SunnudagsMogginn - 24.01.2010, Blaðsíða 33

SunnudagsMogginn - 24.01.2010, Blaðsíða 33
sjúkrahúsa. Raunin sé allt önnur, í dag sé töluvert um að íbúar á þessum svæðum þurfi að leita til Landspítalans í Reykjavík um þjónustu. „Útreikningur á að 1.700 milljónir króna sparist byggist ekki aðeins á að því að sjúklingarnir verði fluttir á Landspítalann, heldur öll stoðþjónusta líka, eins og rannsóknir, röntgen, ræsting, þvottahús og yfirstjórn. Það þýðir einfald- lega að þá yrði ekki sjúkrahússtarfsemi á Suðurnesjum, Selfossi, Akranesi og í Hafnarfirði. Þetta er lagt fram í skýrslunni eins og Landspítalinn geti tekið við þessu öllu án nokkurs stofnkostnaðar eða aukn- ingar í rekstrarkostnaði. Þetta getur aldrei gengið upp,“ segir Magnús. Verði sameiginleg ákvörðun Heilbrigðisráðherra lét hafa eftir sér í Morgunblaðinu nýverið, þegar fjallað var um umrædda skýrslu, að engar ákvarð- anir yrðu teknar „ofan frá“ um tilflutning verkefna, þ.e. að ráðuneytið myndi ekki taka þær ákvarðanir. Þegar forstjórarnir eru spurðir hver eigi þá að taka þessar ákvarðanir kemur ekkert einhlítt svar. Gefum þó Magnúsi fyrst orðið: „Um leið og við erum komin með tölur sem hægt er að treysta, og þær sýna með óyggjandi hætti að hægt er að veita ákveðna þjónustu annars staðar með ódýrari hætti en hún fer fram núna, þá hljóta menn að taka mark á því, hvort sem það er ráðuneytið eða stofnanirnar.“ Árni bætir þá við: „Ég hef skynjað mál- flutning ráðherra þannig að þegar upp er staðið þá verði þetta sameiginleg ákvörð- un allra. Svona verkefnatilflutningar nást aldrei fram í stríði við íbúa viðkomandi svæðis eða starfsmenn stofnananna.“ Öll vötn renna til Reykjavíkur Glöggt má heyra vonbrigði og ákveðna reiði hjá sjúkrahúsforstjórunum en spurð hvort þau óttist að einhverjar af hug- myndum skýrslunnar verði fram- kvæmdar segir Guðjón: „Okkur er mikið niðri fyrir en við óttumst kannski það helst að menn rasi um ráð fram og hrapi að einhverri niðurstöðu á grundvelli þess- arar skýrslu. Að ákvarðanir verði teknar á hæpnum forsendum. Það viljum við ekki. Við höfum leitað eftir því í nokkur ár að fá í gang opna, heiðarlega og fordómalausa umræðu um hlutverk Kragasjúkrahús- anna gagnvart Landspítala. Við gerum okkur vel grein fyrir því að tímarnir eru að breytast. Samsetning íbúa á svæðinu hefur breyst, samgöngur batnað, kröfur og áherslur í heilbrigðisþjónustu hafa breyst. Það er eðlilegt og sjálfsagt að velta fyrir sér skipulagi sjúkrahúsþjónustu á suðvesturhorninu og þar með talið hlut- verki og áherslum innan LSH. Við verðum að horfast í augu við þetta, en á síðustu ár- um höfum við lagt aukna áherslu á sér- hæfingu spítalanna. Umræðan bara strandar alltaf. Hún byrjar á að snúast um verkaskiptingu á milli stofnana en endar alltaf á því að öll vötn renna nú til Reykja- víkur, ekki Dýrafjarðar. Landspítalinn er hátæknisjúkrahús og á að vera móðurspít- ali á ákveðnum sviðum, ekki endilega öll- um.“ Magnús segir Kragasjúkrahúsin geta sinnt mun meiri göngu- og dagdeild- arþjónustu vegna sérfræðilækninga en þau gera núna, þar sem ekki þarf að vera með mikla vaktabyrði. „Sunnlendingar, Vestlendingar og Suðurnesjamenn sækja ýmsa sérfræðilæknaþjónustu á læknastof- ur í Reykjavík, nokkuð sem hæglega væri hægt að veita hjá okkur, til hagsbóta fyrir íbúana. Fyrir þessu hefur verið jákvæð af- staða í ráðuneytinu en það virðist ekkert vera hægt að gera í þessu,“ segir Magnús. Þau benda líka á stærðir þessara sjúkra- húsa. Framlög til LSH á fjárlögum séu um 36 milljarðar króna á meðan þau eru sam- anlagt um fjórir milljarðar til Kraga- sjúkrahúsanna, ef aðeins er tekinn sjúkra- húshlutinn, ekki heilsugæslan. „Þó að Landspítalinn fengi þessa fjóra milljarða kæmist hann ekki á lygnan sjó,“ segir Guðjón. Sem fyrr segir stefnir í að heilbrigð- isstofnanirnar í Kraganum muni skera niður í rekstri um nærri milljarð króna á tveimur árum. Ef ná á fram 500 milljóna króna sparnaði í ár segja forstjórarnir að því miður verði að grípa til uppsagna starfsfólks og hætt sé við að þjónustan skerðist enn frekar eða jafnvel leggist af í einhverjum tilvikum. Komin að þolmörkunum „Ég get sagt að eftir síðastliðið ár erum við hér á Suðurnesjum komin að þolmörk- unum. Við verðum að fara eftir fjárlögum og það mun hafa víðtæk áhrif á þjónustu við íbúa. Við stöndum öll frammi fyrir erf- iðum ákvörðunum á næstu dögum, vikum og mánuðum,“ segir Sigríður en öll sjá þau fram á erfitt ár 2010 og ekki batni það á næsta ári. Þau segja umræðu um yfirvof- andi niðurskurð, lokun deilda og upp- sagnir valda miklu álagi á starfsfólk og gera þeim einnig erfitt fyrir að manna stöður með fagfólki. Sérmenntaðir og metnaðarfullir læknar séu ekki tilbúnir að veðja á sjúkrastofnun sem gæti jafnvel verið lögð niður. Segja þau marga lækna farna utan til starfa, til frambúðar eða í af- leysingar, og enn fleiri séu að íhuga slíkt. Árni bendir á að undanfarin ár hafi átt sér stað umræður og viðræður við Land- spítalann um margs konar samstarf. Telur hann afar brýnt að farið verði í ítarlega vinnu við að skilgreina heilbrigðiskerfið. Landið sé mjög dreifbýlt og ekki hægt að líkja fjölda íbúa við eina borg erlendis með eitt stórt sjúkrahús. „Við þurfum að svara spurningunni um hvað Landspítalinn á að vera stór. Í mínum huga var það óskyn- samleg ákvörðun á sínum tíma að búa til jafnstórt bákn og spítalinn er. Miðað við fjárframlög eru Kragasjúkrahúsin einn tí- undi af spítalanum. Upp koma líka margar áleitnar spurningar, eins og varðandi samkeppnisumhverfið. Það þurfa að vera til valkostir fyrir sjúklinga og sérmenntað fagfólk þar sem því verður við komið,“ segir Árni. Undir þetta tekur Sigríður og segir skorta stefnumótun í heilbrigð- ismálum til lengri tíma. Á einu ári hafi verið þrír heilbrigðisráðherrar og hver með sínar áherslur. „Þegar ráðherrar koma og fara, og eru í stuttan tíma, þá verðum við eins og stefnulaust rekald á stórsjó og komumst aldrei áfram. Við er- um alltaf að breyta um stefnu en þetta kerfi er svo þungt að það þolir þetta ekki,“ segir hún og starfsbræður hennar taka að endingu heilshugar undir. Forstjórarnir ráða ráð- um sínum, fv. Guðjón Brjánsson, Sigríður Snæbjörnsdóttir, Árni Sverrisson og Magnús Skúlason. Eru ekki sátt við þróun mála. Morgunblaðið/RAX 24. janúar 2010 33 Ég hef skynjað málflutn- ing ráðherra þannig að þegar upp er staðið þá verði þetta sameiginleg ákvörðun allra. Svona verkefnatilflutningar nást aldrei fram í stríði við íbúa viðkomandi svæðis eða starfsmenn stofn- ananna. Næst ekki fram í stríði Árni Sverrisson er yfir St. Jósefs. Okkur er mikið niðri fyrir en við óttumst kannski það helst að menn rasi um ráð fram og hrapi að einhverri niðurstöðu á grundvelli þessarar skýrslu. Að ákvarðanir verði teknar á hæpnum forsendum. Það viljum við ekki. Mikið niðri fyrir Guðjón Brjánsson er yfir SHA. Ég skýri viðbrögð Land- spítalans við skýrslunni þannig að hann er undir hælnum á heilbrigðis- ráðuneytinu, með millj- arða króna hala á eftir sér. Þetta er þeirra hálm- strá og umræðan snýst um eftir hverju ráðherra sé að bíða. Undir hæl ráðuneytis Sigríður Snæbjörns- dóttir er yfir HSS. Um leið og við erum kom- in með tölur sem hægt er að treysta, og þær sýna með óyggjandi hætti að hægt er að veita ákveðna þjónustu ann- ars staðar með ódýrari hætti en hún fer fram núna, þá hljóta menn að taka mark á því. Tölum megi treysta Magnús Skúlason er yfir HSu. Fjöldi stöðugilda í dag: 195 Fjárframlag árið 2010: 1.322 milljónir Niðurskurður frá 2009: 8% St. Jósefs í Hafnarfirði St. Jósefsspítali hóf starfsemi árið 1926, Sól- vangur stofnaður 1953 og sameining 2006. Fjöldi stöðugilda í dag: 219 Fjárframlag árið 2010: 1.853 milljónir Niðurskurður frá 2009: 4,6% HSS í Reykjanesbæ Sjúkrahús Suðurnesja var stofnað 1954 en sam- einað Heilsugæslustöðinni árið 1998. Fjöldi stöðugilda í dag: 241 Fjárframlag árið 2010: 2.016 milljónir Niðurskurður frá 2009: 6,5% HSU á Selfossi Sjúkrahúsið á Selfossi var stofnað 1958 en sam- runi níu stofnana á Suðurlandi varð árið 2004. Fjöldi stöðugilda í dag: 136 Fjárframlag árið 2010: 1.344 milljónir Niðurskurður frá 2009: 8% SHA á Akranesi Sjúkrahúsið á Akranesi var stofnað 1952, heilsu- gæslan 1975 en samruni þeirra tók gildi 1998.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.