SunnudagsMogginn - 24.01.2010, Blaðsíða 25

SunnudagsMogginn - 24.01.2010, Blaðsíða 25
24. janúar 2010 25 Ertu jafn mjúkur maður og þú virðist vera? „Eigi veit ég það svo gjörla. Virðist ég mjúkur maður?“ Já, þú virðist til dæmis ekki vera mikill skap- maður. En ertu það kannski? „Nei, ég er svo heppinn að eiga við létt skap að stríða. Ég vakna snemma á morgnana og sef vel á nóttunni. Mínir dagar eru morgnarnir. Hér á heimilinu er mér sagt að í lífi mínu gerist ekkert eftir klukkan níu á kvöldin.“ Konan þín, Steinunn Þórarinsdóttir, er mynd- höggvari. Hefur þú mikinn áhuga á listum? „Já, ég hef alltaf verið veikur fyrir því fagra á jörðinni og hef haft ómælda ánægju af því að fylgj- ast með Steinunni og því sem hún hefur verið að fast við. Ég bretti iðulega upp ermarnar og fæ að hræra steypu og bera gifs þegar hún er að vinna.“ Hvernig kynntust þið? Við Steinunn hittumst fyrir þrjátíu árum þegar við vorum að koma úr námi, hún frá Ítalíu og ég frá Vestur-Afríku þar sem ég vann við sálfræði- rannsóknir. Ég hélt að hún hefði verið fyrirsæta á Ítalíu og það hreif. Spurningin: Ertu fyrirsæta? sló í gegn.“ Vorum rík í korter? Nú lifum við á krepputímum. Hvernig horfa þessir tímar við þér? „Ég lít svo á að uppbrotið og kreppan sem við búum við sé til góðs og hafi orðið að verða. Við vorum ekki á réttri braut og þá er bara að leiðrétta kúrsinn og halda á gjöfulli mið. En áður en allt þetta gerðist, útrásin og bankahrunið, voru ákveðin teikn í íslensku samfélagi sem voru á margan hátt glæsileg. Við vorum að öðlast sjálfs- traust sem þjóð, vorum farin að rétta úr bakinu og farin að gera alls kyns hluti sem okkur hafði ekki dottið í hug áður, eins og til dæmis að fara til út- landa til að klífa hæstu fjöll veraldar og ganga yfir Grænlandsjökul auk þess sem Íslendingar höfðu stofnað til nokkurra velheppnaðra fyrirtækja á er- lendri grundu. Ýmislegt varð til að ýta undir þetta aukna sjálfstraust þjóðarinnar, eins og til dæmis alþjóðlegir samningar sem gerðu okkur kleift að gera svo margt sem ekki var áður hægt. Frelsið varð líka til góðs. Það urðu kaflaskil þegar maður gat fengið að kaupa mackintosh á Íslandi. Sem ungur sjómaður tók ég þátt í miklum smygl- aðgerðum til að geta komið mackintoshdósum til mömmu. Svo kom frelsi í viðskiptum og öll þjóð- in, ekki bara bankamenn, fór að rétta úr kútnum og hugsa sér til hreyfings. En þróunin varð óheppileg. Útrásin hófst, við vorum að feta nýjar slóðir og það vantaði leikreglurnar eða þá að þeim var ekki fylgt nógu vel eftir.“ Er ekki græðgi einstakra manna um að kenna hvernig fór? „Mér finnst græðgi ekki vera rétta orðið. Ég vil frekar nota orð eins og dugnaður og áræði í sam- bandi við vinnu flestra þessara manna. Ef í ljós kemur að einhverjir útrásarvíkinganna hafi brotið lög og reglur þá verður vitaskuld slegið á puttana á þeim. Lögum og reglum verður að fylgja. Ég kynntist nokkrum víkingum þegar ég tók viðtöl við þá og ferðaðist með þeim. Ég sá að þetta voru menn sem unnu nótt sem nýtan dag og töldu sig ekki bara vera að vinna fyrir sjálfa sig heldur líka fyrir þjóðina. Það gerist ekkert nema fólk sé tilbú- ið til að vinna og menn mega ekki vera sporlatir í bankaviðskiptum frekar en í nokkru öðru. Fyrir tilstilli þessara manna kom fjármagn inn í landið og peningar eru á margan hátt drifkraftur hlut- anna. Í samfélaginu var fólk alls staðar að skapa og gera nýja hluti og listir og vísindi blómstruðu. Núna finnst okkur eins og þessi veisla hafi bara staðið í korter. En á þessu korteri vorum við Ís- lendingar ríkir, og því skal enginn gleyma.“ Þú valdir þér fjölmiðlastarf sem lífsstarf en þar er rekstur yfirleitt erfiður og atvinnuöryggi lítið. „Já og afleiðingin er sú að íslensk blaðamennska er ekkert til að hrópa húrra fyrir. Fjölmiðlarnir hafa ekki verið nógu sterkir til að veita aðhald, ekki bara stjórnmálamönnunum og kerfinu heldur öllu samfélaginu. Það hefur komið þjóðinni illa. Fjölmiðlar hafa ekki verið nógu grimmir. En þeir hafa hvorki haft mannskap né getu til að vera það.“ Hugsar þú oft um atvinnuöryggi þitt eða læt- urðu slíkar hugleiðingar vera? „Þegar ég var að hefja störf í fjölmiðlum þá fór ég á milli þeirra á um það bil tveggja ára fresti að- allega til að læra. Ég hef unnið á dagblöðum, tíma- ritum, útvarpi og sjónvarpi. Þegar maður verður eldri hægist á manni. Nú hef ég verið hjá Íslenska útvarpsfélaginu í tuttugu ár en mér finnst eins og ég hafi byrjað í gær. Hversu lengi ég mun verða finnst mér afskaplega erfitt um að spá. Það er svo erfitt að segja til um framtíðina.“ Morgunblaðið/Ómar Jón Ársæll: Ég hef mikinn áhuga á fólki og er sammála franska uppeldisfræð- ingnum Rousseau sem sagði að mað- urinn væri í innsta eðli sínu góður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.