitin hefur einnig samið nokkuð af kvik- myndatónlist, en aðeins fyrir kvikmyndir Claire Denis: Nénette et Boni, Trouble Every Day, 35 rhums og Matériel blanc. Sólóskífur Um hríð virtist sem Tindersticks væri búin að syngja sitt síðasta og almennt talið að platan Waiting for the Moon, sem kom út 2003, yrði hennar hinsta verk. Sú trú manna fékk svo byr undir báða vængi þegar Stuart Staples tók að gefa út sólóskífur, sú fyrsta, Lucky Dog Recor- dings 03-04, kom út 2005, þó að sveitin hafi komið saman til að halda eina tónleika 2006. Að þeim tónleikum loknum gekk líka helm- ingur sveitarmanna úr henni og eftir urðu þeir Staples, Fraser og Boulter. Þeir vildu ekki kanna málin betur og tóku að hittast til að tala um tónlist sem lyktaði svo að Tindersticks sneri aftur með plötuna The Hungry Saw fyrir tveimur árum, þrælfínt verk, og enn halda þeir félagar áfram með Falling Down A Mountain – sem betur fer. Meira tregasíróp Breska rokksveitin Tindersticks lifnaði við fyrir tveimur árum og sendi frá sér fína plötu. Enn eru þeir Stuart Staples og félagar að því ný breiðskífa Tind- ersticks kemur út á morgun. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Félagarnir í Tindersticks eru endurnærðir, frískir vel og til alls vísir. Tindersticks lék á tónleikum á Nasa 11. september 2008 og af því tilefni ræddi blaða- maður Morgunblaðsins við Stuart Staples þar sem um- rótið innan sveitarinnar í kjölfar Waiting for the Moon bar á góma: „Það var nauðsynlegt að draga djúpt andann og hugsa aðeins um þetta … við vorum búnir að vera stöðugt að í tólf ár. Langaði okkur að halda áfram eða ekki? Sveitin var sett á ís og menn hugs- uðu sitt og svo kom þetta bara saman aftur … Við ákváðum að feta þetta var- lega, hittumst bara og dútl- uðum saman við tónlist. Og … ný orka tók að mynd- ast.“ Umslag Waiting for the Moon. Ný orka tók að myndast AEROSMITH leitar nú logandi ljósi að íhlaupa- söngvara fyrir Steven Tyler, sem nú er í með- ferð. Hugsanlegt er að íhlaupasöngvarinn verði eitthvað annað og meira, nái sem sagt að syngja sig inn í sveitina og skilja Tyler greyið eftir úti í kuldanum. Joe Perry gítarleik- ari segir að hann sé farinn að skima í kringum sig eftir „varamanni“ en hann sé vel til í að fá Tyler aftur, en það sé undir honum komið. Aeorosmith er nú í startholunum fyrir fertugs- afmæli sitt sem verður fagnað með pompi og prakt árið 2011 og það verður gert segir Perry – með eða án Tyler. Steven Tyler og Joe Perry. Aerosmith hefur leit að íhlaupasöngvara Tónlist

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.