SunnudagsMogginn - 24.01.2010, Blaðsíða 51
24. janúar 2010 51
Guðjón Ketilsson myndlistarmaður er fæddur árið
1956. Eftir nám við Myndlista- og handíðaskóla
Íslands, þar sem hann var í nýlistadeild, sótti
hann framhaldsnám við Nova Scotia College of
Art and Design í Kanada. Síðan þá hefur Guðjón
verið í Myndhöggvarafélaginu.
Á síðustu þremur áratugum hefur Guðjón hald-
ið hátt á þriðja tug einkasýninga og tekið þátt í
fjölda samsýninga, heima og erlendis. Á síðasta
ári var hann enn virkari við sýningahald en endra-
nær, en þá hélt hann þrjár einkasýningar: í sýn-
ingasal Borgarbókasafns, í Safnasafninu og í
Listasafni ASÍ, en myndlistargagnrýnendur Morg-
unblaðsins völdu þá síðastnefndu sýningu ársins
í uppgjöri blaðsins um áramót. Þá tók hann einnig
þátt í þremur samsýningum á síðasta ári.
Við afhendingu viðurkenninga úr Listasjóði
Dungal á dögunum var tilkynnt að næsta bók í
seríu Listasjóðsins og Crymogeu um íslenska
samtímalistamenn yrði um Guðjón. „Það verður
heilmikið verkefni en afskaplega spennandi,“
segir hann.
Bók um ferilinn
væntanleg
„Ég hef verið í ferli sem mér líður vel í og það smitast
vonandi yfir í verkin.
Þó ég segi þetta þá er ég alltaf nagandi efins. Ég veit
aldrei alveg hvað ég er að gera, efast sífellt um það sem ég
er að setja fram...“
Vinnur með það sem hann þekkir best
Á sýningunni Fyrirgefðustytturnar í Borgarbókasafninu í
fyrra, sýndi Guðjón postulínsstyttur sem hann hafði
brotið og límt saman aftur, og einnig blýansteikningar af
englastyttum. Hvaðan komu þessir englar?
„Stundum koma allskyns uppbrot í það sem maður er
að gera, verkefni þar sem mér finnst ég vera á hálum ís en
þarf að keyra áfram. Þessar postulínsstyttur eru dæmi um
það.
Þessi verk kviknuðu af minningu um það þegar ég var
strákur og braut svona styttu sem mamma átti og reyndi
af veikum mætti að líma hana saman aftur. Það varð upp-
spretta þessara stytta. Ég braut helling af svona postu-
línsstyttum og límdi þær saman á afkáralegan hátt. Við
þetta fengu þær nýtt hlutverk. Urðu svolítið „öðruvísi
fallegar“. Eins er það með húsgögnin sem ég sýndi í Ás-
mundarsal; þau fengu nýtt hlutverk. Nýtt líf. Þessir hlutir
vísa alltaf eitthvert út fyrir sig. Hlutur er aldrei „bara“
hann sjálfur. Ég notaði bækur í skúlptúra í Ásmundarsal
en bækur eru augljóslega hlaðnar skírskotunum.En þær
eru líka hversdagslegt fyrirbæri sem við röðum – rétt eins
og við röðum hlutum í geymslum,“ segir hann.
Á veggnum í vinnustofunni hanga nokkur af þessum
sérkennilegu en tilgangslaus verkfærum sem Guðjón hef-
ur gert. Er þetta fagurfræðilegur útúrsnúningur?
„Kveikjan að þessum verkum var sú að ég hef alltaf
mjög gaman af því að heimsækja byggðasöfn. Þar rekst
maður oft á þessa hluti, verkfæri sem eru afskaplega fal-
leg en maður veit ekkert hvað á að gera við þau. En þau
eru hlaðin merkingu og búa yfir sögu – rétt eins og gamalt
fólk – og eru falleg í sjálfu sér.“
Þegar ég spyr Guðjón að lokum að því hvort hann sé
tré-listamaður, segir hann að sér sé ekki vel við að vera
dreginn í dilka.
„Ég er samt skúlptúristi og vinn þrívíða hluti; það segir
eitthvað um mig. Ég enda samt oft á því að vinna í tréð, að
vinna með það sem ég þekki best.“
Eftir annasamt ár við sýningahald hér heima, verður
Guðjón talsvert á faraldsfæti í ár. Hann tekur þátt í sam-
sýningu íslenskra myndlistarmanna sem verður sett upp
á tveimur stöðum í miðvesturríkjum Bandaríkjanna og er
einnig þátttakandi í norrænu sýningarverkefni, I Vester-
veg, sem er samstarf listamanna frá Íslandi, Noregi,
Hjaltlandi og Færeyjum, og verður sýningin sett upp í öll-
um þessum löndum. Fyrsta sýningin opnar í Bergen í
febrúar. Þar sýnir Guðjón fjóra skúlptúra af vitum, og
teikningar að auki. Þá mun hann dvelja í Rómarbústaðn-
um á Ítalíu í mánuð í vor.
Morgunblaðið/Einar Falur
’
Ég vitna oft í listasöguna
af því að menn hafa gegn-
um söguna verið að leita
svara við sömu spurningum og
við erum að spyrja í dag.
verkfæranna“ sem hann sýndi árið 2004, en nýjar teikningar til vinstri.
Nafnlaus teikning af sýningunni Hlutverk, 2009. 40x40 cm.Þorp (hluti), 1994 - 1996. Hvert 38 x 24 x 5 sm. Tré.
Nafnlaus teikning af sýningunni Hlutverk, 2009. 40x40 cm.
Brot. Eitt verkanna sem Guðjón sýndi í Listasafni ASÍ 2000.