SunnudagsMogginn - 24.01.2010, Side 45

SunnudagsMogginn - 24.01.2010, Side 45
24. janúar 2010 45 M örgum reynist erfitt að ræða um samband sitt, sér í lagi þegar um- ræðan snýst um hvernig fjármál hafa áhrif á það. Þökk sé efnahags- ástandinu um þessar mundir er þessi umræða orðin öllu erfiðari. Kvíði og ótti um veikingu krónunnar, efnahagslífið, atvinnumarkaðinn og tekjur gera öll samskipti enn meira taugatrekkj- andi en ella. Berist talið að eyðslu annars hvors aðilans getur það haft neikvæðar afleiðingar í för með sér. Pör um allan heim rífast um hvernig eigi að komast í gegnum efnahagskreppuna. Hvort sem það er efnahagskrísa eða ekki þá er oft erfitt að draga úr áhyggjum í sambandinu á sama tíma og reynt er að tala saman á árangurs- ríkan hátt um fjármálin. Á endanum verða pör þó að komast að sameiginlegri niðurstöðu í fjár- málunum og það krefst þess að þau tali hvort við annað – ekki rífist. Til að forðast rifrildi, hafið eftirfarandi í huga … Ekki rífast um hver gegnir hvaða hlutverki og hvernig það ætti að hafa áhrif á eigur ykkar. Forðist að gera lítið úr framlagi hins aðilans til sambandsins – fjárhagslega eða í öðru formi – eða gera mikið úr ykkar eigin. Ræðið þátt hvors ykkar í því að halda heimilinu og sambandinu gangandi. Ekki keppa. Það gerist sérstaklega á heimilum þar sem skipt hefur verið um fyrirvinnu, yfirleitt þar sem konan er komin með hærri laun en karlinn. Jafnvel á mestu jafnréttisheimilum geta skapast miklar tilfinningaflækjur vegna stolts makans. Ekki tuða yfir neysluvenjum makans. Og það sem meira er, ekki vera neikvæð(ur) og t.d. segja „ég sagði þér að við hefðum átt að spara“. Munið að verðmiði eða launaseðill er ekki upp- haf og endir alls. Ekki eyða í laumi og fela innkaupin fyrir makanum. Komið ykkur saman um ákveðna upphæð og ætli annar aðilinn að eyða meira en sem henni nemur verður hann að ráðfæra sig við hinn. Ákveðið einnig hvers konar innkaup eru í lagi og hver ætti að forðast. Biðjið hvort annað um aðstoð, eða sérfræðing ef þess reynist þörf. Vinir og ættingjar geta oft hjálpað meira en margan grunar. Þið þurfið að vinna saman að því að draga úr skuldum og spara pening. Í því felst að vera opinská og heiðarleg um tilfinningar ykkar. Samskipti ykkar þurfa að einkennast af virð- ingu, skilningi og sameiginlegri ábyrgð. Sam- bands- og meðferðarsérfræðingurinn dr. John Gottman segir að jafnvægi milli jákvæðra og neikvæðra samskipta í hjónabandi segi til um hversu heilbrigt það er. Góðu stundirnar ykkar – þær sem eru fullar af ástríðu, nautn, góð- mennsku, gamansemi, stuðningi og örlæti – verða að jafna út slæmu stundirnar, eins og t.d. gagnrýni, reiði, andstyggð, kvartanir, lítils- virðingu og fálæti. Að sjálfsögðu eru farsælustu samböndin þau sem einkennast meira af góðu stundunum en þeim slæmu. Það er líka mikilvægt að muna hverju þið hrífist af í fari hvort annars, þrátt fyrir fjár- hagsörðugleika. Reiði getur verið þrálát tilfinn- ing og það er þreytandi til lengdar að vera í nöp hvoru við annað. Hættið að nöldra, leggið allar neikvæðar tilfinningar til hliðar og styrkið jákvæðu þættina í sambandi ykkar. Fjármál og kynlíf Kynfræð- ingurinn Dr. Yvonne Kristín Fulbright kyn@mbl.is Leikhúsin í landinu www.mbl.is/leikhus Uppselt Örfá sæti laus FarandsýningU Ö F Íslenski dansflokkurinn 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Endalaus - Febrúarsýning2010 (Stóra sviðið) Fim 4/2 frums. kl. 20:00 Sun 7/2 kl. 20:00 Sun 14/2 kl. 20:00 Sun 21/2 kl. 20:00 Sun 28/2 kl. 20:00 Sun 7/3 kl. 20:00 Landnámssetrið í Borgarnesi 437 1600 | landnamssetur@landnam.is Stormar og styrjaldir - Sturlunga Einars Kárasonar (Söguloftið) Sun 31/1 kl. 16:00 Brúðarræninginn (Söguloftið) Lau 30/1 kl. 20:00 Íslenska óperan 511 4200 | midasala@opera.is Hellisbúinn Fös 29/1 kl. 20:00 Lau 6/2 kl. 20:00 Vinsælasti einleikur allra tíma! Algjör Sveppi - Dagur í lífi stráks Lau 30/1 frums. kl. 13:00 Ö Lau 30/1 2. sýn. kl. 16:00 Sun 31/1 3. sýn. kl. 13:00 Sun 31/1 4. sýn. kl. 16:00 Sun 7/2 5. sýn. kl. 13:00 Sun 7/2 6. sýn. kl. 16:00 Lau 13/2 7. sýn. kl. 13:00 Lau 13/2 8. sýn. kl. 16:00 Sun 14/2 9. sýn. kl. 13:00 Sun 14/2 10. sýn. kl. 16:00 Ein af skemmtilegustu fjölskyldusýningum landsins! Föstudagur Guðmundur Steingrímsson leggur til að niðurstöðu lands- leiks Íslands og Austurríkis verði vísað til þjóðarinnar. Fimmtudagur Dúna Guðrún Árnadóttir beið eftir því að sá sem var að lýsa landsleiknum krefðist þess að Ólafur skilaði riddarakross- inum! Anna Hrefna Ingimundardóttir: Nnneeeiiiiííííjjjjjjj!!! Miðvikudagur Þóra Hafsteinsdóttir Frábært að hlusta á KK í morgunútvarp- inu … góður! Sigtryggur Magnason Á morg- un frumsýnum við. Í dag á ég afmæli. Það er bara allt að ger- ast. Fésbók vikunnar flett L inda Hamilton ætlaði sér alltaf að verða forn- leifafræðingur en þegar leiklistaráhuginn kviknaði varð ekki aftur snúið. Í menntaskóla sagði leiklistarkennarinn hennar að leikkonu- starfið yrði aldrei hennar lifibrauð. Hún lét þessi ummæli ekki á sig fá og eftir útskrift flutti hún til New York og fór í leiklistarskóla. Hún fékk nokkur lítil hlutverk í sjón- varpsmyndum og við tökur á einni þeirra kynntist hún fyrsta eiginmanni sínum. Þau giftu sig árið 1982 og tveimur árum síðar sló Hamilton í gegn sem Sarah Connor í mynd- inni Terminator. Í kjölfarið lék hún m.a. í sjónvarpsþáttunum Beauty and the Beast og var til- nefnd til Emmy- og Golden Globe-verðlauna fyrir leik sinn. Árið 1989 eignuðust þau hjónin son en skildu skömmu síðar. Hamilton lék í Terminator 2 árið 1991. Hún eyddi miklum tíma í ræktinni til að undirbúa sig fyrir hlutverkið og vakti mikla athygli fyrir hversu vöðvastælt hún var orðin. Hún og leikstjóri myndarinnar, James Cameron, byrjuðu að rugla saman reytum sínum og eignuðust dóttur. Eftir Terminator-myndirnar buðust Hamilton aðallega hlutverk hörkukvenda, svipaðra Söruh Connor. Hún gaf lítið fyrir þau boð og fór því bitastæðu hlut- verkunum fækkandi. Hamilton og Cameron skildu eftir að hún uppgötvaði að hann átti í ástarsambandi við unga leikkonu meðan hann leikstýrði Titanic. Skilnaðurinn var einn sá dýrasti í Hollywood þar sem Hamilton fékk helm- ing eigna Camerons sem hafði nóg að bíta og brenna eftir að Titanic sló í gegn. Seinna viðurkenndi hún í viðtali að hún þjáðist af geð- hverfasýki. Hún sagði að sjúk- dómurinn hefði eyðilagt fyrsta hjónaband hennar, þar sem hún beitti mann sinn líkamlegu og andlegu ofbeldi, og einnig haft slæm áhrif á hjónaband hennar og Camerons. Hún byrjaði ekki að taka lyf við geðhvarfasýkinni fyrr en skömmu áður en síðara hjónabandinu lauk. Hamilton lék í myndinni Dan- te’s Peak en síðan þá hefur hún mestmegnis leikið í sjónvarps- myndum og -þáttum. Henni bauðst að leika Söruh Connor í Terminator 3 árið 2003 en hafn- aði boðinu. Hvað varð um Lindu Hamilton? Festist í hlutverki hörkukvendis Hamilton má muna sinn fífil fegurri. 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Næstu sýningar sjá á heimasíðu Borgarleikhússins www.borgarleikhus.is ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ „Besta leiksýning ársins“ Mbl., GB Mbl., IÞ Uppl. um sýningar og miðasala 551 1200 www.leikhusid.is Nýja Leikhúsið Tilbrigði við stef eftir Þór Rögnvaldsson Stef: Hin sterkari, eftir Ágúst Strindberg FRUMSÝNING sunnud. 24. jan. kl. 20.00. UPPSELT Sýnt: 24/1, 29/1, 31/1, 4/2, 6/2, 11/2, 14/2, 21/2, 25/2, 27/2

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.