SunnudagsMogginn - 24.01.2010, Blaðsíða 49
24. janúar 2010 49
kompóneruð. Hún þótti ekki hanga al-
mennilega saman og margir sem lásu
bókina á sínum tíma tjáðu mér að þeir
hefðu annaðhvort ekki klárað hana eða
hefðu þrælað sér gegnum hana án þess
að gefa henni tækifæri. Af þessum
þremur sögum er Guðsgjafaþula líklega
minnst rannsökuð, en Kristnihaldið
áberandi mest.“
Sjálfur segist Haukur vera mjög hrif-
inn af Guðgjafaþulu.
„Mér finnst það mjög hnýsileg bók.
Þegar farið er að benda á ákveðna þætti í
sögunni finnst mér auðvelt að vekja
áhuga fólks á henni. Svo tel ég að hún
eigi meira sammerkt með bókum sem
komu hér út á 8. eða 9. áratugnum,
heldur en bókum sem komu út á 7. ára-
tugnum, jafnvel þótt það séu bylting-
arkennd bókmenntaverk eins og bækur
Guðbergs Bergssonar og Thors Vil-
hjálmssonar.“
Þegar Haukur er spurður að því hvort
rannsóknir á verkum Halldórs Laxness
hafi aukist eða breyst á síðustu árum,
segir hann mikinn áhuga vera til staðar
á ævisögulegum rannsóknum á ferli
hans.
„Sumar þær rannsóknir sem mér hafa
þótt hnýsilegastar upp á síðkastið eru
líka á einhvern hátt ævisögulegar, eða á
einhvern hátt viðbrögð við ævisögunni
eins og hún hefur verið skrifuð.“
Hann nefnir grein sem Alda Björk
Valdimarsdóttir skrifaði um Halldór í
Skírni fyrir skömmu og grein um Guðs-
gjafaþulu eftir Björn Þór Vilhjálmsson
kvikmyndafræðing. „Björn Þór virðist
líka kveikja á þessari bók og sér í henni
aðra hluti en menn höfðu gert fram að
því.
Það er verið að vinna að spennandi
rannsóknum á verkum Halldórs en mér
hefur þótt miður að rannsóknir yngri
fræðimanna hafa ekki vakið þau við-
brögð sem ég hefði óskað – og þá tala ég
beiskjulaust um mína bók,“ segir hann
og brosir. „Mér finnst grein Öldu til að
mynda til þess fallin að auka áhuga
manna á Halldóri og opna augu þeirra
fyrir nýjum flötum.“
Haukur segir marga lítt kannaða fleti
að finna á höfundarverki Halldórs.
„Nýjar rannsóknir opna alltaf augun
fyrir nýjum þáttum. Við lestur bókar fær
maður oft aðra sýn á upphafið þegar
niðurlagið er lesið. Eins og það nú, þegar
ég hef skoðað síðasta hluta ferils Hall-
dórs gaumgæfilega, að ég er farinn að
hugleiða hvort ég hafi vanmetið fyrri
hluta ferils hans að einhverju leyti. Ég
hef því verið að lesa þær bækur mér til
gamans – það veltur mikið á því hvernig
glerið í gleraugunum er litað hverju
sinni, hvað maður sér. Það á eftir að
vinna miklar rannsóknir á höfund-
arverki Halldórs. En að sama skapi er
eftir að rannsaka höfundarverk margra
annarra íslenskra höfunda. Það er alls
ekki svo að allir þurfi að vera í akkorðs-
vinnu við að rannsaka Halldór.“
Guðsgjafaþula minnir á Zelig
Þegar Haukur er inntur eftir því hvort
hann eigi sér eftirlætisverk eða -tímabil
á ferli Halldórs, þá hikar hann lengi.
„Ég held ég segi núna að mér þyki
Innansveitarkrónika og Guðsgjafaþula
stórkostlegar bækur, því þær standa hlið
við hlið, koma út 1970 og 1972, og eru
samt svo ólíkar,“ segir hann loks. „Þær
sýna svo ólíka hæfni eins höfundar. En
svo má líka nefna kollhnísana sem Hall-
dór tekur milli binda Heimsljóss.
Það er kannski mest spennandi við
Halldór hvað hann er mikið kamelljón.
Guðsgjafaþula minnir mig að sumu leyti
á kvikmyndina Zelig eftir Woody Allen,
eða Forrest Gump. Þetta er maður sem
lifir nánast alla tuttugustu öldina, og er
alltaf að breytast eða bregðast við tím-
anum.
Ég held að það skipti mína kynslóð
ekki máli að það sé mikilvægt að gera
upp við kommúnismann eða Sovétríkin
á ferli Halldórs. Hann er að öðlast eins-
konar goðsögulega stærð sem maður
sem verður að einhverju leyti að lifa
með mistökum sínum. Fólk er alltaf að
heillast af hugmyndum og boða þær sem
trúarbrögð í stuttan tíma. Deilurnar um
Sonning-verðlaunin í Danmörku, árið
1969, sýna að fólk gerði mjög ríka kröfu
til Halldórs um að hann væri leið-
sögumaður. Það var ekki að fólk fylgdi
Halldóri í blindni eða að hann væri að
neyða sannleika upp á fólk, heldur
gengu lesendur Halldórs hart að honum
um að koma með lausnir og svör. Stóra
freistingin fyrir hann á 7. áratugnum
kann að hafa verið að halda áfram að
koma með svörin, en annaðhvort vildi
hann ekki gera það eða neitaði sér um
það.“
’
Hann er að öðlast
einskonar goð-
sögulega stærð sem
maður sem verður að ein-
hverju leyti að lifa með
mistökum sínum.
„Það er kannski mest spennandi við Halldór hvað hann er mikið kamelljón,“ segir Haukur Ingvarsson um Halldór Laxness.
Morgunblaðið/Ómar
þessa áheyrendur, þurfið þér ekki að
fara dult með einarðar skoðanir yðar á
ómaklegri fátækt og arðráni.
Vakin skal athygli á því að í bréfi stúd-
entanna er tekið næstum orðrétt upp
niðurlag greinar blaðamanns Politiken.
Stúdentarnir halda þar með áfram verki
sem þegar er hafið. Bréfi þeirra lýkur svo
á orðunum „í von um að samfélagsvitund
þín sé enn á lífi“. Politiken, eitt stærsta
dagblað Danmerkur, og stúdentaráð há-
skólans fara í sem stystu máli fram á að
Halldór Laxness taki að sér að vera leið-
arhnoða Hafnarháskóla á siðferðilegum
villigötum. Það má kallast einstakt
traust.
Rithöfundurinn Hans Scherfig sem um
áratugaskeið var einn áhrifamesti hugs-
uður danskra kommúnista skrifar hug-
leiðingar um væntanleg mótmæli stúd-
enta í dagblað danskra kommúnista,
Land og Folk, 9.-10. mars sama ár. Þar
leggur hann út af kvæði eftir Poul Martin
Møller sem heitir„Listamaðurinn meðal
uppreisnarmannanna“. Í kvæðinu er
rakin saga listamanns sem yrkir ljóð um
fegurðina. Þegar einn lærlinga hans biður
um frí til að taka þátt í uppreisn gegn
einvaldi bregst skáldið illa við:
Er du nysgjerrig, Snøbel!
Så kig af Vinduet ud:
See paa den drukne Pøbel
Og paa Gadefredens Brud!
Þegar uppreisnarmennirnir nálgast
hús skáldsins og brjótast inn á vinnustofu
hans í leit að stuðningi svarar hann þeim
yfirvegaður að hann haldi tryggð við
valdhafann:
I Fredens milde Skygge
Bag Lovens Kobbermuur
Vi Kunstnere sysle trygge,
Naar Voldsmand blæser paa Luur.
Men:
Hvis Fyrsten min Tjeneste kræver,
Til Kampen vil jeg gaae,
Da bringer jeg ham to Næver
For blandt Eder at slaae.
Þegar skarinn neitar að víkja missir
meistarinn að lokum stjórn á sér og tryll-
ist. Þegar Halldór var inntur eftir afstöðu
sinni til kröfu stúdenta í viðtali í Berl-
ingske Aftenavis 5. mars 1969 bregst
hann við eins og listamaðurinn í kvæði
Møllers — hann tryllist.
— Aðgerðirnar beinast ekki að yður,
heldur að Sonning-verðlaununum og
frú Sonning.
— Hvað kemur frú Sonning mér við?
Háskólinn veitir mér verðlaun, og ég er
mjög upp með mér vegna þess heiðurs
sem mér er sýndur. En ég þekki Danina.
Þeir vita ekki hvað heiður er. Fyrir þeim
eru þetta aðeins peningar, peningar,
peningar … þeir geta átt sína peninga
sjálfir.
— Þýðir það að þér ætlið að hafna
Sonning-verðlaununum?
— Ég hafði hugsað mér að gefa þessa
peninga til sérstaks málefnis í Dan-
mörku. En eigi það að gerast við hótanir
um ógnir og fjárkúgun, mun ég hugsa
mig tvisvar um.
Ég læt ekki þessa hryðjuverkamenn
stjórna gerðum mínum.
Viðbrögð Laxness vöktu samúð með
málstað stúdenta og þóttu harkaleg.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Halldór Laxness les heillaóskabréf á Gljúfrasteini, eftir að hann hlaut Nóbelsverðlaunin.