SunnudagsMogginn - 24.01.2010, Blaðsíða 23

SunnudagsMogginn - 24.01.2010, Blaðsíða 23
24. janúar 2010 23 Jón Gnarr hugsar til framtíðar þegar hann byggir upp innviði Besta flokksins. ég held að fólk hafi ekki áttað sig al- mennilega á því. En hver veit nema næst vekjum við alþjóðlega athygli fyrir húm- or, það gæti orðið næsta útflutningsvara okkar – ég tala nú ekki um ef Ríkissjón- varpið færi að styðja við bakið á íslenskri menningu.“ – Danir hafa náð langt í þáttagerð. „Og norræn kvikmyndagerð er mjög vel þekkt, þar eru heimsþekktir og afar hæfileikaríkir kvikmyndagerðarmenn, og við höfum fulla möguleika á að slást í þann hóp. Við höfum gífurlega margt fram að færa og mikla sérstöðu. Það þarf bara að breyta hugsunarhættinum.“ – Verður framhald á Bjarnfreðarsyni? „Nei, við erum búin að loka þessu. Og byrjum annað verkefni núna síðsumars, sami hópur. Við ætlum að gera sjónvarps- þætti sem eiga að gerast á geðdeild. Það er verkefni sem við höfum pælt í lengi, svo- lítið í þeim anda sem við höfum verið að vinna í, að skyggnast inn í líf þeirra sem minnst mega sín í þessu samfélagi okkar.“ Og hugmynd kviknar. „Ég hitti málsmetandi konu, sem er gáfuð og hefur verið háskóla og allt, og hún hrósaði mér fyrir Næturvaktina, en sagðist þó hafa heyrt gagnrýni á þættina. Hún hefði heyrt marga segja að þeim fyndist við vera að gera okkur mat úr undirmálsmönnum. Ég hef heyrt þetta áður, en ég er og hef alla tíð verið undir- málsmaður. Ég er svo „fucked up“, ég var kominn á geðdeild sex ára gamall, lauk ekki hefðbundinni skólagöngu sökum lestrarörðugleika og lesblindu og ofvirkni, hef enga menntun, lauk ekki samræmdu prófunum, ég gat það ekki, hafði ekki burði til þess, og hef alltaf verið undir- málsmaður. Eina prófið sem ég hef er meirapróf, ég féll meira að segja og þurfti að taka það aftur!“ Hann hlær innilega. „Þannig að Næturvaktin er að miklu leyti byggð á mínu lífi, ég vann á bens- ínstöð, hef unnið í verksmiðjum og bygg- ingarvinnu, allskonar ógeði, ekki bara á sumrin heldur líka á veturna, og það er bara svona. Það sem hefur bjargað mér er náttúrlega að ég er svo klár. Í alvöru talað, þá er ég bara svo hugmyndaríkur. Ef ég hefði ekki svona miklar gáfur, þá væri ég á Litla Hrauni eða á geðdeild.“ – Fórstu á geðdeild sex ára? „Já, ég hef sagt frá því, að farið var með mig á barna- og unglingageðdeildina á Dalbraut vegna hegðunartruflana. Ég held að það heiti að vera misþroska eða eitt- hvað, og það er líka annað, að ég fæ floga- veikisköst og mígreni, og já … ég er voða- lega laskaður maður. Og er þarna á jaðrinum, hársbreidd frá því að verða dópisti, glæpamaður eða bara stofn- anamatur, ef ekki væri fyrir gífurlegan dugnað og gáfur. Í alvöru talað, ég er of- boðslega duglegur maður! Ég veit þetta hljómar eins og sjálfshól.“ Enn hlær hann dátt. „En það er það ekki. Mér finnst þetta bara raunsætt mat. Jú, og góður! Ég er líka rosalega góður. Í alvöru talað. Hjarta- hlýr!“ Hann segir þetta með áherslu. „Ég er mjög hjartahlýr. Ef ég væri heimskur og eigingjarn, þá væri ég ekki þar sem ég er í dag. Hérna.“ – Og á leiðinni í borgarstjórn? „Þá væri ég ekki að verða borgarstjór- inn í Reykjavík. Við munum lofa fólki öllu fögru, verðum með ógrynni kosningalof- orða, mikið af hátíðum og leikum, enda- laus karnivöl. Við ætlum að opna fyrstu leikhússundlaugina á Íslandi, þar sem fólk getur verið í sundi og horft á allskonar skemmtiatriði. Gerðu Rómarkeisarar það ekki, þegar þurfti að róa lýðinn, fjölguðu baðhúsum og skemmtiatriðum? Á meðan fullorðna fólkið blaðrar í heita pottinum, þá horfa krakkarnir á Skoppu og Skrítlu í barnalauginni. En svo ætlum við að sjálf- sögðu ekki að gera þetta, því þetta er óframkvæmanlegt og dýrt.“ – Þið nefnið líka virkt lýðræði. „Já, við viljum virkt lýðræði, þar sem allir hafa rödd. Við viljum opna símalínu á sérstakri Lýðræðisstofu. Þar verður núm- er sem fólk getur hringt í og talað inn á símasvara um hvað sem það vill. Það verður tekið upp og síðan munu allir í Besta flokknum hlusta á það og halda fundi um það. Svo viljum við líka opna Lýðræðistorg, símatorg sem fólk getur hringt í og talað við annað fólk um lýð- ræði. Það verður líka tekið upp og svo munu allir í Besta flokknum hlusta á það og halda fund um það.“ – Hefurðu fengið undirtektir? „Já, ég get nefnt dæmi um fóstru, sem styður Besta flokkinn, og sagði mér að hún hefði fengið meira borgað fyrir vín- arbrauðsfundi en að passa tuttugu krakka. Til er fullt af fólki sem finnst þetta rangt. Eitt varðandi stjórnmál er að ég held að stjórnmálamenn geri ekkert rosa- lega mikið. Í alvöru talað, þá er ég ekkert að segja að þetta séu allt letingjar og falsarar, en ég held að stjórnmálamaður kosti meira en hann skilar til samfélagsins. Og ég held það sé kolrangt að hann taki mikið af ákvörðunum. Það er undantekning að ég heyri um stjórnmálamann, sem hefur stigið fram og gert eitthvað sem skiptir máli. Og ef það gerist í Bandaríkjunum, þá er gerð kvikmynd um það! Ég held að þeir sitji mikið á fundum og borði ógrynni af vínarbrauði, en ákvarð- anir séu meira og minna teknar af þeim sem eiga peningana. Þeir fá leyfi hjá stjórnmálamönnum til að gera það sem þeir ætluðu að gera „in the first place“. Stjórnmál höfðu tilgang í upphafi síðustu aldar, boðuðu okkur útópískan draum: Fylgið okkar hugsjón, þá verðið þið frjáls! Fólk hljóp á milli hugsjóna, faðmaðist, fór í sleik og grét, af því að hugsjónin var svo falleg. Og stjórnmálamenn voru alltaf að selja okkur drauminn um hina fullkomnu paradís, þar sem allir væru jafnir og glaðir eins og í Besta flokknum. Og Besti flokk- urinn er bara barnaleg útgáfa af þessu. En svo breyttist allt og í stað drauma er okkur hótað með martröðum. Ef við ger- um ekki eitthvað, þá gæti farið illa. Stjórnmálamennirnir sem við kusum á þing hóta þjóðinni sem er að fara að kjósa, að ef hún kjósi ekki rétt, þá gæti farið illa. Þetta eru allt hótanir um martraðir. Það skiptir engu máli hvaða flokkur það er. Sjálfstæðisflokkurinn vildi alls ekki rugga bátnum og það varð að viðhalda stöð- ugleika. Allir stjórnmálamenn virðast fara í þennan gír. Kannski er Obama tákn um eitthvað nýtt, tiltölulega óþekktur maður sem virkar eðlilegur. Ég veit það ekki, en ég vona það.“ – Þú vilt rífa stjórnmálin upp úr troðn- ingum? „Engin hugsjón er göfugri en sá sem framfylgir henni. Georg Bjarnfreðarson er persónugervingur þess, gífurlegur fé- lagshyggjumaður, femínisti og sósíalisti í orði, en á borði er hann einstaklings- hyggjumaður, eins mikill frjáls- hyggjumaður og hægt er að vera. Honum er skítsama um alla nema sjálfan sig og er persónugervingur þeirrar tvöfeldni sem fylgir oft hugsjónum. Ég er orðinn 43 ára og löngu hættur að elta ólar við einhverja isma. Þetta eru ágætis hugmyndir og ekkert upp á þær að klaga. En þó að opnaður sé leikskóli byggður á hugmyndafræði Ludwigs Fin- kelsteins, fyrsti Finkelstein-leikskólinn, þá skiptir það engu máli ef tómir hálfvitar vinna þar. Það er miklu mikilvægara að sá sem stjórnar sé ærleg og almennileg manneskja, en að hún byggi á tiltekinni hugmyndafræði. Hún er svo mikið „jari jari“ og fólk kaupir þetta kjaftæði í bíl- förmum. Hugmyndafræði mun ekki bjarga okkur. Það eina sem getur bjargað okkur er fólk með gott hjartalag.“ ’ Það sem hefur bjarg- að mér er náttúrlega að ég er svo klár. Í al- vöru talað, þá er ég bara svo hugmyndaríkur. Ef ég hefði ekki svona miklar gáfur, þá væri ég á Litla Hrauni eða á geðdeild.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.