SunnudagsMogginn - 24.01.2010, Blaðsíða 14

SunnudagsMogginn - 24.01.2010, Blaðsíða 14
14 24. janúar 2010 honum. Ég þorði ekki að grípa í hníf- inn því ef hann hefði virkilega ætlað sér það þá hefði hann getað stórslasað sig. Þá fær hann skyndilega mikið kvíðakast og byrjar að anda ört og líð- ur út af. Pabbi hans nær þá að grípa í hnífinn og ég næ að grípa strákinn um leið og hann dettur. Svo fer hann að anda mjög ört og ég held honum þétt- ingsfast í fangi mér og fæ hann til að anda rólega með mér. Þá fyrst, þegar hann róast, get ég farið að gráta með honum. Ég held að þetta sé það versta sem nokkurt foreldri getur upplifað; að eiga barn sem sér ekkert ljós og vill bara deyja. Maður getur ekkert gert þegar barnið manns er hágrátandi og líður svona illa. Maður getur ekki sett plástur á sárið eða kysst á bágtið og sagt; Nú er þetta búið. Ég get ekki sagt að eitthvað lagist þegar ég geri mér ekki grein fyrir hvað það er sem þarf að lagast. Auðvitað verður maður rosa- lega einmana þegar maður heldur að enginn sé að ganga í gegnum sömu erfiðleika og maður sjálfur,“ segir móðirin. Veggurinn brotnar hjá blaða- manni sem þurrkar tárin með móð- urinni. Þegar fjölskyldan ræðir þetta atvik við sálfræðinginn þá finnst hon- um athyglisvert val að beina hnífnum að kviðnum en ekki úlnliðnum. Hann benti þá foreldrunum á að kviðurinn geymir allt það kvenlega. Sambandið við föðurinn hefur breyst mikið eftir að foreldrarnir áttuðu sig á að barnið þeirra væri transgender, þar sem það var óafvitandi alltaf að leita að feðga- sambandi, sem fyrst núna er að mynd- ast. Barnageðlæknir kemur til bjargar Barnið hefur ekki eingöngu glímt við kynímynd sína heldur einnig ofvirkni og athyglisbrest. Þar sem eftirlit með ofvirkum börnum er mjög mikið í Sví- þjóð er fjölskyldan ekki óvön því að vera í reglubundnu sambandi við starfsfólk á barna- og unglingageðdeild og hefur mætt í viðtöl á hálfs árs fresti. „Við vorum svo heppin að það byrjaði nýr barnageðlæknir á deildinni hans sem hefur reynst okkur alveg ótrúlega vel. Læknirinn tók strax eftir tog- streitunni í barninu og skildi að það var eitthvað meira að en ofvirkni. Það skiptir náttúrlega alveg rosalega miklu máli hvernig lækni maður lendir hjá,“ segir móðirin. Barnageðlæknirinn fer á stjá og leitar sér upplýsinga um transgender fólk til að staðfesta grun sinn. Hann sækir fundi hjá læknastöð sem sérhæfir sig í leiðréttingu á kyni og hittir þar fyrir dreng sem er í fasi og útliti nánast eft- irprentun af nýjum skjólstæðingi hans. Hendur læknisins eru þó bundnar því hann vill ekki koma neinum rang- hugmyndum að hjá barninu og finnst nauðsynlegt að barnið uppgötvi sjálft að það sé transgender. Í kjölfarið vísar geðlæknirinn fjölskyldunni á sálfræð- ing sem kynnir fyrir þeim hin ýmsu tilvik sem geta verið að angra sálina. „Þegar hún heyrði fyrst um TS og að það væri hægt að fæðast í vitlausum líkama var eins og það kviknaði hjá henni ljós. Hún var strákur fæddur í vitlausum líkama. Þarna fyrst héldum við að þetta væri hluti af ofvirkninni. Hún væri búin að finna út enn eina leiðina til að fá athygli og í staðinn fyrir að segja öðrum að hún væri lesbía og þess vegna væri hún hrifin af stelp- um væri bara þægilegra fyrir hana að segja að hún væri strákur sem væri hrifinn af stelpum. En auðvitað er það ekkert auðveldara. Það er miklu auð- veldara að lifa sem lesbía en TS,“ segir móðirin. Upplýsingar um transgender oft á neikvæðu nótunum Fjölskyldunni gefst síðan tækifæri síð- asta haust til að hitta drenginn sem geðlæknirinn hafði séð á læknastof- unni. „Þá fór allur vafi hjá okkur for- eldrunum og við vissum að leiðrétting á kyni væri það verkefni sem væri að glíma við. Við sáum einstakling sem var alveg eins og barnið okkar nema bara fjórum árum eldri. Þetta hjálpaði mjög mikið og leiddi til þess að stuðn- ingur okkar varð hundrað prósent. Auðvitað hafði ég alltaf vonast til þess að þetta væri eitthvað sem gengi yfir því það vill ekkert foreldri að barn þess lendi í minnihlutahópi sem virðist ekki fá neitt nema neikvæða umfjöllun. Þegar ég tala um neikvæða umfjöllun á ég sérstaklega við allt umtal um sjálfs- vígshugsanir og -tilraunir. Og þó að fjölskylda og vinir standi með barninu veit maður aldrei hvernig aðrir í sam- félaginu bregðast við,“ segir móðirin. Fjölskyldan leitar til RFSL í Svíþjóð, sem eru sambærileg samtök og Sam- tökin 78 á Íslandi. Þar fær hún ýmsa upplýsingabæklinga með sér heim og segir móðirin að einn þeirra hafi hjálp- að sér mjög mikið þar sem henni fannst hún vera að lesa um son sinn en hún sagði líka: „Eitt af því fyrsta sem ég les er að það hafi verið gerð könnun á því hversu margir innan RFSL séu TS og það eru 10%. Í kjölfarið les ég síðan að 27% þeirra hafi reynt sjálfsvíg og yfir 50% íhugað það. Eins er innan þessa hóps aukin hætta á þunglyndi og að ánetjast fíkniefnum og leiðast út í vændi. Þannig að ég upplifði svolítið mikið að það lesefni sem ég fékk í byrjun var mjög neikvætt og líka þegar ég fór að leita mér frekari upplýsinga á netinu. Maður fær svo sjaldan að lesa um hvernig fólki reiðir af þegar ferlið er búið því það fólk hverfur alltaf og vill hefja nýtt líf.“ Mesta mögulega magn af karlhorm- ónum í kvenmannslíkama Í Svíþjóð geta börn hafið leiðrétting- arferlið þegar þau ná sextán ára aldri. Er byrjað á viðtölum og hinu svokall- aða undirbúningsferli þar sem viðkom- andi lifir í nýju kynhlutverki í eitt ár áður en hann byrjar á hormónum. „Sonur okkar er svo heppinn að hann hefur alltaf lifað sem strákur og þarf því ekki að fara í gegnum þetta und- irbúningsferli. Læknirinn okkar hefur líka reynt að flýta ferlinu hjá okkur og viðtöl eru þegar byrjuð svo vonandi getur hann byrjað fljótlega á horm- ónum þegar hann verður sextán ára. Hann fór í hormónapróf og kom þá í ljós að hann er með mesta magn af karlhormónum sem kvenmaður getur haft. Þá sem móður fannst mér bara tilvalið að dæla í hann kvenhorm- ónum, jafna þetta út og þá væri þetta bara búið! En það er víst aldeilis ekki hægt,“ segir móðirin og hlær. Ekki er hægt að fjarlægja brjóstin fyrr en þau eru fullvaxin og þarf oft fleiri en eina aðgerð til þess. Brjóstin hafa reynst barninu erfiðust því þau eru sýnileg. „Fyrsti fatastíllinn skipti engu máli því þá voru engin brjóst. Svo þegar brjóstin fóru að vaxa þá var hann allur í hipphopp-stílnum. Hann er alltaf mjög hokinn til þess að fela þau. Þegar hann fer að synda í vötn- unum í Svíþjóð, eins og krakkar gera þar, þá fer hann í bol en þegar hann kemur upp úr vatninu verður hann hokinn og setur höndina innundir bol- inn og togar hann út svo ekkert sjáist. En þegar hann byrjar á hormónagjöf minnka brjóstin örlítið,“ segir hún. Sú staða kemur síðan upp að barnið þarf að leita til kvensjúkdómalæknis til að fara í hefðbundna skoðun. Ástæðan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.