SunnudagsMogginn - 24.01.2010, Blaðsíða 6

SunnudagsMogginn - 24.01.2010, Blaðsíða 6
6 24. janúar 2010 Ásgeir Theodórs, yfirlæknir melt- ingarsjúkdómadeildar St. Jós- efsspítala – Sólvangs í Hafnarfirði er eindreginn talsmaður skimunar fyrir krabbameini í ristli og enda- þarmi. Hann segir að til dæmis í Bandaríkjunum sé talið að skim- un í mörg ár hafi leitt til fækkunar á nýgreindum tilfellum og að dauðsföllum hafi fækkað vegna þessa krabbameins. Ásgeir bendir á að bæði rist- ilkrabbamein og legháls- krabbamein hafi góðkynja forstig sem mögulegt sé að finna með skimun. Þannig megi oft forðast að sjúkdómurinn gangi langt því þá er erfitt og dýrt að meðhöndla hann. Ekki megi gleyma að lífs- gæði þessa fólks séu jafnframt verulega skert. Skimunaraðferðir séu vel þekktar og hafi fáa fylgi- kvilla, en vissulega geti verið taugatitringur og kvíði samfara þeim. „Ég verð var við að fólk sem hefur einkenni og ekki hefur þor- að í rannsóknir eða skimun, sé hrætt. Það er fólk sem kvelst oft í langan tíma þar til það ákveður að fara í rannsókn sem leiðir svo í ljós að krabbamein er ekki orsök einkenna. Óvissan er jafnan verst hvað þetta varðar.“ Ávinningur að skima fyrir ristilkrabbameini Sigurður Björnsson, læknir og fyrrverandi formaður Krabbameinsfélags- ins, er talsmaður forvarna og gagnrýndi framsögumenn á fundinum. Morgunblaðið/Ómar Í fyrra varð „sprenging“ í Bandaríkjunum þegar umræða hófst af miklum krafti um hugsanlega skaðlegar afleiðingar skimunar fyrir krabbameini. Þessi umræða leiddi meðal annars til þess að í gær, föstudag, var haldið mál- þing um vandamálið á Læknadögum 2010 á Hilton Reykjavík Nordica-hótelinu. Falskt öryggi Ótímabærum dauðsföllum meðal 40 til 74 ára kvenna hefur fækkað verulega hérlendis und- anfarin 15 ár, en dánartíðni af völdum brjósta- krabbameins virðist lítið hafa breyst á tímabilinu, að sögn Jóhanns Ágústs Sigurðssonar, prófessors við læknadeild Háskóla Íslands. Linn Getz, trúnaðarlæknir Landspítalans og dós- ent í samfélags- og heimilislæknisfræði við háskól- ann í Þrándheimi, segir að byggi hún í Noregi fengi hún ekki boð um að koma í skimun fyrr en við 50 ára aldur, en hér hafi hún fengið sitt fyrsta boð 39 ára og nú, átta árum síðar, sé hún enn að hugleiða boðið enda ekki sjálfgefið að konur mæti í skimun. Flestar fái góðar fréttir og það sé að sjálfsögðu léttir. Við skimun greinist hins vegar margar konur með krabbamein og í kjölfarið fari þær í gegnum langt og strembið ferðalag til einskis, vegna þess að töl- fræðin bendi til þess að oft sé ekki ástæða til þess að meðhöndla brjóstakrabbamein, þar sem það sé oft í eðli sínu meinlítið og myndi aldrei valda konunni skaða óáreitt. Konur gangi í gegnum erfitt tímabil uppskurða, geisla og lyfja sem kosti mikla orku og skert lífsgæði. Eitt ár geti farið til spillis vegna þessa. „Ég vil að við fáum heiðarlega og opna umræðu um málið þar sem tilfinningarnar og valdabarátta fagmanna er lögð til hliðar svo og barátta stjórn- málamanna á milli,“ segir Linn Getz. „Við þurfum að endurskoða forvarnirnar.“ Hún bætir við að verulega illkynja tegundir krabbameins eigi það oft til að koma í ljós á milli skimana og því geti skim- unin lítið gert til að breyta horfunum. Til viðbótar þessu segist Linn Getz velta því fyrir sér hvaða áhrif það hafi á almennt heilsufar konu að fara í gegnum krabbameinsmeðferð og vera út- keyrð, þreytt og hrædd í heilt ár. Ekki bara á krabbameinið sem verið sé að berjast við heldur á vöðvaverki, hjarta- og æðasjúkdóma og svo fram- vegis. Skipulögð hópleit ekki tímabær Eiríkur Jónsson, sérfræðingur og yfirlæknir í þvag- færaskurðlækningum við Landspítalann, segir að almennt sé viðurkennt að ekki sé tímabært að hefja skipulega hópleit að krabbameini í blöðruhálskirtli því álitamálin séu of mörg. Þegar menn leiti til læknis sé oftast um góðkynja vandamál að ræða, stækkun eða bólgur sem hrelli menn en geti líka verið krabbamein. Þá sé gripið til skoðunar og ákveðinna blóðprófa. Þegar beðið sé um slíka rannsókn skipti miklu máli að viðkomandi sé vel upplýstur um hvers eðlis slík skoðun er og hvað það hefur í för með sér að greinast með krabba- mein á frumstigi. Viðbrögðin geti spannað allt frá því að menn bíði átekta og fylgist með meininu upp í það að farið sé í mikla meðferð sem geti haft veruleg áhrif á lífsgæði. Valmöguleikarnir séu því margir og svörin eftir því. Snorri Ingimarsson læknir og Eiríkur þýddu og staðfærðu bókina Krabbamein í blöðruhálskirtli, sem kom út fyrir nýliðin jól. Hún upplýsir og að- stoðar menn við að velja meðferð, en Eiríkur segir nauðsynlegt að viðkomandi taki þátt í þeirri ákvörðun. „Um 200 manns greinast á hverju ári og 50 látast úr sjúkdómnum,“ segir hann. Sjaldgæft sé að 50 ára og yngri greinist með krabbamein í blöðruhálskirtli og mikill meirihluti sé eldri en 70 ára. Sjúkdómurinn þurfi ekki að hafa áhrif á líðan manna og þarfnist þá ekki meðferðar. Meinið sé oft til staðar þó áhrifin komi ekki fram og kembileit eða skimun geti endað með óþarfa meðferð. Eiríkur bendir á að læknir standi frammi fyrir þeim vanda að honum beri skylda til þess að finna mein á frumstigi, lækna það og koma í veg fyrir dauða vegna sjúkdómsins. Honum beri jafnframt skylda til þess að hlífa mönnum við óþarfa grein- ingu og meðferð. Langt og strembið ferðalag til einskis Segja skimun fyrir krabbameini hafa fleiri ókosti en kosti Linn Getz læknir flytur tölu sína á Læknadögum 2010 í gær. Morgunblaðið/Ómar Vikuspegill Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Hérlendis var gerð forkönnun varðandi skimun fyrir krabba- meini í ristli og endaþarmi á árunum 1984-1986 undir stjórn Ásgeirs Theodórs með styrk frá Oddfellowstúkunni Þormóði goða. 3.000 körlum og 3.000 konum á aldrinum 45-70 ára var boðið að taka þátt í rannsókninni hjá Krabbameinsfélaginu og var um 42% þátttaka. Hjá 2% þátttakenda greindist blóð í hægðum og fóru þeir í rist- ilspeglun. Krabbamein á byrj- unarstigi fannst hjá þremur einstaklingum og forstigs- breytingar (ristilsepar) hjá tíu einstaklingum. www.noatun.is LAMBAFILE MEÐFITURÖND 2798 KR./KG BBESTIR Í KJÖTI ÚRKJÖTBOR ÐI ÚR KJÖTBORÐI 3498 Nóatún bestir í kjöti 20% afsláttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.