SunnudagsMogginn - 24.01.2010, Blaðsíða 55

SunnudagsMogginn - 24.01.2010, Blaðsíða 55
24. janúar 2010 55 Í Hafnarborg getum við nú barið augum uppsetn- ingu á verki Ragnars Kjartanssonar, Endalokin, sem varð til að hluta og var sýnt sem framlag Ís- lands á Feneyjatvíæringnum síðasta ár. Verkið er tvískipt. Annars vegar er um að ræða fimmfalda mynd- bands- og tónlistarinnsetningu þar sem Ragnar og Dav- íð Þór Jónsson spila á ýmis hljóðfæri og syngja í vetr- arfegurð og fimbulkulda kanadískra fjalla. Hins vegar má sjá mikinn fjölda málverka sem Ragnar málaði af vini sínum, myndlistarmanninum Páli Hauki Björnssyni, í þá sex mánuði sem dvöl hans stóð í íslenska skálanum í Feneyjum. Á meðan framsetning á verkinu Endalokin –Klettafjöll er sambærileg við framsetninguna í Fen- eyjum þá er verkið Endalokin – Feneyjar gjörbreytt hér frá því sem það var, lifandi innsetning og gjörningur í merkingarhlaðinni og fornfrægri byggingu við iðandi líf Feneyjabúa, ferðamanna og gondóla á Canal Grand. Málverkin eru þétt hengd upp þvers og kruss í rýminu svo minnir á sambland af gamalli saloon-sýningu og vinnustofu málarans þar sem sumar myndir lenda jafn- vel á bak við aðrar. Málverkin eru mjög misjöfn að gæð- um og gætu verið sýning á verkum listnema í mód- elmálun þar sem allar myndirnar eru af sömu fyrirsætunni. Ragnar hefur sagt að verkið snúist ekki um gæði málverkanna, heldur um fjölda þeirra. Því má segja að málverkin séu fyrst og fremst vitnisburður um þann gjörning sem fór fram í Feneyjum og snerist um hina rómantísku „mýtu“ um listamanninn og líf hans, sem Ragnar sjálfur segir að sig hafi dreymt um frá unga aldri. Þrátt fyrir þetta (eða einmitt þess vegna) kemst áhorf- andinn ekki hjá því að rýna í málverkin á sýningunni í leit að einhverjum vísbendingum um snilli, tjáning- arþörf, sköpunarkraft o.s.frv. Það má segja að það eitt að mála sama viðfangsefnið í sama rými á hverjum degi í hálft ár hljóti að vera skóli út af fyrir sig og eitthvað bitastætt ætti að leynast í málverkamergðinni. Á sýn- ingunni er mikið „stílmoð“ eins og sagt var áður í niðr- andi skyni þegar málari „síteraði“ í margvíslega mál- unarstíla í verkum sínum. Hér er það bara plús að sjá glitta í stílbrögð ólíkra listamanna sögunnar, t.d. Egon Schiele, Henri Matisse og Christian Schad. Það er í sjálfu sér innbyggð kaldhæðni listarinnar að öll verk eru lesin með tilliti til þess sem við þekkjum fyrir í listasögunni. Þrátt fyrir einfalda, jafnvel barnalega hugmynd og að því er virðist hreina, beina og einlæga útfærslu þá felur verkið í sér flóknar hugmyndafræðilegar spurningar. Verkið vísar augljóslega í rómantík, hugmyndina um snillinginn, upprunaleikann, einlægnina, íroníuna, harmleikinn, firringuna, manninn andspænis nátt- úrunni, tilfinningar, innsæið o.s.frv. Þegar póstmód- ernísk kaldhæðni og sýndareinlægni er notuð með til að afbyggja rómantíska kaldhæðni og einlægni þá erum við komin á nokkurs konar byrjunarreit þar sem afbygg- ingin verður sýndarafbygging og staðfestir viðkomandi mýtu sem tóma en um leið merkingarbæra undir því harmræna yfirskini að lífið sé leikhús fáránleikans og listamaðurinn trúður. Í hinum alþjóðlega listheimi, ekki síður en í hinum ís- lenska, hefur mátt sjá tilhneigingu eða tísku þar sem hugmyndin um einlægni birtist í barnaskap eða jafnvel fíflaskap. Hí hí-írónía verður heimspekileg, listin hefur endað og það er um að gera að lifa í augnablikinu og spila með í hinum níhílísku endalokum. Innsæi Ragnars í tískuheim listarinnar kristallast í verkinu sem hittir beint í mark og má segja að endurspegli ákveðið ástand. Þannig er verkið endurspeglandi, dregur fram einkenn- in eða sjúkdómsástandið eins og sumir myndu orða það, frekar en að vera merkingarbært þannig að það leggi eitthvað til málanna. Í listheimi þar sem slík end- urspeglun er í hávegum höfð má segja að verk Ragnars, Endalokin – Feneyjar, skjóti beint í mark þótt skrán- ingin á viðburðinum eins og við sjáum hann í Hafn- arborg nái ekki að draga fram listsögulegan og alþjóð- legan kjarna gjörningsins. Verkið Endalokin – Klettafjöll er gert úr sama hug- myndafræðilega efniviði og Feneyjagjörningurinn en hefur það þó fram yfir að virka beint, þ.e. áhorfandinn þarf ekki endilega að þekkja neinar forsendur til að njóta þess. Verkið vekur ekki upp spurningar um hvað sé list þrátt fyrir að það sé forvitnilegt í sjálfu sér af hverju það virkar eins vel og raun ber vitni. Hin einlæga tvíræðni (eða tvíræða einlægni) MYNDLIST Ragnar Kjartansson. Endalokin, framlag Íslendinga á Feneyjatvíæringnum 2009 bbbbn Hafnarborg, Hafnarfirði Opið alla daga nema þriðjudaga frá kl. 12 til 18. Á fimmtudögum er opið til kl. 21.00. Aðgangur ókeypis. Sýningin stendur til 28. febrúar. Eitt málverkanna sem Ragnar Kjartanssonar málaði í Fen- eyjum. „Þrátt fyrir einfalda, jafnvel barnalega hugmynd og að því er virðist hreina, beina og einlæga útfærslu þá felur verkið í sér flóknar hugmyndafræðilegar spurningar.“ Þóra Þórisdóttir Líbíski rithöfundurinn Hisham Mat- ar vakti mikla athygli fyrir nokkrum árum fyrir bók sína In the Co- untry of Men, sem kom út undir nafninu Í landi karl- manna hjá JPV árið 2007, en í henni lýsir hann lífi ungs drengs í Trípólí og um leið því sam- félagi ótta og tortryggni sem Líbíumenn búa við og hafa gert frá því Muammar Gad- dafi komst til valda fyrir rúmum fjörutíu árum. Hisham kom fyrir efri deild breska þingsins í vikunni og hvatti þá bresk stjórnvöld til þess að krefja Líbísk stjórnvöld um afdrif þeirra sem handteknir voru án skýr- inga að undirlagi Gaddafis í land- inu, en faðir Matars, Jaballa Matar, sem var eitt sinn sendifulltrúi Líbíu hjá Sameinuðu þjóðunum, var einn þeirra – honum var rænt á götu í Kaíró fyrir tuttugu árum og hefur ekkert spurst til hans síðar nema að heimildir eru fyrir því að hann hafi verið á lífi árið 2002. Samfélag ótta og tortryggni Líbíski rithöfundur- inn Hisham Matar. LISTASAFN ÍSLANDS ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Endurfundir Fornleifasýning fyrir alla fjölskylduna Fyrir ári Segja þessir hlutir söguna? Opið alla daga nema mánudaga 11-17 Aðgangur ókeypis fyrir börn www.thjodminjasafn.is - s. 530 2200 Söfnin í landinu 16. janúar - 28. febrúar Endalokin - Ragnar Kjartansson Ljósbrot - Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir Sunnudag 24. janúar kl. 20 - Nýárstónleikar með Tríó Reykjavíkur og Eyjólfi Eyjólfssyni tenór Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri. www.hafnarborg.is • sími 585 5790 Aðgangur ókeypis CARNEGIE ART AWARD 2010 8.1. - 21.2. 2010 SUNNUDAGSLEIÐSÖGN 24. jan. kl. 14 Anna Jóa myndlistarmaður og listgagnrýnandi með leiðsögn um sýninguna. SAFNBÚÐ Úrval af listaverkabókum, listaverkakortum, plakötum, íslenskum listmunum og gjafavöru. Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík Sími 515 9600 OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mánudaga Allir velkomnir! ÓKEYPIS AÐGANGUR www.listasafn.is Listasafn: Björn Birnir Afleiddar ómælisvíddir Bíósalur: Verk úr safneign Listasafns Reykjanesbæjar Bátasafn: 100 bátalíkön Byggðasafn: Völlurinn Opið virka daga 11.00-17.00 helgar 13.00-17.00 Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn VÍKINGAHEIMAR Skipið Íslendingur og sögusýning - Söguleg skemmtun VÍKINGABRAUT 1 - REYKJANESBÆ Opið alla daga frá 11:00 til 18:00 Sími 422 2000 www.vikingaheimar.com info@vikingaheimar.com Grafíksafn Íslands-salur íslenskrar grafíkur Tryggvagötu 17, hafnarmegin Íslensk grafík í 40 ár - sögusýning Opið fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14.00-18.00. Sýningin stendur til 31. janúar. Aðgangur ókeypis. islenskgrafik@gmail.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.