SunnudagsMogginn - 24.01.2010, Blaðsíða 22
22 24. janúar 2010
peninga. Ég á enga peninga fyrir þessu
og þetta kostar allt sitt, þess vegna höf-
um við opnað bankareikning og von-
umst til þess að fá eitthvað inn á hann.
Og við lofum náttúrlega að allir sem
styðja okkur, sérstaklega ef það er upp-
hæð sem skiptir einhverju máli, fái það
margfalt til baka. Það yrði ekkert laun-
ungarmál, enda bara viðskipti.“
– Gagnsæi er mikilvægt.
„Já, mjög mikilvægt. Eitt fyrirtæki
hefur þegar stigið fram, og sér algjörlega
um rekstur heimasíðunnar, hönnun og
viðhald. Ef ég þyrfti að standa straum af
því sjálfur, þá hlypi kostnaðurinn á
hundruðum þúsunda. Þetta er fyrirtæki
sem nefnist Davíð og Golíat og ég mun
gera mitt ýtrasta til að það fái góð verk-
efni á vegum borgarinnar. Í alvöru talað,
ég mun heimta að þeir fái verkefni ef
það þarf að gera eitthvað fyrir borgina í
tölvumálum. Það er ekkert launung-
armál. Og ef einhver spyr hvort ég sé
ekki bara að endurgjalda greiðann, þá
segi ég bara: „Jú, að sjálfsögðu!“ Enda
kemur ekkert annað til greina en að allt
sé uppi á borðum.“
Hundssvipur og ljótar brýr
– Þetta hljómar eins og þú hafir fengið
þig fullsaddan á spillingu í stjórnmálum.
„Stjórnmál eru í eðli sínu spilling. Ef
gera á sjónvarpsþætti um spillingu, þá er
vettvangurinn stjórnmál eða viðskipti.
Þeir gerast ekki á spítala, því það er svo
lítil spilling þar. Ef þættirnir eiga hins-
vegar að fjalla um skyndikynlíf, þá eru
spítalar ágætir, af því að allt er svo
hreint og sexí á spítölum, og þar eru
læknar og hjúkkur og svoleiðis.
Já, ég er þreyttur á aðgerðaleysi og
vanmætti gegn stjórnmálamönnum og
stjórnsýslu. Ég þoli þetta lið ekki, gjör-
samlega þoli það ekki. Það er alltaf ein-
hver aumingjasvipur á öllu þessu liði.
Þegar ég sé stjórnmálamenn í sjónvarpi,
þá hugsa ég oft um hundinn minn; þeir
eru með sama eymdarsvipinn. Það er
alltaf reynt að gera okkur að aum-
ingjum, skömmustulegum aumingjum
og rökkum, og ég er hundleiður á þessu
liði, með hundssvip og ljótar brýr. Það
er eitthvað verulega rangt við þetta – við
erum ekki svona fólk!
Hugsaðu þér að þú sert að labba í
London, öll fallegu smáatriðin, svartar
járngirðingar með gylltum toppum. Hér
er bara steyptum tveggja tonna stey-
puklumpi plompað niður með kraftkr-
ana, gjörið svo vel! Þetta er skrýtin
blanda af spillingu og smekkleysi, mér
finnst vanta smekklegt og hugmyndaríkt
fólk í pólitík. Svo segir fólk að því finnist
skrítið að grínisti skuli ætla að verða
borgarstjóri, en það er ekkert skrítið að
dýralæknir annist fjármál þjóðarinnar,
að maður sem sérhæfir sig í kynlífi fiska
sé talsmaður þjóðarinnar út á við.
Ég veit það ekki. Það er ekki eins og
stjórnmálafólk hafi fæðst til að vera í
stjórnmálum. Það fékkst við allt annað.
Ég held að ef ég, Óttarr og Sigurjón
Kjartans færum fyrir Íslands hönd í
staðinn fyrir Svavar Gestsson, þá næðum
við miklu betri samningum. Ég hef
komist að einu um Ísland; ég held að
Einar Örn hafi gert meira fyrir þetta
land en nokkur stjórnmálamaður fyrr og
síðar. Í alvöru talað! Ef við færum yfir
það, þá væri það niðurstaðan.“
– Munið þið reka öfluga auglýsinga-
baráttu?
„Við erum komin með heimasíðu,
bestiflokkurinn.is. En við höldum sem
fæsta fundi og ég mun reyna að mæta
ekki á neinn þeirra, því ég fæ ekki borg-
að fyrir það og nenni ekki að gera neitt
sem ég fæ ekki borgað fyrir. Nú lifum
við á frjálsum framlögum, en ef við fáum
kjörna fulltrúa, þá fer ríkið að pumpa
peningum í okkur og þá verður gaman.
Við viljum fá eitthvað af öllum þessum
peningum sem Borgarahreyfingin fær.
Þá er ég ekki að tala um hundrað þúsund
kalla, heldur milljónir, þannig að maður
geti gert flottustu auglýsingar sem sést
hafa, myndir í anda Leni Riefenstahl af
mér, þar sem ég faðma börn og veifa
mannfjölda, hlæjandi í „slow motion“
með litla krakka, og merki flokksins sést
um allt. En allt sem Guði er þóknanlegt
gengur vel. Þó að ég trúi ekki á Guð, þá
trúi ég á það.“
Hann hallar sér fram.
„Það sem þarf að koma fram varðandi
flokkinn, er að allt varðandi hann er
byggt á blekkingu. Þessi flokkur er
stofnaður í þeim tilgangi að reka stjórn-
málaflokk sem mun afvegaleiða fólk til
stuðnings við sig með blekkingum. Við
munum lofa öllu fögru, en svíkja allt
sem við lofum, og ekki gera neitt af því.
Þetta er eingöngu verkfæri fyrir mig til
þess að fá laun og góða vinnu. Ég er 43
ára, búinn að harka við að vera grínisti,
og hef ekki haft krónu upp úr því, ekki
krónu! Þetta er þjóð sem fer illa með
grínistana sína en vel með borgarfull-
trúana sína og þá ætla ég bara að vera
borgarfulltrúi.
Í þessum nútíma er alltaf talað um
fagmennsku og fagleg vinnubrögð; við
viljum að stjórnmálamenn séu faglegir.
Samt hef ég þurft að búa við það alla
mína starfstíð, að fá stórkostlegar hug-
myndir, sem aldrei fá faglega umfjöllun í
Ríkissjónvarpinu. Að þessi ríkisstofnun
skuli ekki vera með faglegt ferli, þar sem
dagskrárgerðarfólk og listafólk getur lagt
fram hugmyndir, eins og í öllum sið-
menntuðum löndum. Og þetta skiptir
máli! Þetta er menningin okkar, upp-
lifun okkar á því hvað er að vera þjóð.
En allir einhvern veginn prumpa bara og
hirða launin sín.“
Hann teygir sig eftir súkkulaðimola.
„Finnst þér þetta nokkuð yfir strik-
ið?“
Svo fær hann sér tesopa.
– Hvar myndirðu staðsetja þig í póli-
tík?
„Þetta er bjútíið með Besta flokkinn
og sýnir hvað ég er magnaður, þrátt fyr-
ir að hafa aldrei komið nálægt pólitík. Ég
tefli fram nýrri stjórnmálastefnu, an-
arkosúrrealisma. Það verða skrifaðar rit-
gerðir um þetta í stjórnmálafræði. Það er
til súrrealismi og anarkismi, anarkos-
indíkalismi og anarkokapítalismi, en an-
arkosúrrealismi er ekki til. Það eru til
silljón skvilljónir af fólki, en engum hef-
ur dottið í hug anarkosúrrealismi. Þann-
ig að þetta er anarkosúrrealískur flokk-
ur.“
– Og fyrir hvað stendur anarkos-
úrrealismi?
„Þetta er náttúrlega svo nýtt, að við
erum enn að móta hvað það felur í sér.“
’
Reyndar viljum við
leggja niður jóla-
sveinana, ekki alla í
einu, heldur í áföngum.
Við byrjum á þeim sem
enginn þekkir, eins og
Þvörusleiki, en höldum
eftir Stúfi, Hurðaskelli og
Gluggagægi.“
B
jarnfreðarson hefur notið mik-
illar velgengni í kvikmynda-
húsum, en yfir 60 þúsund
manns hafa séð myndina. Þá
hefur sýningarréttur á vöktunum, sem
myndin er framhald af, verið keyptur af
norska, danska og finnska sjónvarpinu.
Einnig tryggði bandaríska sjónvarps-
stöðin Fox sér endurgerðarréttinn á Næt-
urvaktinni.
„Það er búið að skrifa þátt og verið er að
taka hann upp núna, „pilot“-þáttinn, því
núna er sá árstími hjá þeim. Frægir amer-
ískir leikarar verða í aðalhlutverkum, þar
á meðal Michael Madsen og ég hef heyrt
Zach Galifianakis nefndan í hlutverk
Ólafs. Handritshópurinn sem skrifar þetta
er sá sami og skrifaði Will & Grace.
Og auðvitað er ég mjög þakklátur fyrir
það tækifæri sem ég hef fengið hjá Stöð 2,
að geta unnið að mínum hugverkum. Ef
ekki væri fyrir Stöð 2, þá væri ég bara að
keyra leigubíl, því það væri enginn annar
vettvangur fyrir mig. Þar gerði ég Fóst-
bræður á sínum tíma og síðan vaktirnar.
En á sama tíma leyfir RÚV sér að vera með
sama skemmtiþáttinn á laugardags-
kvöldum í marga áratugi, afsakar það með
því að áhorfið sé svo mikið, en horfir
framhjá því að þetta er skemmtiþáttur á
laugardagskvöldi – þá horfir fólk á hvað
sem er! Ef danska sjónvarpið byggði á
sömu hugmyndafræði, þá hefðum við
aldrei fengið hina geysivinsælu Klovn-
þætti og Frank Hvam væri bara að naga
neglurnar og keyra leigubíl. Mér finnst
þetta rangt og óréttlátt og ég hef fullan
rétt á að vera fúll yfir þessu.
Svo erum við núna að gera þætti, Sigtið,
með Frímanni Gunnarssyni, sem fjalla um
einn grínista á hverju Norðurlandanna. Ég
er í þeim íslenska og Frank Hvam í þeim
danska, en RÚV hafði ekki áhuga á þessu
verkefni. Sigtið með Frímanni voru frá-
bærir þættir, en fengu bara inni á Skjá-
Einum, með lægri launum og minni til-
kostnaði. Öll íslensk dagskrárgerð er
meira og minna unnin í sjálfboðavinnu,
fólk gefur vinnuna sína. Ég held að ég hafi
aldrei haft lægri laun en þegar ég gerði
Næturvaktina. Þetta er bara rangt.“
– En Bjarnfreðarson hefur gengið vel?
„Ég er gífurlega ánægður með þær við-
tökur sem hún hefur fengið. Það er til
dæmis verkefni sem ég vann algjörlega
launalaust. Fólk heldur að af því að maður
er frægur og leikur mikið, þá fylgi því
ríkidæmi og fúlgur fjár, en það er kol-
rangt. Þetta er gífurlega mikil vinna og
launin hlægilega lítil. En myndin hefur
gengið gríðarlega vel og við erum ofsalega
ánægð með hana. Paramount Pictures
hefur óskað eftir að fá að sjá myndina, og
hver veit …
Ísland breyttist fyrir 20 árum í tónlist-
arþjóð, sem við höfðum aldrei verið, og
við urðum heimsfræg fyrir það. Maður fer
varla út fyrir landsteinana án þess að vera
spurður um Björk, Sigur Rós eða Emilíönu
Torrini. Þetta gerðist mjög snögglega og Jón Gnarr í hlutverki Georgs Bjarnfreðarsonar.
Okkur er hótað
með martröðum
Næstu þættir í tökur í sumar. Hver veit nema
Ísland veki næst alþjóðlega athygli fyrir húmor?